Fálkinn - 08.06.1929, Page 11
F A L K I N N
11
GULLNEMALÍF
GulhjrafaraUofi.
í lok siðustu aldar barsl sú frjett
út um lieiminn, að auðugar gull-
námur liefði fundist í Alaska í Norð-
ur-Ameríku. Og ungir menn og liugað-
ir streymdu þangað í stórhópum i von
um að safna sjer fjársjóðum og verða
vellauðugir á skömmum tíma — og
með litilli fyrirhöfn.
En flestir þeirra urðu fyrir sárum
vonbrigðum. Þegar þeir komu til gull-
landsins var það oftast svo, að aðrir
höfðu náð i bestu málmsvæðin, og að
hið dýra gull var alls ekki eins viða
og þeir liöfðu lialdið. Þeir höfðu gert
sjer í hugarlund að þarna mætti tína
stór gullkorn eins og krækiber á lyngi.
En það var öðru nær.
Gullið fanst í gömlum þornuðum
árfarvegum, en var blandað sandi. Og
viða var svo lítið af gulli í sandin-
um að ]>að svaraði ekki kostnaði að
uá þvi úr honum.
Þessir menn, sem komnir voru til
gull-landsins voru ekki þurftarfrekir
og gerðu ekki miklar kröfur til lífs-
ins, enda var eklii hægt að fá þeim
kröfurn fullnægt. Þeir bygðu sjer
hjálkakofa og sváfu þar i einni kös.
Þeir unnu myrkranna á milli, en þeg-
ar ekki var hægt orðið að vinna fyrir
dimmu, fóru þeir heim af kofanum og
er þeir liöfðu fengið sjer að borða,
settust þeir í kringum bálið, sem þeir
höfðu soðið matinn sinn við, kveiktu
1 pipum sínum og ljetu sig drcyma
nm, að þeir fyndi mikið gull daginn
cftir.
Og einu sinni bar það við, að einn
af gullgröfurunum datt i lukkupottinn
svo um munaði. Þegar verið var að
grafa í aurnum í árfarvegunum hittu
nienn stundum á svokallaða „vasa“.
Þessir „vasar“ eru upprunalega hyljir
í árbotninuin, en einmitt þar settust
gullkornin sem vatnið bar með sjer,
helst fyrir. Sandur sem lenti i liyljun-
um skolaðist burt aftur, en gullið
sem var þyngra sat eftir þar sem það
var komið. Og þessvegna safnaðist
gullið saman í þessa „vasa“.
Svo þornuðu árnar upp, breyttu um
farveg og liyljirnir þornuðu. Og þarna
beið gullið í árfarvegunum, en mest
þó þar sem hyljirnir höfðu verið. Og
þeim gullgrafara sem hitti á gamlan
hyl, var borgið, liann fjekk oftast nær
svo mikið gull, að liann gat hætt að
grafa og farið heim til sín og lifað
góðu lifi það sem eftir var æfinnar.
,,GulIþuottur“.
Aðalvinna gullgrafaranna, þegar þeir
liafa fundið stað, þar sem svo mikið
er af gulli að það borgi sig að vinna
það, — er að þvo gullið úr sandinum.
Fyrst i stað var gullið venjulega
þvegið i bliklipönnum. Voru þær fylt-
ar með gullsandi og vatni helt yfir.
Síðan var pannan hrist svo að vatnið
skvettist úr lienni og tók með sjer
nokkuð af mold og sandi. Þetta var
endurtekið ltoll af kolli, þangað til
ekkert var eftir á pönnunni nema gull-
kornin, þvi þau voru þyngst. En sjald-
an varð það svo hreint við þvottinn,
að ekki þyrfti að tína úr því grjót-
korn með höndunuin. Gullinu var svo
1
II m m m P 1 & m i m H & n II i B T h e r m a ■ Therma rafmagns suðu- og hitatæki hafa verið notuð á íslandi um tvo áratugi samfleytt. Margar gerðir af raftækjum hafa komið á íslenskan markað á þeim tíma, en engin hefir tekið Therma fram. Therma tæki eru ekki ódýrust í innkaupi, en þau verða ódýrust í reyndinni, vegna þess að þau endast best og þurfa minst viðhald. Leitið nánari upplýsinga um Therma hjá Júlíus Bjövnsson oS Electro Co. raftækjaverslun Akureyri. Austurstræti 12 — Reykjavik. i m 1 N i i w É i m m p
É
safnað saman í litinn leðurpoka. Var
þetta mikil vinna og erfið en eftir-
tckjan stundum lítil eftir langt erfiði.
En síðar voru teknar upp bentugri
og fljótlegri aðferðir við gullþvottinn.
Menn dældu vatni á gullsandinn, eins
og menn dæla vatni á hús til að
slökkva i því eld, þangað til sandur-
inn var allur farinn, og ekkert eftir
nema gullið og leirleðja. Úr þessu
unnu menn svo gullið með efnafræði-
legum aðferðum.
Alt þetta gull, sem finst í árfar-
vegunum, hefir borist þangað með
vatni úr þeim stað, sem það var upp-
runalega í, nfl. holum i föstum berg-
tegundum. Gull er líka unnið úr bergi,
grafnir námugígir niður að berg-
laginu sem gullið finst í og bergið
siðan mulið, til þess að ná gullinu. í
bergi finnast stundum stór gullstykki,
t. d. hafa fundist gullhnullungar, sem
vegið hafa 120 kílógröm. En mest af
gullinu er í smáögnum i berginu og
verður þvi að mala það, og þvo gullið
síðan úr í sjerstökum vjelum. Þetta
er eins og liver annar verksmiðju-
iðnaður, lilutafjelög eiga fyrirtækin og
verkamennirnir vinna fyrir ákveðið
kaup, en enginn þeirra getur orðið
ríkur á að finna gull, eins og liinir,
sem leituðu upp á eigin spýtur.
Auk námanna í Alaska eru til gull-
námur í Kaliforníu, Ástralíu og Rúss-
landi, en livergi eru þó til eins auðug-
ar gullnámur og í Transvaal i Suður-
Afriku. Þaðan koma um 40% af öllu
því gulli, sem unnið er i veröldinni
þessi árin.
Kyrrahafið hefir hlotið nafn af
manni sem hjet Magcllan. Hann
skýrði það þvi nafni er liann sigldi
út úr Magellan-sundinu, þar sem
stormur lvafði geysað, og kom út í liið
mikla haf, sem var alvcg kyrt. Hann
sigldi síðan yfir liafið og var þá all-
an timann logn.
□ --------------------
Matar
Kaffi
Te
Ávaxta
Þvotta
Reyk
Úrvalið mest.
Verðið lægst.
Verslun
l Jóns Þórðarsonar. J
Gih.
Ávalt fjfilbreyttar birgðir af
H ö N S K U M fyrirliggjandi.
HANSKABÚÐIN.
M