Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1929, Page 14

Fálkinn - 27.04.1929, Page 14
14 F A L K I N N Það er kunnugt, að mjög er auðvelt að komast í hjónabandið og úr því, i Rússlandi. Hefir þetta frjálsræði haft ýmsa galla í för með sjer. Nú eru bændurnir farnir að nota sjer jictta. Þeir giftast i byrjun uppskeru- timans til þess að fá ódýran vinnu- kraft, en þegar kornið er komið undir J>ak, skilja þeir við konuna. í London hefir Midland Bank fundið upp á þvi, að hafa afgreiðsluna opna á nóttunni svo leikhússtjórar, veit- ingamenn og aðrir þurfi ekki sjálfir að geyma tekjur dagsins yfir nóttina. Sjálftónandi dagsljóspappír. Aðeins 4 au. á mynd. St. 9X6. CarlPoulsen & Sönner, Köbenhavn V. SRáfi'écemi nr. 12. Eftir Guðm. Bergsson. Hvítt byrjar og mátar í 2. leik. FRÍMERKJ AMÁL. Þcgar friinerkið er sett á ská á hrjefið þýðir það: koss. Á liöfði þýðir það: þrá og lárjett er það beiðni um að skrifa fljótlega aftur. SILVO silfurfægilögur er óviðjafnanlegur á silfur, plet, nickel og aluminium. Komið og lítið á nýtísku hanskana í Hanskabúðinni. VINDLAR: PHONIX, danski vindillinn, sem allir þekkja, Cervantes — Amistad — Perfeccion — Lopez — Don juan — Dessert og margar fleiri tegundir hefir í heildsölu SIGURGEIR EINARSSON Reykjavík — Sími 205. Fylgist með nýju framhalds- sögunni! Gerist áskrifendur! BESTU LJÓSMVNDIRNAR fáið þjer hjá Ijósmyndaverslun yðar á CAPOX (gasljós-pappír). Stórfagur Iitblær — skarpar og skýrar myndir. Carl Poulsen & Sönner, Köbenhavn l/. SKS1* Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. Islenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. WiUiani sagði Lil nafns síns og stúlkan opnaði dyrnar hinumegin gangsins og sagði til hans. Hann gekk inn hálf utan við sig; hann hafði ákafan hjartslátt. í mesta flýt.i virti hann stofuna og innanstokksmunina fyrir sjer. Húsgögnin voru úr gljásvörtum íhen- viði, veggirnir gráir og frekar kuldalegir, og grá áhreiða á gólfinu. Fáeinar vatnslita- myndir hengu á veggjunum og var þeim vel og smekklega komið fyrir þar sem hæfilega hirtu bar á þær. Hann veitti því undir eins eftirtekt, að engir sterkir litir voru í stof- unni, nema helst á gluggatjöldunum. Yfir- leitt var alt í stofunni mjög vandað og smekklegt og í fyrsta samræmi hvað við annað, en samt sem áður var ekki laust við, að hún væri kuldaleg, er inn var komið. Úti við gluggann sat stúlka við svart skrif- horð. Hún leit upp þegar William kom inn og hann sá vangasvip hennar, um leið og hún sneri sjer við. Og honum virtist svipur hennar og andlitsfal) vera í fullu samræmi við umhverfið. Hún heilsaði honum stuttlega og henti honum að setjast nálægt skrifborðinu þar sem dagsbirtan gat skinið á andlit hans. Drættirnir kringum munninn voru ákveðn- ir og hakan skörp, ennið hátt og greindar- legt og hárið greitt aftur. Honuin fanst hún minna helst til mikið á karlmann. En augu hennar voru djúp og hlá og frábærilega skýrleg. Sjer til mikillar hugarhægðar tók hann eftir því, að hún var jafnvel ennþá órólegri en hann sjájfur. Þegar hún ýtti frá sjer brjefadóti, sem lá á skrifborðinu fyrir fram- an hana, sá hann að hönd hennar titraði. Og þó að hún hefði verið kuldaleg þegar'hún heilsaði honum, var ekki laust við, að hún væri skjálfrödduð þegar hún fór að tala við hann. „Jeg hýst við, að yður hafi fundist aug- lýsing mín nokkuð barnaleg, hr. Hemingwy. Ástæðurnar, sem koinu injer til þess að hirta hana, eru alveg einstæðar, og — og aðstaða mín er harla erfið nú sem stendur. Jeg vona, að þjer látið yður lynda það að gefa mjer nokkura persónulega vitneskju um yður, áður en jeg fer lengra út í þetta rnál“. „Jeg er fús til þess að svara öllum spurn- ingum yðar í þá átt“, svaraði Williain ineð ákafa. „Jeg hafði skjöl mín með mjer“, bætti hann við og tólc þau upp úr brjóst- vasa sínuin. „Jeg gegndi herþjónustu þang- að til 1921. Var fyrst sendur heim árið 1918, en gekk síðan í herinn aftur og var i her- þjónustu austur í Mesopotamíu“. „Og hvað hafið þjer haft fyrir stafni síð- an 1921?“ Hún blaðaði hálf utan við sig í skjölunum. William þóttist vita, að hún bæri þessar spurningar upp til þess eins að vinna tima. „Því miður verð jeg að játa, að jeg hefi verið hálfgerður slæpingur síðan“, sagði hann í afsökunarróini. „Framan af hafði jeg nóga peninga til þess að ferðast uin allar jarðir, eins og mig lysti. En svo tapaði jeg öllu fje mínu í heimskulegu gróðafyrirtæki. Því næst fjekk jeg atvinnu hjá bókaútgef- anda einum, en þar varð jeg skammær og olli því helst ósamkomulag milli mín og út- gefandans. Við gátum ekki orðið á eitt sáttir um það, hvað telja bæri bókmentir og hvað ekki“. Hún virti hann gaumgæfilega fyrir sjer: „Þar sein þjer hljótið að hafa fengið nokk- ura reynslu og þekkingu á nútímabókment- um, býst jeg við, að þjer hafið rekið yður á ýmsar ósennilegar skáldsögur?“ „Já — flestar þeirra voru fjarri öllum sanni“. „Var það vegna þess, að yður geðjaðist ekki að þeim?“ „Einmitt það. Jeg tek veruleikann fram yfir“. „Þá vona jeg, að þjer gangið ekki frá því tilboði, sem jeg ætla að gera yður“. „Jeg hefi ekki efni á því að hafna neinu, sem gefur mjer ltost á því að fá atvinnu“, svaraði hann. „Eruð þjer kvæntur?“ spurði hún alt í einu. „Nei“, svaraði hann undrandi. Hún var öndinni Ijettilega. „Eða — heitbundinn?“ „Nei“. „Svo að þjer eruð alveg' laus og liðugur?“ Það var einkennilegt, hve l'orvitin hún var um einkalíf hans. „Eini ættinginn, sem jeg á á Iífi, er föður- bróðir minn, sem býr í Dumbartonsliire“. Það var auðséð, að henni fjellu þessar upplýsingar vel í geð. „Dumbartonshire virðist vera nægilega af- vikinn staður“, sagði hún, „jeg er sannfærð um, að þjer getið uppfylt kröfur mínar, hr. Hemingway". Hún stóð upp og hringdi og þau biðu þegjandi og hálfvandræðaleg uns þjónustustúlkan kom inn. „Viljið þjer segja þeim, sem biða frammi, að jeg sje búinn að velja“. „Er það alvara yðar að veita mjer stöð- una?“ „Jeg er sannfærð um, að þjer eruð hinn hæfasti til að hjálpa mjer“. „Og í hverju er starf mitt fólgið?“ „Jeg skal nú skýra málið nánar fyrir yð- ur, hr. Hemingwy. Fyrst og fremst verð jeg að taka það fram, að frænka mín, hefir ráð mitt i hendi sjer. En hún er langt á eftir tímanum og lifir enn í því andrúmslofti, sem var um 1860, en mínar hugsjónir ná fram í tímann, að minsta kosti til 1934. — Þjer getið því nærri, að okkur skilur mjög á um ýmsar skoðanir. „Jeg geri ráð fyrir því, að milli ykkar sje mikið djúp staðfest“, sagði hann brosandi. „Til allrar hamingju hefir frænka mín lniið fram að þessu í Taragoníu á Spáni. En þó að hún væri svona lang't í burtu, hefir hún altaf reynt að fylgjast með öllu því, sem jeg tek mjer fyrir hendur". „Og jeg geri ráð fyrir, að í þvi koini ein- mitt í Ijós andstaðan milli 1860 og 1934?“ sagði hann hæðnislega. „Það er ekki að ræða um neina andstöðu gegn Jane frænku, — það er ekki um annað að gera en hlýða henni. Líf mitt og framtíð er komin undir því, að jeg geti búið í Lon- don. Og jeg mátti til að gefa henni gilda á- stæðu fyrir því, að jeg yrði að búa hjerna. Og svo —“ hún þagnaði og leit kvíðafull á hann, — datt mjer loks ráð í hug“. „Einmitt það“ — sagði William og beið eftir játningu hennar. Hann skildi þegar, hvernig í öllu lá. Stúlkuna vantaði skrifara. Hún aitlaði að semja bók og verða rík og fræg. Það var einmitt takmark óska og flestra enskra ungmeyja — svo mikið vissi hann frá því að hann vann við bókaútgáf- una. Hann vonaði einlæglega, að sagan væri

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.