Fálkinn - 01.06.1929, Qupperneq 14
14
F Á L K I N N
L á r j e 11.
1 griðkona, 5 til samans, 7 nafn úr
bibliunni, 10 pilsvargur, 14 höfuðborg,
15 bær í Kanaan, 18 galli á hjóli, 20
rúmfat, 21 forsetning, 22 hreystiverk,
28 trje, 24 í ull, 26 forsetning, 27 hár
29 hljóð, 31 mörk (þgf.), 34 gosmynd-
un, 36 haft, 38 eftirvæntingarl'ull, 39
íþrótt, 40 ilát, 41 gælunafn á iiús-
dýri, 43 mannsnafn, 44 afbragð, 46
húsdýr, 48 flan, 49 á ljá, 50 skrækir,
52 48 lárjett, 54 skáldkona, 55 morar,
56 siðleysingi, 58 skel, 60 deila, 62
prýðilega, 64 þrá, 67 forsetning, 68
viðburður, 69 reiðskjóti, 71 rómversk-
ur keisari, 73 gera drukkinn, 74 stjórn-
ari, 76 íslendingur, 77 góðviðriskafii,
78 farvegir, 80 snáða (þolf.), 82 sam-
bandið, 84 lalli, 85 hrúga, 87 versl-
unarmál, 89 kveðskapur, 91 taka fyrir,
92 friður, 93 önd, 95 gera hrokkið,
96 Ijúka við, 97 deila, 98 fjötur, 99
eldstæði, 100 starf, 101 rómur.
Ef
þjer
copierið
sjálfur
þá notið
Mercur tonafix
Sjálftónandi dagsljóspappír. Aðeins 4 au.
á mynd. St. 9X6. CarlPoulsen & Sönner,
Köbenhavn V.
K R, O S S <3- Á T A nr. 14.
Nobile hefir skrifað Mussolini og
beiðst þess að.mál lians verði tekið til
nýrrar rannsóknar, þar eð hann álitur
sig hafa verið hafðan fyrir rangri
sök.
A stóru gistiliúsi í Oslo var sápu-
stykkjunum stolið úr öllum gestalier-
bergjunum um daginn. I'að var um-
ferðasali, sem stal þeim — til þess að
selja i næstu ferð sinni um landið.
Lóðrjett.
1 úrelt samgöngutæki, 2 málmur, 3
kyrð, 4 planta, 5 niðurlagsorð, 6 rúm-
fat, 7 fara, 9 blaðra, 10 meiðsli, 11
bor (þolf.), 12 stofa, 13 vatnsgutl, 16
fuglsafkvæmi, 17 koma spekt á, 19
blaup, 25 brim, 27 hljóð, 28 ihald-
semi, 30 frá forfeðrunum, 32 laut, 33
fljót í Evrópu, 34 eiga við, 35 bor,
36 súð, 37 kvenmannsnafn, 40 afmark-
að svæði, 42 flýtir, 44 arður, 45 er
sannfærður um, 46 trega, 47 stjórnár-
byltingarmaður, 49 mál, 51 eimi, 53
stjarna, 57 pollur, 59 sláttur, 60 víður,
61 árás, 62 fugl„ 63 fiskur, 65 þagga,
6fc rissa, 69 bál, 70 bilbugur, 72 orms-
heiti, 73 100 lárjett, 75 gangur, 76 Hai-
inn, 77 verslun, 79 bráðum, 81 stór-
gert, 82 áta, 83 rella, 85 getur, 86
skjótur, 88 strá, 90 í pípu, 91 sár, 92
liækkar, 94 tónn, 97 trú jeg.
BESTULJÓSMyNDIRNAR
fáið þjer hjá Ijósmyndaverslun yðar á
CAPOX
(gasljós-pappír).
Stórfagur litblær
— skarpar og skýrar myndir.
Carl Poulsen Ct Sönner, Köbenhavn l/.
Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux.
frænka Virginiu“, spurði hún.
„Varstu ékki að segja, að þú þyrftir að
flýta þjer af stað, Freddie“, spurði Virginia,
sem vildi gera alt sitt til að ekki kæmist alt
í uppnám. „Þú verður að koma seinna, en
núna er ekki rjett að tef ja þig lengur“. Hún
leit bænaraugum á Freddie, en hann var ekki
eftirtektarsamari en guð gaf, og varð hissa
er hann varð þess var, að þær óskuðu ekki
að hann tefði lengur. Hann stóð upp. „Jæja,
jeg skal fara undir eins“, sagði hann hugs-
andi. „Jeg lít inn seinna, þegar þú ert ein
heima“. — Hjer leit Freddie í áttina til Jane
frænku. Virginiu langaði mest til að lúberja
hann fyrir klaufaskap hans, en Freddie sem
varð enn ekki var við andúðina gegn sjer, fór
ekki enn. „Þú gælir þín ekki nógu vel“. sagði
hann. Jeg held þú sjert orðin tauga .... of-
þreytt .... Þig vantar einhvern til að gæta
þín, og þá skal jeg ávalt vera viðbúinn".
„Vertu sæll, Feddie“, sagði Virginia kulda-
lega.
„Vertu sæl .... sæl .... sagði hann kátur
í bragði, og dyrnar lokuðust á eftir honum.
Nú varð vandræðaleg þögn.
Loks sagði Jane frænka: „Þessi ungi mað-
ur gerir sjer í meira lagi dælt við þig, Vir-
ginia".
„O, hann er hreinasti fábjáni, og segir alt,
sem lionuin dettur í hug“, sagði Virginia og
var í illu skapi.
„Að liann er fábjáni, er náttúrlega ekki
þjer að kenna, en hitt er þjer að kenna ef
þú iætur harín segja við þig hvað honum
gott þykir“.
„Já, en sjerðu ekki, frænka, hann er
bernskuvinur Bills, sagði Virginia í vandræð-
um sínum.
Þá hringdi sírninn, sem stóð á skrifborði
Virginiu. Hún hljóp til og greip heyrnartólið,
sárfegin að losna við frekari skýringar. Sú,
sem talaði var meðlimur kvenrjettindafje-
lagsins, Sarah Mortimer að nafni, og hún
vildi fá að vita hvort Virginía hefði verið á
fundi, sem haldinn hafði verið í vikunni á
lindan...... „Við höfum áríðandi fund á
fimtudaginn kemur“, sagði hún, „og það er
afar áríðandi, að þjer komið þangað. Við
höfum nýlega heyrt, að Wheater ofursti, sem
er þingmaður fyrir Tranby, hjóði sig ekki
fram við næstu kosningar — og það er mjög
sennilegt, að fjelagsdeildin í kjördæminu
skori á okkur að tilnefna þingmannsefni, —
formaðurinn þar, Grinstead gamli ofursti,
tekur eftir hverri okkar hreyfingu eins og
þjer vitið. Þetta er auðvitað alt leynilegt enn
sem komið er, en mjer þótti rjettara að gera
yður viðvart í tæka tíð, þar eð málið snertir
yður svo mjög, persónulega".
„Persónulega?" spurði Virginia og fjekk á-
kafan hjartslátt.
„Já, það er mjög sennilegt, að við útnefn-
um yður sem þingmannsefni okkar. Þjer haf-
ið öll skilj'rði til þess: áhuga og mælsku.
Auðvitað tölum við nánar um þetta á fund-
inum, en jeg geng út frá því sem gefnum
hlut, að þjer sjeuð fúsar til þess að verða í
kjöri“.
„Já, hvort jeg er fús til þess. Það er hvorki
meira nje minna en heitasta ósk Hfs míns“.
„Þú virðist hafa fengið gleðilegar fregnir",
sagði Jane frænka, þegar Virginia lagði frá
sjer heyrnartólið.
„Já, guð minn góður. Það er blátt áfram
dásamlegt. Jeg var að heyra, að jeg á að
verða í kjöri við næstu kosningar í Tranby".
„Þú meinar að bjóða þig fram til þings,
eða hvað?“ Rödd frænku var ískyggi’ega ró-
leg.
„Já, bara, að jeg verði nú kosin“. sagði
Virginia, .... „það er draumur lífs míns“.
„Þá er tími til kominn, að þú vaknir af
þeim draumi“, sagði frænka, með grimmi-
legri raust......„Aldrei á minni lífsfæddri
æfi hef jeg heyrt annan eins fábjánaskap“.
„Jeg veit ósköp vel, að þú ert ekki hrifin
af stjórnmálastarfi mínu, en þú ferð þó ekki
að hindra mig frá að ná þessu æðsla tak-
marki lífs míns?“
„Jú, jeg liefi megnustu andstygð á þessu
öllu saman. Jeg hjelt, satt að segja, að þú
værir laus við þetla frelsisbull, siðan þú gift-
ist. Og svo ertu verri en nokkru sinni áður.
En þú skalt ekki halda, að jeg þoli það, að
þú sjert að hlanda þjer inn í slika vitleysu.
—- Mjer sló óhug á Virginiu, þó ekki svo
mjög við orðin sjálf, heldur tóninn, sem
gamla konan viðhafði.
„En frænka, það er þó ekki ætlun þín, að
„.... Jú, að hætta fyrir fult og alt að
styrkja þig fjárhagslega. Nú, svo það virðist
vera helsta ráðið til þess að koma fyrir þig
vitinu. Þú getur ekki boðið þig fram til þings
fjeláus. Að vísu þekki jeg ekki mikið til
stjórmríála, en svo mikið veit jeg þó“.
Vonbrigði Virginiu voru svo megn, að tár
komu fram í augu hennar. Hún gleymdi öllu
öðru, þegar þetta hjartansmál hennar var
annarsvegar. Hún settist við hlið frænku
sinnar og tók að reyna að telja henni hug-
hvarf. Nú tók Virginia á öllum sannfæring-
arkrafti sínum.
Jane frænka varð dálítið á háðum áttum,
er hún komst að því hversu málið var henni
hjartfólgið. — Það er ekki mín persónulega
skoðun, sem hjer ræður mestu, heldur til-
hugsunin um það, hver áhrif þetta getur haft
á hjónaband þitt, og hvað verður um um-
hyggju þína fyrir heimilinu----------og inann-
inuin þínum?“ Virginia beit á vörina.
„Stjórnmálin þurfa engin áhrif að hafa á
heiinilislífið. Eru kanske ekki margar af
okkar helstu þingkonum giftar?“
„Það varðar mig ekki um, barnið gott. Og
svo er annað, sein þú virðist alls ekki hafa
gert ráð fyrir: Þú getur eignast börn. Lang-
ar þig kanske ekki lil að bera hörnin hans
Williams i örmum þjer?“
„Nei, svei mjer þá“, svaraði Virginia, dá-
lítið snöggt. „Við skulum ekki tala um
þetta“, sagði hún blíðlega, og lagði handlegg-
inn um háls gömlu konunnar. „Segðu nú
ekki framar, að þú ætlir að hindra mina heit-
ustu ósk“.