Fálkinn - 27.04.1929, Blaðsíða 7
F Á L K I N N
7
DRENGSKAPARH EIT.
EFTIR PERCIVAL GIBBON,
John Cobb lcom alt í einu
auga á hann og staðnæmdist.
Seinast þegar hann sá hann
hafði hann verið í spánskum
riddaraliðsbúningi — Don Migu-
el O’FIynn — og nú sat hann
þarna fyrir utan þriðja flokks
Farísarknæpu í gauðslitnum
jakkafötum.
„Er það þú, Mike?“ kallaði
Cobb steinhissa og hljóp til hans.
„Gamli vinur, þú lætur eins og
þú þekkir mig ekki?“ Don
Miguel leit upp og brosti og
kinkaði kolli. — „Nú, það ert
þú, Cobb!
Cobb tylti sjer formálalaust á
auðan stól við borðið: „Hvað
gengur að þjer, hversvegna ertu
i þessum fataræflum? Seinast
þegar jeg sá þig. í Algeciras
varstu eins og herforingi og sá
varla í þig fyrir orðum og
heiðurspeningum. Hefirðu verið
rekinn úr hernum?" Don Miguel
O’Flynn höfuðsmaður brosti
ekki einu sinni að þessu spaugi
en horfði grafalvarlegur lil jarð-
ar. Loks svaraði hann: „Já, þeir
ráku mig. Þeir gátu varla kom-
ist hjá því, eins og á stóð“.
Nú varð aftur þögn og Cobb
starði forviða á hann. Því að í
andliti vinar hans var svo mikil
alvara og drungi, sem fór hon-
uin jafn illa og tötrarnir sem
hann var í. Cobb hafði gengið á
skóla með honum og hann vissi
um orsakirnar til þess, að hann
hafði orðið að fara af liðsfor-
ingjaskólanum í Sandhurst.
Hann vissi líka um afrek hans
i Búastríðinu, sem hann hafði
fengið liðsforingjanafnið fyrir,
og hreystiverk hans i Peking,
sem komu á stað herrjettará-
kæru fyrir rán. Og hann vissi
um fleiri afrek hans — i þjón-
ustu zarsins, soldánsins og
Ýmsra valtra konunga á Balkan.
„Hvernig víkur þessu eigin-
lega við, Mike?“ spurði hann.
Hinn ypti öxlum. „Ja, það er
eiginlega ekki til að segja frá
því. En þegar jeg minnist þess
hvað við vorum góðir vinir, þeg-
ar við vorum drengir, þá hálf-
langar mig til að segja þjer alla
söguna, ef þú þá nennir að
hlusta á hana“.
„Hvort jeg nenni. En segðu
mjer fyrst: Ertu i kröggum?
Þvi þá stendur bjer til boða
hjálp inín, hvort heldur eru
hendurnar, tungan eða spari-
sjóðsbókin. Þarfnastu nokkurs
af þessu?“
„Nei, vinur minn. Jeg hefi
enga þörf fyrir neitt af því. En
þakka þjer fyrir boðið, mjer
þykir vænt um að verða þess
vur, 'að vinarhugur þinn til mín
er altaf hinn sami“. Þessi stóri
°g sterki maður, sem seldi hæst-
hjóðanda þjónustu sina i hern-
aði og hafði elskað æfintýri og
glæfraferðir, var líkastur hryggu
harni þessa stundina. — „Nei,
vinur ininn, þeir hlutir eru til,
sein þú liefir en jeg hefi mist.
Og það eru hlutir, sem ekki
Verða Iánaðir“.
„Jú víst er það hægt“, svar-
aði Cobb, — „hvað er þnð?“
Miguel hló kaldranalega, hlát-
urinn var likastur gráti: „Það
er mannorð mitt“, svaraði hann.
„Geturðu búið um það í ábyrgð-
arbrjefi og sent mjer það á gisti-
húsið, ha? Nei, það geturðu ekki,
jeg vissi það. Og nú ætla jeg að
segja þjer frá öllu sainan“.
Og svo sagði hann frá.
„Sjáðu til, það gerðist suður
i Riff. Það er versta land og þar
er tiltölulega auðvelt fyrir Ka-
bylaná að gera út af við heila
herdeild, án þess að leggja mik-
ið í sölurnar. Þarna uppi í
f jallaskörðunum og hellisskút-
unum gátu þeir gert manni fyr-
irsát og slcotið mann niður eins
og hunda. Þeir höfðu allskonar
nýtísku tæki, kíkira, vjelbyssur
og hver veit hvað. Og jeg stýrði
riddaraliðnu sem var sent á und-
an til þess að ryðja fótgöngulið-
inu braut. Það var hundalíf,
hungur, þorsti, moldrok og óþol-
andi hiti. Og svo kom nóttin
og þá vorum við staddir í djúpu
gljúfri, en hamrar með syllum
og skútum á báða bóga, kjör-
inn staður handa fyrirsátar-
mönnum. Og nóttin var eins
biksvört og hjartað í ofurstan-
um mínum og myrkrið eins
þykt og grautarheilinn i liöfð-
inu á honum. Jeg var sendur til
baka til að tilkynna, að við vær-
um á rangri leið og gætum átt
á hættu að Kabylarnir strádræpi
okkur og þetta sagði jeg Alfaro
hershöfðingja. Mjer finst cins og
jeg sjái hann enn i dag, er hann
var að yfirheyra fylgdarmenn-
ina, sem höfðu leitt okkur af-
vega.
„Þjer skiljið, að þjer hafið
sagt okkur vitlaust til vegar,
mælti hershöfðinginn byrstur
við fylgdarmanninn, lítinn, gul-
an Spánverja. Hann fór að af-
saka sig. Hershöfðinginn var
djöfull í mannsmynd. „Þjer vilt-
ust maður minn, en nú villist
þjer vonandi ekki á leiðinni i
gröfina, skiljið þjer“. Svo sá jeg
blossa og heyrði hvell. Fylgdar-
maðurinn hafði verið skotinn
gegnum hjartað.
Nú höfðum við engin fylgdar-
mann og afleiðingin varð sú, að
Kabylarnir rjeðust á okkur um
miðja nótt og við urðum að
hörfa undan, sem fljótast við
gátum til vígstöðvanna. Jeg sat
eftir uppi í skriðu og var að
reyna að njósna um felustað ó-
vinanna. Þar var eintómt lausa-
grjót og áður en mig varði hrap-
aði jeg. Þá var það sem jeg hitti
Kabylann, jeg hrapaði ofan á
hann þar sem hann var að
skemta sjer við að skjóta á fje-
laga mína á flóttanum. Þegar
jeg kom ofan á hann hrapaði
hann líka og svo ultum við báð-
ir ofan í gljúfrið. Jeg fór úr Iiði
á öxlinni, handleggsbrotnaði og
rifbrotnaði. Jeg heyrði að hann
stundi þungan og hjelt að hann
væri i andaslitrunum. Og sjálfur
bjóst jeg ekki við að eiga langt
eftir heldur.
Þegar birta tók var það jeg,
sem vaknaði fyrstur. Og þegar
hann raknaði úr rotinu var jeg
sestur upj) með sverðið við hlið,
albúinn lil stórræðanna. Byssun-
um höfðum við týnt og sverðið
var eina vopnið, svo að það var
jeg sem hafði ráð hans í hendi
mjer, að því er hann hjelt. En
hann vissi ekki, að hendur mín-
ar gætu ekki haldið á sverðinu.
Þetta var laglégur piltur, átján
ára og ekki svartari á hörund en
ýmsir Spánverjar, sem jeg hefi
fyrir hitt. — „Þú ert fangi
minn“, mælti jeg og hann kink-
aði kolli. Hann skildi spönsku.
— „Og þú ert dauðans matur ef
þú reynir að gera eitthvað ilt
af þjer“, hjelt jeg áfram, „og
nú verður þú að hjálpa mjer til
vígstöðvanna — og það fljótt'.
„Ómögulegt“, svaraði hann og
brosti. „Dalurinn er vel varinn
— og bráðum koma þeir hing-
að“. ^
„Þá verðum við að komast
hjeðan, undir eins“, svaraði jeg.
„Við verðuin að finna okkur
felustað og vera þar þangað til
diminir, og svo að halda til víg-
stöðvanna". Svo fórum við og
funduin skúta, sem var ágætt
fylgsni. „Hjer verðum við að vera
fyrsta kastið, og nú verður þú að
finna ráð lil þess að við kom-
ustum burt“. Jeg var dauðveik-
ur og sárþjáður, og honum hefði
veist Ijelt að gera út af við inig,
ef hann hefði vitað hvernig á-
statt var fyrir mjer.
Hann sat þarna auðsveipur og
hugsaði, og spratt svo upp eins
og elding og tók báðum höndum
um lærið, rjett fyrir ofan hnjeð.
Jeg sá hvað að var: viðbjóðslegt
kvikindi liðaðist inilli steinanna
með dauðann i gininu. Þetta var
eiturnaðra og eftir augnablik
hafði jeg skorið hana í fimm
eða sex búta með sverðinu. Og
þarna stóðum við, fanginn minn
°g je8: Jeg særður og hjálpar-
vana og hann með dauðann í
æðunum, og störðum hvor á
annan. Þá fleygði jeg sverðinu
frá mjer.
Jeg veit ekki enn þann dag í
dag hversvegna jeg gerði það.
Vonandi af þvi, að þó það væri
atvinna min að drepa menn, þá
er það köllun mín að frelsa líf.
Jeg gat lagt piltinn. Hann var
einskonar svertingi og svertingj-
arnir eru ekkert geðslegir, en
hann var nú maður samt. Þarna
voru tveir svartir blettir eftir
höggormstennurnar. Svo lagði
jeg munninn að og beit stykkið
úr lærinu á honum — beit það
af, skilur þú. Og það get jeg
sagt þjer að jeg saug sárið eins
og jeg ætti lífið að leysa, saug
og spýtti á víxl þangað til jeg
hafði náð burt eitrinu. Meðan
jeg var að þessu varð öxlin á
mjer og brotnu beinin mjer yf-
irsterkari; jeg fjell i ómegin.
Nú er það svo, að það er ó-
mögulegt að frelsa lif manns og
jafnframt vera hatursmaður
hans. Og svo var hann mjer svo
þakklátur. Jeg lá þarna i þrjá
daga og hann hjúkraði mjer.
Fjórða daginn fórum við áleiðis
til vígstöðvanna og vorum þrjá
daga á leiðinni, því jeg gat varla
dregist áfram. Hann reyndist
mjer vel, drengurinn. Hann þótt-
ist viss um, að Spánverjarnir
mundu skjóta hann, en jeg gaf
honum drengskaparheit mitt um,
ooooocHsaoaoooooaooooooaoa
o
o
o
o
g
o
o
o
o
o
o
o
o
o
I
Verslið |
I
I Edinborg.
ooooooooooooooooooooooooo
að hann skyldi halda lifi. Dreng-
skaparheit initt, skilur þú. Það
var það eina sem jeg átti og gat
gefið. Hann treysli mjer — og
nú er drengskaparheitið rofið“.
Cobb horfði hugsandi á hann
og spurði: „Skutu þeir hann
þá?“
„Það gátu þeir ekki vel gert“,
svaraði O’FIynn. — „Jeg talaði
við Alfaro hershöfðingja áður
en jeg fór á spítalann og sagði
honum frá drengskaparheiti
mínu. Og hann kinkaði kolli og
svaraði: „Við tökum auðvitað
fult tillit til þess. Hann skal
ekki verða skotinn“. Og svo fór
jeg rólegur á spítalann, og þar
var jeg þangað til jeg strauk“.
„Straukstu?" hváði Cobb. —
„Hversvegna?“
En O’FIynn liristi höfuðið. —
„Þeir skutu hann ekki“, mælti
hann. „Þar lýsli lymska hers-
höfðingjans sjer. Hann skaut
liann ekki — hann hengdi hann“.
Borsalino-hattana kannast margir
við, því þeir fást lijá Haraldi. En
Borsalino sjálfan ]>ekkja ]>eir ekki.
Hann er vitanlega ítali og er mjög
hrifinn af baráttu Mussolini fyrir
mannfjölgun og auknum giftingum i
ítaliu. Og til þess að sýna, að hugur
fylgi máli hefir hann einsett sjer að
koma í hjónaband öllum 1400 stúlk-
unum, sem vinna i verksmiðjunum
hans i Turin og fleiri borgum íta-
iiu. Borsalino hefir látið prenta
margra mannhœða liáar auglýsingar,
þar sem iiann skipar öllum stúlkun-
um sínum að giftast innan sex vikna,
annars segi hann þeim upp. Eni þær
sem hlýða skipuninni fá greidda fjár-
upphæð til þess að kaupa sjer í búið,
ennfremur kaupliækkun og tryggingu
fyrir að kaup þeirra verði ekki lækkað
i náinni framtíð.
Nú er eftir að vita hvernig stúlk-
unum gengur að krækja sjer í mann.
Margar þeirra eru að visu trúlofaðar,
og þeim er borgið. En aumingja stúlk-
urnar, sem kannskc eru ekki vel út-
gengilegar, eru ekki vel settar. Þvi
varla er heimanmundur Borsalino svo
stór, að hann freisti karlmannanna
ef stúlkurnar eru mjög óásjálegar.
Snemma i april hófust flugferðir á
ný milli Norðurlanda og Þýskalands
og verða fleiri og stærri vjelar notað-
ar i ár en i fyrra. Fargjöldin verða
þessi frá Kaupinannahöfn suður á
bóginn: til Hamborgar G0 kr., Berlin-
ar 72 lcr., Amsterdam 133 kr., Rotter-
dain 141 kr., Bryssel 160 kr., Paris
193 kr., London 205 kr. Þeir sem
kaupa farmiða fyrir báðar leiðir sam-
timis fá 10% alslátt.
Prestur i vesturhluta Noregs segir
frá því, að i sókn lians sjeu enn til
kcrlingar sem gcgn borgun mæti við
hverja jarðarför — og gráti.