Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1929, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.04.1929, Blaðsíða 13
F Á L X I N N 13 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. MjfHHraww Reykjavík. Framköllun. Kopiering. Stækkanir Carl Ólafsson. ffi „TVÍBUKARNIRo Ðestu vasa- og ferðamannahnífar, bestu sól-, ryh- og bílgleraugu og ódýrustu lestrargleraugu fáið þjer á 1 ◄ , ► ^ Hver, sem notar ^ ◄ CELOTEX ► ◄ og ► < ASFALTFILT £ 4 í hús sín, fær hlýjar og ^ ^ rakalausar íbúðir. ^ ^ Einkasalar: ^ < Verslunin Drynja, ► ^ Laugaveg 24, Reykjavík. ^ 0£J£3t3C3000£3t3£3t3C3£3£3£3£3tJ£J£3£3f3t3£30 I 50 aura 1 o a gjaldmælisbifreiðar o O hefir o | Nýja bifreiðastööin | o o o o o o til leigu. Afgreiðslusímar 1216 & 1870. O O O O O o 00000000000000c300000000£30 súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. er víðlesnasta blaðið. cýáŒinn er besta heimilisblaðið. mifilLEÍ BÆGRADVÖL Eftir PHILIPPS OPPENHEIM. símskeyti, sem Sir Francis reif upp með á- kafa. Síðan rjetti hann það frá sjor ineð ánægjusvip. Skipunin kemur annað kvöld, sagði hann. Þrátt fyrir þetta kvöldust þau öll af ein- hverri óró. Ltilu fyrir rökkrið fóru þau í regnkápur og gengu út á veginn til að horfa á öldurnar skella á bryggjunni. Hjá síðustu heygjunni á veginum mættu þau Judith. Þau staðnæmdust snöggt, og hún gerði eins. Hún yar i sjómannskápu og með sjóhatt og rign- ingin lak af hennj, en engu að síður urðu þau öll ósjálfrátt hrifin af fegurð hennar. Hreyfingar hennar voru frjálslegar og' yndis- legar eins og ungrar gyðju, og hörund henn- ar var hvítt og fagurt. Hún sýndi eklci nein ^erki þess, að hún yrði hrædd eða íeimin. Hún horfði aðeins á Sir Francis, og augu hennar glömpuðu er hún leit á hann, bros- andi. 1 Eruð þjer nú loks kominn að sækja ^'g? spurði hún. — Jeg bjóst við yður fyrir Jöngu og jeg er tilbúin. Sir Francis gat ekki komið upp neinum samanhangandi orðum, og hún beið heldur ekki eftir því, að hann Segði neitt. Hún gekk íast að honum. Hödd hennar var orðin hvisli, en engu að síður mátti heyra hljómfegurð hennar. — Joseph hefir orðið fyrir einhverju áfalli, sagði hún. — Hann sitm- allan daginn og tautar fyrir munni sjer, og augnaráð hans er hræðilegt. Hann virðist vera umkringdur af ósýnilegum ver- sem hann er alt af að reyna að hrinda rá sjer. Stundum finnst mjer eins og hann ati mig. Á jeg að segja yður hvað jeg held ann sje að verða? Já, segið mjer það. Jeg held, að hann sje að verða heil- ^ita aftur! sagði hún. — Það er hræðilegt. f get jeg ekki verið hjá honuin lengur. 1 olskinið hjerna hitar mjer um hjarta- ræturnar, svo mjer finnst jeg vera ung og gæfusöm, en hann er eins og myndastytta úr ís. Jeg er fegin, að þjer komuð loksins. .... Hlustið þjer .... hvað er þetta? Hún varð snögglega skelfd og þagnaði. Mannamál heyrðist neðan úr fjörunni. Á sandinum fyrir neðan þau, rjett niðri við flæðarmálið stóð hópur af fólki kringum eitthvað, sem hafði rekið af sjónum. Maður, sem var dökkur á hörund, bæði vegna ætt- ernis síns og sólbruna í margar kynslóðir, baðaði út öllum öngum, eins og hann væri tryltur. Hann hafði svart alskegg, mikið svart hár, og skorpið hörund, sem benti á serkneskan uppruna. Að því er virtist, var hann að verja sig gegn árásum hinna, sem stóðu kring um hann, svartir og svipillir og höfðu i hótunum við hann. Fremst í hópnum var ekkjan, sem var við jarðarförina tveim dögum áður. Hún hristi sig og skók af reiði, sem fór stöðugt vaxandi, augu hennar leiftr- uð og hún skalf og nötraði. Hún virtist á- varpa fólkið eftir því, sem það kom á stað- inn, og veifaði tómum poka fram og aftur. — Hlustið þið, öll, sem hjer eruð við- stödd, sagði hún, — og segið mjer hvernig á þessu getur staðið. Hjerna var José, mað- urinn minn og faðir sona minna, jarðaður í gær. Dauður var hann, eins og þið vissuð öll, af hitasóttinni, sein jetur hjartað burt. Jarðaður var liann, eins og þið sáuð öll. Og hjer sjáið þið lík hans rekið af sjó, og höf- uð hans — heilag guðsmóðir! — hið kæra höfuð hans........ — Hvað kemur mjer það við? spurði Pedro, maðurinn með blakka hörundslitinn. — Djöfullinn sjáifur og enginn annar hefir tekið hann úr gröf sinni. — Þú lýgur, þinn fúli svíns sonur! öskr- aði konan og veifaði pokanum i annari hendi en hnífi í liinni. — Hann rak á land og þessi poki bundinn við hann, og í honum hafa verið steinar, en þú átt pokann, Pedro, — þú, grafræningi og náæta! Hún hljóp að honum, en hnífurinn blik- aði á lofti. Pedro fjell á knje. — Jeg skai segja sannleikann, öskraði hann. Konan varð rólegri. Enda þótt hún væri ofsareið, varð forvitnin yfirsterkari. Pedro benti á líkið. — Það var Senorinn i húsinu við sjóinn, sem fjekk mig til þess. Hann greiðir 1000 peseta fyrir lík af nýdauðum manni. Hann ætlar að nota þau til vísinda- rannsókna. Þarna kemur hann. Stiltu reiði þína, Margarita, ekkja Josés. Tímarnir eru erfiðir, og fyrir þúsund peseta hefði José sjálfur myrt vin sinn, ef því hefði vcrið að skifta. Konan steinþagnaði. Einn eða tveir í hópnum muldruðu eitthvað, en enginn sagði neitt. Londe kom gangandi í áttina til þeirra yfir fjörusandinn, kyrlátur, rólegur og að þvi er virtist, vissi hann ekki um það, sem fram hafði farið.......Ann fann, að hún skalf af æsingu. Hún þóttist þess viss að nú væri endirinn að nálgast. Londe átti ekkert und- anfæri. Hönd hennar snerti handlegg Ðanieis og hún fann, að hann titraði. I hægri hend- inni hjelt Daniel á skammbyssunni. Sir Francis stóð þar skamt frá, og skein veiði- mannsglampinn í augum hans. Þannig urðu endalolc Londes — ekki dauði fyrir liendi liendi Daniels eða Wortons, sem höfðu leyfi til að drepa hann, heldur fyrir hendi hins lítilfjörlegasta fórnardýrs síns. Hann stað- næmdist hjer um bil tíu skref frá hópnum. Sennilega hefir hann alls ekki efast um mátt sinni til að sefa uppþotið, jafnvel eftir að Pedro hafði komið öllu upp um hann, en hann kom alt í einu auga á Ann og Daniel við hlið hennar, og Worton spölkorn fyrir aftan þau. Seinna bar þeim öllum saman um það, hvernig atburðurinn, sem á eftir fylgdi, hefði gerst: Þau sáu snöggan glampa í aug- um Londes, hræðilegan plampa, sem bar vott um, að allur sannleikurinn rann upp fyrir honum og greip hann samviskubiti. Allur andlitssvipur hans breyttist — allur kraftur- inn í andlitsdráttum hans, — þessi dýrsiegi kraftur vitfirringsins — hvarf. Þau voru öll fulltrúa, að á þessu augnabliki hafi hann verið heilvita, að hulan hafi snöggvast verið dregin frá sjónum hans. Ef svo hefir verið. hlýtur hann að hafa orðið dauðanum feg- inn. Konan stökk að honum, nieð ótrúlegum ljettleik og afli. Þau sáu hnífsblaðið hlika, lieyrðu eitt langt neyðaróp; og síðan ekki meira. En, á ineðan þau stóðu þar agndofa, fullvissaði ltonan sig um, að hún hefði hitt rjett...... Bæði Ann og Daniel fundu til einhvers einkennilegs tómleiks, fyrsta morguninn, sem þau voru í skrifstofunni, eftir að þau komu heim aftur. Daniel hljóp í gegn um brjefin, áhugalaust, las siðan blöðin dálitla stund og hringdi svo bjöllunni. Ann kom

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.