Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1929, Page 6

Fálkinn - 20.04.1929, Page 6
 Ásgrimur málari hjclt sýningu á nýjustu málverkum sínum um pásk- ana og var jmr fagurt um að litast. Það er engin kyrstaða i list Ásgríms, heldur sífeld þróun, að kalla ár frá ári. Hinir nýju straumar og siefnur, sem orðið hafa í meðvitund manna um list, á síðustu áratugum, hafa engan veginn látið hann ósnortinn og bera hinar siðustu sýningar hans, ekki síst þessi, glöggan vott um það. En þó er fult samhengi í list Ás- gríms frá upphafi til þessa dags. Allflestar mgndir Ásgríms á þess- ari sýningu eru stórar og krefjast rúms, sem aðeins fáir hafa í heima- húsum, en þeim mun betur mundu þær sóma sjer í stórum sýningarsöl- um. Er það skaði, að eigi skuti vera til i Reykjavík betra húsnæði til mál- verlcasýninga cn nú er, því þá mundi almenningur njöta betur þess sem sýnt er. En í þröngum kytrum með óhentugri birtu fer fegurð og list- fcngi mynda oft fyrir ofan garð og neðan tijá áhorfendum. Hjer eru fjórar myndir Ásgrims, prentaðar eftir Ijósmyndum er Jón Kaldal hefir tekið. Að ofan til vinstri Mgnd úr Biskupstungum með Hölkn- höfða, Ilálfstindi og Bjarnarfelli í baksýn en á miðri myndinni sjást Torfastaðir, til hægri Hekla sjeð úr slcógargiljum við Ásólfsstaði i Þjórs- árdal. Að neðan Keilir sjeður úr Hafnarfirði og Iiafnarfjörður. Jónas Lárusson bryti varð fer■ tugur 10. þ. m. I V. B. K. selur „ÓÐINN“ teikniblýantinn. Sunnudaginn 7. þ. m. fóru noklcrar tclpur í hóp iít á garðinn vestanmeginn við mynni Reykjavíkuhafnar. Sjógangur var allmilc- ill úli furir ]>ann dag. Er þœr voru á miðjnm garðinum kom ólag er skall yfir garðinn og tók með sjer eina tclpuna. Tuvcr elstu telp- urnar, báðar 13 ára, brugðu strax við og köstuðu sjer út lil að bjarga, og með dugnaði sínum tókst þeim að ná barninu lifandi á land. Það mátti ekki tœpara standa, því telpan var orðin meðvit- undarlaus, raknaði þó við, skömmu cftir að á land kom, en var þá með óráði. Og bera urðu þær liana alla leið lieim. Þessi björgun er verð fylstu aðdáunar, því sýnt var livernig farið hefði ef hik licfði verið á tclpunum. Á myndinni sjást vin- stúlkurnar þrjár: Valborg 10 ára, dóttir Júl. Guðmundssonar, i miðju, en bjargvættir hennar, Guðrún Benteinsdóttir til hægri en Þórgunnur Ársœlsdóttur, Árnasonar bóksala, til vinstri.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.