Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 03.08.1929, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 Einkennileg vefsing. Eftir Jóhannes úr Kötlum. Gestur gamli var skrítinn og skemtilegur karl. Hann var smákaupmaður og hafði verslað á Eyrinni í herrans mörg ár. ' Hann var sköllóttur, nærsýnn og heyrnarsljór. Sumir sögðu nú reyndar að nærsvni hans og heyrnarleysi myndi ekki vera eins mikið og hann ljet. Menn þóttust stundum verða þess var- ir, að hann hæði sæi og heyrði hverjum manni betur, þegar hann vildi og þyrfti á að halda. En sköllóttur var hann, — það bar öllum saman um. Gestur hafði ákaflega góða og rólega samvisku. Hann var alla daga sikátur, eins og hann væri altaf nýbúinn að gera góðverk og sainur og jafn við alla, eins og allir væru bræður hans eða systur, sem hann gæti aldrei auðsýnt nógu mikinn kærleika. Þá kom það æði oft fyrir að honum fipaðist við mælingu eða vigt. Hann sá svo illa tölurnar á lóðunum og kvarðanum. En ef einhver fór að hafa orð á þess- háttar við hann, þá kom árans heyrnarleysið til sögunnar. — „Varst þú nokkuð að segja,, væni minn?“ sagði hann þá hvað eftir annað og var þá svo inni- lega auðmjúkur og elskulegur á svipinn, að flestir gugnuðu og hurfu frá ákæru sinni. — Og altaf hafði Gestur nóga skifta- vini, hverju sem tautaði. Mönn- inn þótti eitthvað svo notalegt að hvarfla inn í búðina til gamla mannsins, sem altaf var brosandi og altaf hafði svona á- gæta samvisku. En heimurinn er vondur. Og það var svo sem auðvitað að hann gæti elcki látið aumingja Gest gamla í friði. Eitt kvöldið þegar hann var eitthvað að yfir- hta í búðinni sinni, komst hann að þeirri hræðilegu niðurstöðu að búið væri að st^Ia frá sjer hinu og þessu smávegis, Þarna vantaði tvö reyktóbaks stykki. harna einn lúsakamb, og svo framvegis. Þetta var alveg áreið- anlegt. Hann var altaf vanur að athuga hvern hlut í búðinni á hverju einasta kvöldi, svo hjer gat ekki verið um að villast. Að vísu var hjer ekki um nein ósköp að ræða, sem betur fór, en samt varð Gestur uppvægur með sjálfum sjer, blessaður harlinn, yfir þessu óguðlega at- hæfi. Því enginn glæpur fanst honum eins voðalega syndsam- legur eins og einmitt þjófnaður, hversu litill sem var, enda mun enginn lá honum það. Næstu dagana á eftir reyndi Gestur gamli að hafa hjá sjer bæði augun og eyrun, þó ljeíeg væru, því honum var ekki um að •ata bannsetta þjófana hnupla ut úr höndunum á sjer, svona u,n hábjartan daginn. En aldrei hatði hann þó verið stimamýkri °g elskulegri en einmitt nú. Það Var eins og hann væri sífelt eeiðubúinn til að skera úr sjer st.Vkki fyrir hvern sem var. Svo var það eitt kvöld, að margir af þorpsbúum voru að vanda að slæpast i búðinni. Það var glatt á hjalla og margt spjallað. Gestur tók drjúgan þátt í öllu sem gerðist og skríkti við og við af ánægju. — Eitthvað .hafði kvisást um þjófnaðinn hjá honum út á meðal manna, þó lágt færi enn. Alt í einn hvesli Jón í Ruðn- ingi röddína. Jón var miðaldra verkamaður, ófríður og mjó- róma og þótti í meira lagi góð- ur sopinn. „Er það satt, sem sagt er, Gestur“, skríkti hann, ,,að húið sje að stela frá þjer lúsakambi"? Allir fóru nú að hlægja nema Gestur. Hann hafði ómögulega getað heyrt hvað Jón sagði. „Ekki myndi jeg nú láta stela svoleiðis út úr höndunum á mjer“, hjelt Jón áfram, þóttist góður og leit hróðugur í kringum sig. Menn hjeldu áfram að hlæja og masa og Gestur hló og mas- aði með, en heyrði þó og sá með lakara móti. — Smámsaman týndust gestirnir burt, er líða tók á kvöldið og loks var Jón í Ruðningi einn eftir hjá gamla manninum. „Jæja, nú fer að koma mál til að loka kytrunni”, sagði G(estur og snýtti sjer. — „Ekki mætti jeg nú hiðja þig, Jón minn góð- ur, að hinkra við hjer inni fyrir mig, á meðan jeg skreppi iit og læt hlerana fyrir gluggana. Hver veit nema einhver þjófskrattinn hafi sig nú á kreik. Jú, Jón hjelt að það va’ri svo sem guðvelkomið. Gestur gamli þrammaði nú út í snjóinn og kuldann, — þetta var á Þorranum — og fór að bisa við hlerana. Þegar hann var búinn að koina þeim fyrir, datt honum einhvernveginn í hug að skygnast inn í búðina í gegnum rifu sem var á öðrum hleranum. Og þó nærsýnn væri, sá hann nokkuð skrítið þar inni. Þar var Jón í Ruðningi, sem var að grípa nýja smjörtöflu af einni hyllunni og faldi hana vendilega í hattinum sínum. „Bíddu ofurlítið við, Jón minn“, sagði Gestur um leið og hann kom inn og lokaði dyrun- um. En Jón var búinn að setja upp hattinn og sýndi á sjer glögt ferðasnið, eins og hann vildi gjarna komast burt. „Fáðu þjer sæti, væni ininn“, hjelt Gestur áfram. „Það væri þó sannarlega ekki óviðeigandi að fá sjer ofurlitla liressingu í þessum árans kulda. Komdu og fáðu þjer sæti kunningi!“ Jón virtist mjög á báðum átt- um, jafnvel þótt næsta freistandi væri að eiga völ a „dropa“. En Gestur gamli tók þá blíðlega í hönd hans, leymdi hann inn í skrifstofuna og eindembdi hon- um þar niður i stól, rjett hjá ofninum. Svo Ijet hann aftur og settist sjálfur á stól við hurðina. „Óttalega finst mjer annars ónotalegt hjerna, Jón minn“, sagði Gestur gamli og hrúgaði í ofninn, eins og unt var. — „Reyndu nú að orna þjer, kunn- ingi, svo að þú verðir ekki að frostkúlu á heimleiðinni“. Jón fann að smjörið var þeg- ar tekið að klessast í hár hans, og þaut upp og sagðist mega til með að fara. „Ekki fyr en þú hefir fengið ofurlitla hýru, elsku vinur. Ann- ars þarf jeg að segja þjer sögu. Sittu því bara rólegur“. :— Og Gestur þrýsti Jóni aftur niður í stólinn. „Æ, það er altof heitt hjerna“, stundi Jón og gerði enn iilraun til að standa upp. „Sittu kyr, sittu bara rólegur, væni minn, Jeg held þjer liggi ekki þau ósköp á“, svaraði Gest- ur gamli og skríkt.i góðlátlega. „Jeg á eftir að gefa beljunni og ýmislegt fleira“, sagði vesa- lings Jón. „Láttu nú ekki svona! Jeg held að kýrskrattinn drepist ekki. Vertu bara rólegur!“ Því næst . kom Gestur gamli ineð tvö glös og fylti þau vmi, ánægjulegur á svipinn. „Gerðu svo vel, Jón minn! Gerðu svo vel! Jeg held þetta sje ekki of mikið fyrir að varð- veita húðina fyrir mig. Reyndu bara að gera þjer gott af því, — jeg skal svo bæta við þig. Já, það eru nú aumu þrjótarnir, þessir, sem stela. Þeir kunna illa boðorðin sín, garmarnir þeir!“ Og Gestur gamli hóf glasið sitt eins og til að skála við Jón. En aumingja Jón var svo illa á sig kominn, að hann kom engu orði upp, fremur en hann væri fæddur mállaus. Smjörið flaut í dropatali undan hattinum hans og vasaklúturinn hans var allur orðinn gegnblautur af því Gestur gamli ljek við hvern sinn fingur og ljet ekkert á sjá. „Það er undarlegt hvað mjer finst eitthvað kalt hjerna í kvöld“, sagði hann og bætti um leið í ofninn. Ástand Jóns varð æ hræðilegra og vínglasið hans stóð alveg óhreyft á borðinu. „Jeg skil ekkert í þjer, Jón minn, ef þjer finst of heitt. Blessaður, reyndu nú að hafa gott af þessu, og ef þjer er virki- lega of heitt, þá talctu bara of- an hattinn þinn, kunningi! Láttu mig sjá, jeg skal taka við honum og hengja hann ein- hversstaðar". „Nei“, hrópaði veslings Jón þá loksins, óumræðilega angistar- fullur, og það kostaði hann krampakenda áreynslu að koma upp þessu fyrsta orði. Og um leið þreif hann báðum liöndum i hattjnn og hjelt honum föst- um. — „Nei, nei“, stundi hann áfram. „Jeg verð að fara, — lof ínjer að komast út, — jeg er lasinn, — lofaðu mjer að fara!“ Nú steyptist lieill straumur af smjöri niður andlitið á hon- um, útbíaði fötin hans og seitl- aði ofan eftir kroppnum, alla leið niður i stígvjel, svo að hann var bókstaflega baðaður í smjöri. „Nú jæja“, sagði þá Gestur gamli. „Úr því þú vilt ómögu- lega vera lengur, væni minn, þá farðu í herrans nafni! Vertu blessaður, heillakarlinn, þakka þjer nú fyrir alla skemtunina og góða nótt!“ Jón i Ruðningi Ijet ekki segja sjer þetta tvisvar og þaut af stað. Gestur gamli þrammaði bros- andi á cftir honum út i búðar- dyrnar og kallaði út i kvöld- húmið: „Heyröu, Jón minn! Jeg gleymdi að geta þess við þig, að ef þig skyldi vanta kamb til að greiða úr hárinu á þjer, þá máttu hirða þennan, sem stolið var frá mjer. Hver veit nema þú kunnir einhverntíma að rekast á þjófinn!“ Hundaeyjan. Franskt seglskip sigldi nýlega fram með Mozambikeströndinni og fór Jiá fram lijá smáeyju, Jean de Neva, sem er rjett vestan við Madagaskar. Skipsmenn tóku Jiá eftir ])vi að björg- unarbátur lá fast upp við ströndina. Skipstjórinn hjelt strax, að skips- brotsmenn mundu vera í eyjunni og setti ]>vi út bát í því skyni að leita þeirra. En á eýnni var enga menn að finna, en niður við ströndina mættu báts- mennirnir stórum, hvítum liundi, sem starði á þá meðan þeir gengu á land. Rjett i sama bili lcomu fjórir hund- ar niður að ströndinni. Einn af mönnunum, sem gengu á land, tók stein og kastaði í einn hundinn. Vesl- ings hundurinn ýlfraði hræðilega. En jafnskjótt streymdu að stórir hunda- liópar af allskonar tegundum. Þegar hundarnir voru orðnir fimmtíu tals- ins fóru þeir að gerast all nærgöng- ulir, svo að mennirnir sáu þann kost- inn vænstan að hverfa hið bráðasta út í bátinn. Fyr á öldum kom það oft fyrir, að skip námu staðar við ey þessa til þess að ná i vatn og safna skjaldbökum eða ])á tina ávexti. Það var algengt að skipshundarnir fylgdu hásetum i land, en það skeði ekki svo sjaldan að liundarnir týndust þar og urðu eftir. Þessir skipshundar hafa orðið ætt- feður núverandi eyjarskeggja, sem hafa lifað á eyjunni i marga áratugi, án þess að nokkur hefði hugmynd um þá. Eins og gefur að skilja eru hund- arnir viltir og standa á sama stigi og hundurinn áður en hann varð húsdýr og þjónn mannanna. Það er talið, að hundar þessir skifti þúsundum, en enginn liefir vitað um að þeir væru til fyr en nú þegar franska skipshöfnin uppgötvaði þá af tilviljun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.