Fálkinn - 08.06.1929, Page 1
BRETAR OG KONUNGSSTJÓRNIN
Kosningarnar sem nýlega fóru fram i Bretlandi geta vel leitt lil þess, að verkamannaflokkurinn myndi stjórn mjög bráð-
iega, því forsætisráðherra íhaldsmanna hefir ekki viljað bíða þess að þing kæmi saman heldur sagt af sjer þegar i slað,
vegna ósigurs þess, sem stjórnin beið við kosningarnar. En hvort heldur stjórnarforsetinn heitir Stanlag Baldwin eða
Ramsay MacDonald er aðstaða konungsættarinnar jafn góð. Allir aðal stjórnmálaflokkarnir í Bretlandi virðast vera sam-
kuga um að hrófla ekki við konungsstjórninni, og meira að segja hefir einn af hinum róttækari foringjum verkamanna-
flokksins, Thomas foringi námuverkamanna, mjlega talað mjög hollustusamlega um prinsinn af Wales. Hjer eru nokkr-
ar myndir af Georg Bretákonungi og fjölskyldu hans: Til vinstri Georg konungur á hestbaki, að ofan i miðju konungs-
hjónin í vagni á götum Lundúnaborgar, að neðan í miðju konungsf jölskyldan, frá vinstri: prinsinn af Wales, Henry prins,
Mary drotning, Georg konungur, Georg prins og hertoginn af York. Til hæjfri Georg konungur i krýningarskruða.