Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1929, Page 13

Fálkinn - 08.06.1929, Page 13
F A L K I N N 13 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. jvpmiNN Reykjavík. Framköllun. Kopiering. Stækkanir Carl Ólafsson. Tvíbura-vasahnífar, slípivjelar fyrir rakvjelablöö, hitamælar fyrir útungunarvjelar (Fahrenheit), LINDARPENNAR o. m. fl. Best og ódýrast í tnni,Laiiffav.2 Síml' 2222. i ► ^ rlver, sem notar ^ < CELOTEX ► ◄ °9 ► ^ ASFALTFILT £ ^ í hús sín, fær hlýjar og ^ j rakalausar íbúðir. ^ ^ Einkasalar: ^ < Verslunin Brynja, ► ^ Laugaveg 24, Reykjavík. ^ NOTUÐ íslensk frí- merki kaupi jeg aetlO hsesta verði. Verðlisti sendur ókeypis, þeim •r óska. Óska eftiv duglegum umboðsmönnum til að annast innkaup; góð ómakslaun. GÍSLl SIGURBJÖRNSSON, Ási — Reykjavik. Kvensokkar í miklu úrvali f Hanskabúðinni. Notið þjer teikniblýantinn' „ÓÐINN“? | súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. er víðlesnasta blaðið. CTCUKinn er besta heimilisblaðið. Maðurinn minn - SKÁLDSAGA EFTIR FLORENCE KILPATRICK. Jane frænka svaraði engu, en strauk fell- ingarnar á silkikjólnum sínum. Loks sagði hún: — Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það maðurinn þinn, sem á úrslitaatkvæði um þetta mál, og jeg sting uppá því, að við látum hann ráða. ■— Það er samþykt. Þá er málið sama sem til lykta leitt. Billy lætur sjer alt af hugar- haldið um öll áhugamál mín. — Það getur vel verið, svaraði frænka þurlega, en jeg get ekki sagt það sama um þig, ef um er að ræða eiginmann þinn. Finn- urðu, að maðurinn þinn fjarlægist þig rneir og ineir? Virginia rendi augunum til frænku sinnar. Þá duttu henni í hug skilnaðarfyrirætlanir þeirra „hjóna“. — Já, þú munt hafa orðið vör við það, að okkur komi eklci eins vel saman og vera ber. — Já, jeg er fyrst að taka eftir því nú, sagði frænka. — Jeg er fegin því, að þú sjerð hvernig á- standið er. Það getur sparað okkur margar skýringar framvegis. -— Það er jeg ekki viss um. Jane frænka lagði hönd sína á höfuð henni. — Ef þú brýtur af þjer ást ágætis manns, barnið gott, þá er það þín eigin sök. Jeg get ekki kennt William um neitt. — Kent WiIIiam um hvað? sagði Virginía forviða. — Að hann fjarlægist þig. Jeg hef dálítið að segja þjer, Virginia, sem annars var ekki ætlun mín að minnast á. En þegar jeg kom heini í dag og sá þenna fíflslega spjátrung sein er auðsjáanlega að reyna að koma sjer í mjúkinn hjá þjer — og þegar jeg heyi'ði um fyrirætlun þína að helga þig stjórnmálunum fyrir fult og alt, ákvað jeg að þegja ekki lengur. Þú verður að vera við- húin hinu versta, barnið gott. Virginia varð óróleg í skapi. — Guð minn góður, frænka, hvað er eiginlega á seiði? sagði hún. — Virginía, hvar heldurðu, að maðurinn þinn hafi verið um hádegisbilið í gær? — í rúminu sinu, auðvitað; hann er ekki vanur að fara á fætur fyrr en um eitt-leytið. — Veistu þá ekki, að hann var úti i borg- inni um það leyti? — Nei . ... ? — Nú, jæja. Þú veist, að jeg var hjá mál- færsluinanninum mínum í Mortimer stræti. Þaðan gekk jeg út í Piccadilly og fór þar upp í strætisvagninn. í Regentstræti hafði orðið stans á umferðinni. Meðan á.því stóð, varð mjer litið út um vagngluggann og inn í bif- reið, sem stóð kyr þar hjá. 1 þeirri bifreið var tvent .... maðurinn þinn og svo litla fálulega ekkjan, sem, sem kom hjer einu sinni — frú Etherington. V. Þegar hjer var komið, þagnaði Jane frænka með miklum alvörusvip. — Jeg var rjett alveg hjá þeim og horfði á þau minútum saman. Vissirðu ekki, að hann fór snemma að heiman í gær? — Hann minntist ekki á það einu orði. Virginia fór að hugsa: Hversvegna sagði hann mjer ekki frá því, að hann ætlaði að hitta Joyce. Hefðu þau aðeins verið á gangi saman, gátu þau hafa hitst af tilviljun; en fyrst þau óku, hlaut þetta að hafa verið eftir umtali. En hvað kom það annars henni við, þótt hann væri úti með Joyce í tómstund- um sinum — honum leist auðsjáanlega vel á hana hvort sem var. En þá datt henni í hug, að einmitt þetta gæti orðið fyrirætlun þeirra að gagni, og hún brosti ánægjulega. — Þú virðist ekki sjerlega hissa, Virginia, sagði frænka. — Nei, jeg er svosem ekkert hissa á þvi þó Billy svíki mig, sagði hún og setti upp pislarvættissvip, það er ekki nema eitt atriði af átján sem kvelur mig í þessu hjónabandi, sem er í þann veginn að gera út af við mig. — Það er svo .... En hvers er sökin, barnið gott? — Það á þó ekki að fara að kenna mjer um vanrækslu Williams? — Það geri jeg, að minsta kosti. Það ráð- legasta, sem þú getur gert, eins og stendur, er að stilla þig algjörlega um allar ávítanir, og reyna að vinna hann aftur. Því svo mikið er víst, að hversu svo sem honum líst á þetta kvendi, þá elskar hann þig eina. Virginia roðnaði og forðaðist að líta á frænku sína. Ástandið versnaði óðum. — Og heldurðu kanske, telpa mín, að þetta stjórnmálabrölt þitt geti orðið til þess að koma öllu í saml lag. — Jeg kæri mig alls ekki um, að það komist í samt lag. Nú var Virginia orðin ró- leg aftur. — Við verðum að skilja, sagði hún. — Skilja ... . ? Ertu gengin af göflunum? Það samþykkir William aldrei. — Nú, ekki það? Altjend má tala við hann og heyra álit hans. — Já, það vil jeg. — Mjer hefir ekki ver- ið rótt og ekki hef jeg sofið dúr, síðan jeg sá William með þessari ljettúðugu ekkju. Virginia fann til samviskubits. Það var satt, að frænka var í þungu skapi. — Taktu þjer ekki nærri heimilisáhyggjur mína. Jeg hef engan rjett til að varpa þeim á þínar herðar. — Jeg get nú samt ekki annað en tekið þátt í þeim. Nú stóð Jane frænka upp og lagði handlegginn um axlir Virginiu: Elsku barn, þú ert einasti ættinginn minn, og jeg vil, að þú sjert hamingjusöm. Jeg get alls ekki hugsað mjer, að þið William skiljið. Jeg vil sameina ykkur .... jeg vil berjast fyrir hamingju þinni. Gamla frænka þin kom á rjettum tíma. — Elsku Virginia, jeg skal gera það, sem í mínu valdi stendur til þess að komast eftir því, hvað það er, sem skil- ur ykkur William. Virgina glaðnaði ekki eins mjög í hragði og vænta hefði mátt, og nú fór hún þar að auki að hugsa um, hversvegna Hemingway hefði verið svo reiðilegur á svipinn þegar hann fór út um morguninn. En því hefði Hemingway ekki einu sinni getað svarað sjálfur. Sjálfum sjer sagði hann, að það væri vegna þess, að Virginia hefði tekið móti Freddie Parkinson, og, að það atriði gæti ef til vill orðið til nýrra vandræða, en inst í huga hans Jeyndust gildari ástæður til reiði hans. Hann var forviða á því að hann skyldi sjálfur vera afbrýðisamur gagnvart Freddie, og Virgina hafði brugðist vonuin hans. Og þá datt honum í hug Joyce, sem hafði beðið hann að heimsækja sig, „þegar hann hefði

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.