Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1929, Qupperneq 14

Fálkinn - 08.06.1929, Qupperneq 14
14 F A L K I N N Linoleum fyrirliggjandi í afar fjölbreyttu úrvali. J, Þorláksson & Norðmann. Bankastræti 11. Sími 103 & 1903 mmmmmm^^^mmmm^^m Sjálftónandi dagsljóspappír. AÖeins 4 au. á mynd. St. 9X6. Car/Poulsen & Sönner, Köbenhavn V. &Ráfi~6œmi nr. 15. Eftir Guðm. Bergsson. Hvítt byrjar og mátar í 2. leik. HVERNIG PRINSINN AF WALES NOTAR DAGINN Bresku blöðin dást mjög að því hve mikill vinnuhestur prinsinn af Wales Aðeins ekta Steinway- Piano og Flygel bera þetta merki. Einkaumboðsmenn: Sturlaugur Jónsson & Co. er og segja i því tilefni frá þvi hvað liann aðhefst. Hann fer að jafnaði á fætur kl. 7. Gengur síðan sjer til hressingar stund- arkorn og snæðir morgunverð kl. 8%. Að því loknu kemur einkaritari hans, opnar brjefin og nú er þeim svarað hverju af öðru. Síðan tekur hann á ínóti gestum, sem lofað hefir verið á- heyrn. Kl. 1.15 borðar liann miðdegis- verð, livílir sig síðan til kl. 3 og vinn- ur síðan að ýmsum stjórnar- og skyldustörfum fram á kvöld, aldrei skemur en til kl. 8%. Prinsinn ritar öll sin einkabrjef sjálfur á litla ritvjel, sem hann æf- inlega flytur með sjer er hann fer i ferðalag. ........ “ (Lífsábyrgðarstofnun danska ríkisins). Allskonar líftryssinsar. Umboðsmaður: O. P. Blöndal, Öldugötu 13. Sími 718. BESTULJÓSMVNDIRNAR fáið þjer hjá ljósmyndaverslun yðar á CAPOX (gasljós-pappír). Stórfagur litblær — skarpar og skýrar myndir. Car/ Poulsen & Sönner, Köbenhavn V. jpy* Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarf|elagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. ekki annaö þarfara að gera“. Fám mínútum síðar fór hann í strætisvagni áleiðis til Slo- aning Square. Joyce bjó í lítilli í búð í Sloaning stræti. Þatt var í fyrsta sinn, sem hann heimsótti hana. Þau höfðu hittst öðru hvoru á götu. Og í gær bauð hún honum upp í leiguvagn sinn, og vildi fá hann til að fara með sjer á málverkasýningu. — Jeg vissi ekki, að þjer hefðuð gaman af málverkum, sagði hann, um leið og hann settist í vagninn. — Það hef jeg heldur ekki, sagði hún. Og í þetta sinn er það ekki áhugi fyrir listinni, heldur fyrir listamanninum, þetta er íri með byltingamannssvip og brennandi augu. Það gat verið gaman að hennni stundum, og aldrei hægt að giska á, hvað hún sagði i gamni og hvað í alvöru. Stúlka opnaði fyrir honum dyrnar, og sagði, er hann spurði eftir frú Etherington, að hún biði hans. Það var svei mjer skrítið. Frúin kom á móti honum með útrjetta arma. — Jeg vissi, að þjer munduð koma í dag, sagði hún blíðlega. — Það var undarlegt. Sjálfur vissi jeg það ekki fyrr en fyrir tuttugu mínútum. Hún sá fljótlega, að eitthvað hlaut að hafa borið við, sem hefði hrellt skap hans, sem annars var alt af ágætt. En hún var hyggin kona, sem þekti karlmenn, svo hún spurði ekki um neitt. Hún ýtti mjúkum hæginda- stól að arninum, setti whisky og sódavatn þar hjá, svo að hann var brátt rólegur, eins og ekkert hefði í skorist. Hann leit í kring um sig i litlu vistlegu stofunni, og fór ósjálf- rátt að bera hinn kvenlega útbúnað hennar saman við þunga alvörusvipinn á íbúð Vir- giníu. Sú myndi hafa andstygð á öllum þessum svæflum, málverkum og blómuin, og þessum ótölulegu smáhlutum, sem þarna voru. — Jæja þá, hvað er í frjettum, Billy kall- inn, sagði hún blíðlega, þegar hún varð þess vör, að hann var að komast i gott skap aftur. — Ja, mjer fór að volgna undir uggum í dag, þegar Freddie Parkinson, vinur Virgin- íu, sem jeg þekki Hka, kom snögglega í heimsókn. Nú, svo þjer þekkið Freddie Hka — en Virginía hefir þó einhverntíma minst á hann áður? — Aldrei nefnt hann á nafn. — Það er undarlegt .... Joyce lagaði á sjer armbandið .... þvi þau eru annars miklir vinir. — Það furðar mig ef satt er, sagði hann hvasst, — jeg hjelt að Virginía hataði karl- menn. — Joyce hló. — Það mundi jeg aldrei segja. Hún hatar ekki karlmenn — fyrir- lítur þá miklu fremur .... sem nokkurs- konar lægri verur o. s. frv. — Nú, hvað Freddie viðvíkur, getur hann svo sem ósköp vel verið af því tæinu. Hann er meinlaus heimskingi. En hvernig getur Virginia þolað hann til lengdar? — Af þeirri einföldu og einustu ástæðu, að hann er bálskotinn í henni. Auk þess er hann forríkur. — Þetta held jeg að sje skökk skoðun hjá yður. Því get jeg, sannast að segja ekki trúað um Virginíu........ Hemingway varð sjálfur hissa á alvöru sinni .... Hún færi aldrei að giftast til fjár. — Eins og nokkur ung stúlka giftist Freddie af nokkurri annarri ástæðu, svaraði Joyce hlæjandi. — Auðvitað mundi Virginía heldur vilja peningana, ef hann sjálfur þyrfti ekki að fylgja með. En fyr giftist hún — og það jafnvel Freddie — en að gefa frá sjer stöðu sína í kvenrjettindafjelaginu. Já, sjáið þjer til .... jeg er öllum hnútum kunnug, vegna þess að Virginía hefir sjálf sagt mjer alt saman. Hemingway þaut upp. Hafði honum skjátlast svona hrapalega viðvíkjandi inn- ræti Virginíu. Hann hafði alla tíð þóst af því að geta lesið hugarfar karla jafnt sem kvenna. Hann hafði þegar í stað orðið hrif- inn af hinni hreinu og beinu framkomu Virginiu. Joyce varð minni í hans augum fyrir að breyta þessari skoðun hans. — Mjer þykir leitt ef jeg hefi sært yður. Joyce hafði líka staðið upp og athugaði svip hans .... auðvitað hefði jeg ekki sagt eitt einasta orð, hefði jeg vitað, að þjer vor- uð ástfanginn af henni. — Jeg .... ástfanginn af Virginíu? Hvernig dettur yður það í hug? — Þjer komuð sjálfur upp um yður, áð- an, þegar jeg minntist á keppinaut yðar. — Keppinaut? Hemingway hló, en samt var enginn gleðisvipur á andliti hans. —- Þjer verðið að muna eftir þvi, að jeg er efnalaus og í engri stöðu. Ætti jeg þá kannske að verða hættulegur keppinautur ríkisbubbans Freddie? — Þjer eruð þó ekki að fara strax, Billy? — Jú, jeg verð að flýta mjer. Billy kvaddi frúna, hálf utan við sig, og fór. Nú varð hann að tala við Virginíu og það tafarlaust, og fá hjá henni ákveðin svör. Hann opnaði dyrnar sjálfur og gekk beint inn í dagstofu hennar. Honum til mikils fagnað- ar var hún ein inni, en með miklum undr- unarsvip. — Hversvegna kemurðu aftur, sagði hún og þaut upp úr sæti sínu. —- Mig langaði til að tala dálítið við þig, Virginia, sagði hann hægt. — Gætirðu ekki eins vel gert það á morg- un. Hvernig á að gera frænku grein fyrir því, að þú sjert heima? — Ó, þú getur sagt, að jeg eigi að fara seinna á skrifstofuna en vant er. — Frænka er inni í herberginu sinu, svc við getum talast við í næði. Hún settist aft- ur. — Er þetta eithvað áríðandi? —• Það er ekki annað en það, svaraði hann, — að mjer finst tími til kominn að hætta þessum skrípaleik. Jeg skammast min fyrir minn þátt í honum, og jeg sje ekki neina ástæðu til að halda honum áfram. — Þetta máttu ekki segja .... þú mátt ekki yfirgefa mig í neyðinni. Og það ein- mitt núna, þegar fyrirætlun okkar er komin á svo góðan rekspöl. Jeg hef þegai' búið frænku undir skilnað okkar. — Og þú lieldur, að sú hugmynd fái fram að ganga. Það leyfi jeg mjer að efast stórlega um. — Það er einasta ráðið, sem hugsan- legt er. — Nei, hreint ekki einasta, jeg veit tvö önnur, Virginia. Annaðhvort segirðu frænku þinni upp alla söguna af grikknum, sem þú hefir gert henni .... -— Það er gjörómögulegt. Og hver er svo hinn möguleikinn, spurði hún og horfði á andlit hans með ákafa. í augnaráð hans kom rjett sem snöggvast gamla kætin.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.