Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1929, Síða 6

Fálkinn - 03.08.1929, Síða 6
6 FALEINN Kardínáli nígir aliariS. Fremst á kóri sjest Marteinn biskupscfni. Hinnm megin samsíSa Noröurlanda biskuparnir tvcir. stökkti hanu vígðu vatni, hár og herðalotinn, gat maöur látiÖ sjer fljúga i hug aö hjer kæmi Jón Hólabiskup Arason. Þaö var að skipan páfa aö kardtnáli kom hingaö til að fremja jtessar vígslur, og verð- ur þaö aö, segja, að svo mikiö er ekki haft viö þá, sem okkur eru meiri aö gera kardínála út af örkinni til aö fremja hjá þeim biskupsverk. En auövitað fer ekki hjá því að páfastóllinn hafi einhvern sjerstakan tilgang meö þessu. Kirkjuvígslan er löng athöfn og æriö fornteg, og liggur hin leyndardómsfulla meining henn- ar ekki altaf á lausu. Aðalhugs- unin i henni liggur og nokkuö fjærri nútíöárhugsun. Athöfnin er i aðalatriöinu lireinsun. Þvi hófst vígslan á því aö Jcardínáli gekk þrívegis lcringum kirlcjuna hið ytra og stökkti vígðu vatni á veggina. Síöan gckk hann i kirkjuna og markaÖi áður þröskuldinn krossmarki mcð bagli sínum. Er kardínáli var kominn inn ákallaðj hann alla Kardináli van Rossum gengur frá kirkju eflir móttökuhátið. — I>að er borinn gfir honum tjaldhiminn. hcilaga, og var nú stráð ösku horna á milli í kirkjunni og ritaöi kardináli griska stafrófið í aöra álmu öskukrossins, cn rómverska stafrófiÖ i hina. Er öskukrossinn í laginu eins og gríski stafurinn X, en það er upphafsstafurinn í nafni Krists á grísku, og var með þvi verið að marlca alla kirkjuna undir mark hans. Síöan gekk kardi- náli um kirkjuna hið innra og stölckti hana vígðu vatni, og sið- an stökkti hann vigöu vatni á altariö. Þar meö var hreinsun- inni lokið og alt ilt frá henni vikiö. Nú tók kardínáli til að helga kirkjuna og smurði fyrst altariö, á fimm stöðum meö smyrslum, sem gerö eru úr balsami og viðsmjöri og svo kirkjuveggina á tólf stöðum, og helgaði um leiö Icirkjuna Mariu guösmóöur, öllum heilögum og konunginum Krisli, og skyldi hún bera nafn hans. Þar meö var kirkjuvigslunni lokið. Veitti síðan kardínáli öllum trúuögm og rjettskriftuðum eins árs og fjögurra mánaða aflát, lýsti blessun og Iióf upp lofsönginn gamla „Te deum“ (Mikli guö þig göfgum vjer). Var }>á sung- in fyrsta messa í hinni nývígöu Idrkju. Viöstaddir þessa athöfn voru bislcuparnir i Danmörku og Sviþjóð, Brcms og dr. Miiller, ogmargt annaö heldri klerlca, er hingað haföi komiö í fylgd kardinála. Tveim dögum síðar 25, júlí, á Jakobsmessu postula vigði kar- dináli síra Martein Meulenberg ármann páfa hjer á landi til bisk- ups á Ilólum i Hjaltadal með aöstoð Jóscfs Brems Hróars- lteldubiskups og Jóhannesar Mullers Loreabiskups og gerði hann um leið að sýslumanni páfa hjer. Snemma um morg- uninn gekk kardínáli til kirkju ásamt biskupum, biskupsefni, fylgdarliöi sínu og klerkum og settist i hásæti og slcrýddist þar gullnum skrúöa og setti gim- steinumprýtt mítur á höfuð sjer BúiS að vígja Maríein biskup og hann situr mí á Hólastóli með mitur og bagal. — Við súlurnar fremst sjást kertið og líkneskið sem páfinn gaf. og tók sjcr gullinn og gimstein- um settan bagal i hönd. En Marteinn biskupsefni og bisk- uparnir gengu til altaris, sem fyrirbúið var á kóri og skrýdd- ust jjar kórkápum og biskup- arnir mítrum að auki. Settist þá kardínáli fyrir altari og hóf próf yfir biskupsefni um rjett- trúnaö hans og tók síðan af honum hollustueið við páfa. Skrýddist nú biskupsefni bisk- upsskrúða nema mitri, bagli og hring, og hófu síðan báðir upp messu i senn, kardínáli og bisk- upsefni, hvcr við sitt altari. Er komið, var fram gfir pistil hóf kardínáli ákall til allra hcUagra, cn biskupsefni varpaöi sjer á meöan flötum til jarðar. Að þvi ákalli loknu fjell biskupscfni til fóta kardínála. Lögðu biskupar báöir og kar- dínáli hendur yfir hann og sögðu: Meötak heilagan anda, og var nú lögö, opin guöspjalla- bók á hnakka honum, en kardí- náli smuröi hvirfil hans og hendur meö viðsmjöri blöndnu balsami og eru þau smyrsl köll- uð krisma. Að því búnu galt biskupsefni kardinála vígslumöt- una með tveim brauðum og tveim leglum fullum af víni. Var biskupsefni nú fenginn bagall og dreginn hringur á hönd honum. Hjeldu báðir kardí- náli og hanh eftir það áfram mcssunni og nú báðir við sama altari, sakramehtuðust báöir af sömu paiínu og úr sama kaleilc, og lauk síðan messunni eins og vcnja er til með biskuplegri blessan kardinála. Fjcll þá bisk- upsefni enn fram fyrir kardí- nála og setti hann og bislcupar báöir mítur á höfuð honum og settu hann síðan á hásæti — á Hólastól. Eftir það fylgdu aðkomu- biskuparnir Hóla- biskupi um kirlcj- una og blessaði hann til beggja lianda, og cr aft- ur fyrir altarið var lcomið lýsti hann biskuplcgri blessan i fyrsta sinni og árnaði eftir það vígslu- föður sínum lang- ra lífdaga. Síðan hóf kardínáli upp „Te deum“, af- skrýddist ásamt biskupum þremur og gengu þeir í skrúðgöngu úr kirkjunni. Þarmeö var lokið vígslu hins 24. kaþólska Hólabiskups. Var fjöldinn allur af bæjar- mönnum viöstaddur athafnir þessar og þótti nýstárlegt að sjá alt það slcraut. Sjerstaklega þótti öllum mikið koma til hins tígulega svips og látbragðs kar- dínála, og furðuðu sig á því að öldungurinn skyldi hafa þrek til að fremja þessar þreytandi at- hafnir. Eftir biskupsvígsluna; prelátarnir fgrir framan bisk- upssetrið. Setjandi frái vinstri, Richard kórsbróSir, Brems Hróarskeldubiskup, van Rossum kardínáli, Mar- teinn Hólabiskup, dr. Miiller Loreabiskup, dr. Hupp- erts gfirmaður Maríureglu. Fgrir aftan kardinála (i slopp) Drihrnanns rilari hans og hjá honum norskur preláti, dr. Kjelstrup kammerherra páfa.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.