Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1929, Side 7

Fálkinn - 22.06.1929, Side 7
F Á L X I N N 7 BJARGRÁÐ. Þau litu áhyggjuaugum á hjel- aðar rúðurnar, Vlkur-hjónin. — Stormurinn gnauðaði við þekj- una. Konan andvarpaði. „Það lítur ekki út fyrir gæftir á næstunni. Sífeld kólga og uppgangs-veður“. „Jeg er hræddur við það“, seg- ir hann dapurlega. „Það verður að hafa einhver úrræði, — ekki dugir að láta börnin tærast upp af hungri; það geta sjálfsagt einhverjir bjargað í bili, og einhverntíma gefur á sjó, ef Guð lofar“. „Þú veist það kona, að það er þungt að leita til annara, og jeg geri það ekki fyr en í síðustu lög“. Þau horfast í augu og þegja. „Bærinn er matarlaus“, segir hún eftir stutta þögn. „Ekki nokkur hiti til“. Hann lítur undan. „Þá er víst ekkert undanfæri“. Hann horfir snöggvast á börnin, sem hjúfra sig saman í rúmunum, tvö og þrjú, fimm litlir sakleysingjar. „Guði sje lof að þau sofa; þeg- ar þau vakna, þá biðja þau um brauðið, sem ekki er til. Aum- ingja Þórdís!“ Hann lítur á konu sína og honum finst móðurhjart- að muni þá og þá stöðvast, af nýstandi hugarkvöl. Honum vöknar um augu. „Hvar eru skórnir mínir?“ spyr hann blíðlega. Hún rjettir honum þá þegj- andi. Hann bindur skóna og set- ur trefil um hálsinn, gengur til barnanna og kyssir þau, eitt og eitt. Elsti drengurinn rumskar. „Jeg er svo svangur". Þórhall- ur snýr sjer undan. ■— „Það lagast bráðum“, segir hann klökkur. Hann kveður konu sína i dyrunum. „Hvert ætlarðu?“ spyr hún. „Jeg veit ekki ■—■ til oddvitans liklega. — Eiginlega er hvergi mat að fá í þessum harðindum. Hálf sveitin verður bjargarlaus, ef ekki raknar bráðlega úr“. „Góði, farðu nú varlega, hann kann að fenna og ísinn á Þverá er líklega ekki traustur". „Það skeikar að sköpuðu", segir hann og snarast út, — lit i óvissuna. Þórdís gekk inn til barnanna og miðlaði seinasta brauðmol- anum. Þórhallur gengur hægt áleið- is iit á melana. Hugurinn dvelur með sársaukakend við líðandi stund. — Og hjartað slær ótt af kveljandi óvissu. Þegar sjórinn bregst þá er fátt til bjargar þurrabúðarmanninum með fimm barnamunna, sem biðja ákaft um brauð. Það dugir eigi þó landrými sje nóg. Síðasta úrræðið er sveitin. — Góðsemi manna við þann sem lifir á bónbjörgum er hreppur- inn. En sporin, sem liggja að hlekkjum sveitarómagans eru þung fyrir stórlyndan mann og tilfinningaríkan. Hversvegna sendir hann hon- um ekki björg — hann sem veit- ir björg með barni, heldur að- eins börn og bjargarleysi? Var það hefnd fyrir bernskubrekin EFTIR VALÞJÓF GAMLA. hans? Hversvegna urðu börnin þá að gjalda þess, og konan? — Var þá ekki skárra að hann færi, ofurseldi sig hefndinni? Hann var kominn í hvarf frá bænum. Hann var staddur i hvammi hjá Þverá. Fyrir fram- an fætur hans valt áin fram milli skara, kolgræn og straumhörð. Hún rann áfram flughratt lit í lrostmóðuna og lá við fætur hans eins og beinn vegur til Heljar. Honum fanst hlóðið liætta að renna og hugurinn nam slaðar. Þegar hann væri farinn, þá mundi —- börnunum líða vel. Þá væri ekki hægt að hefnast á þeim fyrir hann. En konan, —- lienni mundi líða illa. En — leið henni þá vel nú? Hann hallaðist fram yfir ísskörina. Hann hafði tekið ákvörðun. Hann leit upp; það var enginn nálægt. — Jú, að baki hans stóð maður, lágur vexti, en kvikleg augun skutu neistum, annars huldi lambhús- hetta meiri hluta andlitsins. — Maðurinn var í skinnsokkum og hlýjum ullarfötum og ófentur. Þórhalli varð felmt við. — Honum flaug í hug, án þess að litlit mannsins gæfi þó tilefni til, sagan um kölska, sem breyttist jafnvel í ljóssins engla líki; — því gæti hann þá ekki hirst í skinnsokkum, með lambhús- liettu? „Lífið er stutt“, segir maður- inn. „Og ekki rjett að stytta það um örlög fram. Þú getur lifað í efnum mörg ár enn, reiknings- skilin koma síðar. Niður við ár- ósinn liggur f jársjóður". Hann bendir með stafnum. „Komdu hjer eftir þrjú ár, þá tölumst við betur við“, segir maðurinn og brosir. Þórhallur leit eftir bending- unni. Hann stóð eins og sturlað- ur. Eftir dálitla stund Josnaði hugur hans úr læðingi og sál hans fyltist hryllingi; hann leit við. Þar var enginn. Ný för lágu fram á skörina, en hurfu í gljánni. „Frain við ósinn liggur fjár- sjóðurinn“. Hann gekk í leiðslu niður með ánni. Fyrir nokkrum augnablikum var hann rjett orðinn bölsýni og þrekleysi að bráð, og á síðasta augnabliki samdi hann við Kölska —- eða hver gat það ann- ar verið? — Það var þó frestur, og inargt skeður á langri leið. Hann greiltkaði sporið, það rof- aði í huga hans. — Var þetta nema dularfull bending, eða var það veruleiki. Hann ákvað að fara eftir þessari bendingu. Hann hafði engu að tapa nema ofur- lítilli von, — von, sem barðist við örvæntingu. Áður en hann varði var hann kominn fram á fjöru; ísgljá þakti fjöruborðið fram á sjó; það var útfiri, og dálítinn kipp fram á fjörunni var þúst; ísinn hafði brotnað og fram úr hrönninni gægðist eitthvað svart. Þórhallur var sem á glóðum. Hann gekk nær, og hjelt niðri i sjer andan- um. Var þetta draumur eða veru- leiki? Á fjörunni og það hans eigin fjöru, lá dauður hvalur — □ ' '□ Matar Kaffi Te Ávaxta Þvotta Reyk Stell Urvalið mest. Verðið lægst. Verslun Jóns Þórðarsonar. □.»___________________-<□ ◄ i i i i i i i i i i Vandlátar húsmæður nota eingöngu ► ► ► ► Van Houtens ► ► heimsins besta suðusúkkulaði. Fæst í öllum verslunum. stór hvalur. Nú þurfti skjótra úrræða, hráð- um tók að flæða. Hann tók sprett heim á leið. Hjartað dans- aði af fögnuði. Vegalengdin var ekki mikil, en honum fanst hún teygjast. —- Hann munaði í að leggja munninn við eyra konu sinnar og hvísla að henni tíðind- ununl. Og loksins var hann kom- inn heim. Hann gekk rakleitt í bæinn. — Hvað hann varð hissa, börnin stóðu við borðkrilið og voru að gæða sjer á brauði og nýju smjöri, sem Þórdís miðlaði á milli. Hún gekk á móti honum. „Ertu kominn?“ segir hún fagnandi. „Já, jeg er kominn“. „Það kom hjer maður með glaðning og hann sagði okkur að þú kæmir með meira. Þetta er blessaður dagur“, segir hún og auguri ljóma af fögnuði. „Já“, segir hann dræmt. — „Þetta er blessaður dagur — fyr- ir ykkur“. Daginn eftir var hvalfregnin komin um alla sveitina. Þeir voru ekki svo fáir, sem komu þessa dagana til Þórhalls og föluðu af honum hval; margir vildu kaupa og flestir gáfu vel fyrir. Þetta var verulegur fjársjóður. Þórhallur- mældi og vóg, og taldi aurana. Loksins var hvalur- inn á þrotum, en enn þá voru nokkrir, sem ekkert höfðu feng- ið, þar á meðal var oddvitinn, lágur maður með lambhúshettu og í skinnsokkum. Þórhallur bograði yfir hálfvættarstykki af spiki. „Þetta gefurðu nú til guðs- þakkar, Þórhallur minn; það er ekki mikið fyrir þriggja ára sælu“. Þórhallur hrökk A'ið. — Hann þekti röddina, sem hafði vakið hann einu sinni áður. — Hann lítur á manninn. Þeir horf- ast í augu. Andlit oddvitans verður eitt bros og augun leiftra. „Kannske þú ætlir að gefa Kölska þetta bitakorn?" Nýtt ljós rennur upp fyrir Þórhalli. „Varst það þú, —, sein —- sem færðir konunni minni björgina?" Hann stígur fram fæt- inum og rjettir manninum hönd- ina. Hann tekur fast í hönd hans. „G,uði sje lof og dýrð“, segir Þórhallur fagnandi. „Svo það er þá jeg, sem á að fá spikbitann“, segir oddvitinn. Þórhallur lítur til hans kími- leitur. „Ætli það sje ekki best. Þetta er blessaður dagur“. CHRYSLER - BYGGINGIN í NEW YORK í New York er nú verið að byggja Iiæsta liús í lieinii. ÞaS ér hið heims- fræga bifreiöafjelag W. P. Chrysler sem byggir húsið. Það verður 809 fcta hátt eða 246,58 metrar. Hvað hæðinni viðvikur er aðeins ein bygging i heimi sem er dálítið hærri, nefnilcga Effel- turninn í Parisarborg, sem tæplega verður kallaður liús. Þegar Chrysler- liyggingin er fullger gera menn ráð fyrir að um 11,000 manns stundi þar vinnu sína. 500 manns verða ráðnir fastir starfsmenn byggingarinnar. M. a. verða þeir á hverjum degi að þvo 3750 glugga. Byggingin er alls 68 liæðir. Ungfrú Iliane Chamberlain, dóttir utanrikisráðlierrans breska, var um daginn í Rómaborg og lieiinsótti Mussolini. Hún færði honum að gjöf skjaldböku og á baki hennar stóðu stafirnir B. M. settir gimsteinum. Skjaldbakan er nú á skrifstofu Mussolinis. Blöðin fluttu fregnina með fyrirsögninni: „Latasta dýr heimsins í Palazzo Cliigi“, en Jiar lieldur Musso- lini til.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.