Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1929, Side 10

Fálkinn - 03.08.1929, Side 10
10 F A L K I N N ♦ ♦ ♦ Silfuvpíettvöruv: % ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Matskeiðar, Desertskeiðar, Hnífar, Gafflar, Teskeiðar, — Kökugaflar, Kökuspaðar, Compotskeiðar, Sósuskeiðar, Rjómaskeiðar, Strausykurs- skeiðar, Konfektskálar, Á- vaxtaskálar, Blómsturvasar. Ódýrast í bænum. Sff&rsL Sioéqfoss Sími 436. Laugaveg 5. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Húsmæður! Gold Dust þvottaefni og Gold Dust skúringar - duft hreinsa best. Sturlaugur Jónsson & Co. G ....-------- Til afmælisdagsins: „Sirius“ suðusúkkulaði. Gætið vörumerkisins. VS .... . ■ ■ ■...... • 'J ©BBBaaO® P&sthússtr. 2. Reykjavtk. Símar 542, 254 og 309 (framkv.st].). Alíslenskt fyrirtæki. Allskonar bruna- 09 sjó-vátryagingar. Hvergi betri nje áreiöanlegri viðskifti. Leitiö upplýsinga hjá noesta umboösmannl! Kvensokkar í miklu . úrvali í Hanskabúðinni. Tíu áva afmæli. Alþjóðasamband hásbólakvenna held- ur þing í Genf 7.—íh ágúst í sumar. Það hefir jafnan mikið borið á Genf þegar uin alþjóðahreyfingar hef- ir verið að ræða. Þar hafa þing verið lialdin, sem liafa haft mikla þýðingu fyrir allar þjóðir. Nú á þessu sumri eru svissneskar háskólakonur í óða önn að undirbúa sig til þess að taka á móti meðlim- um X. I'\ U. W. (International Federa- tion of University Women), því að þar sltal fimta þing sambandsins hald- ið. Kvennasamband þetta var stofn- að 1919 og eru því rjett tíu ár síðan. Nú taka !!1 þjóð þátt í þinginu. Fje- iagskonur koma nú saman þriðja livert ár, en fyrst annað livort ár. 1924 var þingið lialdið í Osló, en 192G i Amsterdam og nú i Genf. Nú- verandi formaður samhandsins er frk. Ellen Gleditsch. A dagskrá þingsins eru mörg stór- raerkileg mál. Fjöldi fyrirlestra verða haldnir, m. a. er talið að frú Curie muni halda fyrirlestur um ,þýðingu rannsóknarinnar". Þarna verður rætt um atvinnuleysið meðal hinua mentaðri stjetta, sem er að verða eitt af mestu vandamálum nútímans. Kvenprófessorar frá ýmsum löndum inunu skýra frá vísindastarfi sínu, og auk jiess er fjölda margt annað sem liggur fyrir þinginu. Meðan á þinginu stendur og ú eftir verða farnar margar skemtiferðir. Auk þess skiftast fundarlíonur í flokka og skoða þær stofnanir í grendinni við Genf, sem hafa mesta þýðingu fyrir þær. M. a. hefir dr. Vautier boðið kvenlæknum til heilsu- liælis síns i I.eysin. Hæli þetta var opnað 1922 og er einstakt í sinni röð. Það er bygt fyr- ir veika stúdenta og gerir þeiin mögu- legt að halda þar áfram námi sínu, þar sem prófessorar koma Iiangað og halda fyrirlestra. Það er i ráði að gera þessa frægu stofnun að alþjóðaliæli fyrir háskóla- horgara og meðal annars verður það rætt á þessu þingi. Grasafræðingar þeir er mótið sælcja munu ferðast eitthvað um Alpafjöllin og kynna sjer gróður þeirra, og málfræðingar og sagnfræðingar munu bregða sjer til háskólahæjanna og æskustöðva Rous- seau og Pestalossi. Svissneská und- irbúningsnefndin hefir skipað einka- nefndir, er sjá skulu um liúsnæði, fæði og annað meðan gestirnir dvelja í Genf. Að loknu þinginu mun hæi'inn halda þáttakendum veglega veislu. Silkisokkar. Láttu soklcana endast lengi' Hvernig getum við það? munuð þið spyrja. Með því að vanda til vals þeirra, fara vel með þá og hreinsa þá á rjettan hátt. Þú skalt ekki taka of litla sokka, þá slitna þeir mikið fyr. Farðu varlega í þá, því annars geta neglurnar hæglega slitið þræði í sokkunum. Hreinsaðu þá i hvert skifti sem þú fer úr þeim. Ekkert eyði- leggur silkiþræðina eins fljótt og fót- raki. Láttu silkisokkana þina aldrei vera ólireinsaða að kvöldi, þegar þú hefir verið i þeim allan daginn. Orðið að „hreinsa" i staðinn fyrir að „þvo“ sokkana er notað hjer af ásettu ráði, því að þvottur hefir altaf nudd og núning í för með sjer, en það fer illa með liinn fíngerða silkivefnað. Legðu sápu ofan í volgt vatn og og láttu sokkana ekki niður í það fyr en sápan er alveg leyst upp og hefir orðið að froðu. Sokkunum er þá dýpt niður í vatnið og þeim velt upp úr því fjórar tii fimm mínútur. Ef skó- áburður eða göturyk næst eklti með þessu móti, er bletturinn nuddaður upp úr vatninu þangað til liann er hreinn. Þrjú skolvötn þarf til þess að ná sápunni úr sokkunum. Tvö þau fyrri eiga að vera volg, en það síð- asta kalt og skal í það sett ein skeið af ediki. Iíreistu vatnið liðlega úr sokkunum, nuddaðu þá ekki of mik- ið! Hristu þá síðan og liengdu þá upp Þurkaðu þá aldrei á eldavjel eða við arininn. Og strjúktu þá ekki lieldur. Ef þú fylgir liessum ráðum munu þjer endast silkisokkarnir þínir hálfu betur en áður. Fjórða hver kona, sem vinnur fyrir sjer utan heimilis er gift. BANDARÍKIN TELJA ÁSTANDIÐ ILT í Ameriku eru 8346796 konur, sem vinna fyrir sjer utan heimilis og af þeim eru 1920281 — fjórða hver kona — giftar. Þetta kemur einkennilega fyrir í landi, þar sem lconur eru i minni- liluta og eru í mjög miklum metum hjá karlmönnunum. Það hefir komið í ljós við nánari rannsókn, a'S mikill liluti þessara giftu kvenna eru neydd- ar til þess að vanrækja börn og lieimili, af því að menn þeirra eru önnum kafnir við " starf, sem er svo illa launað, að fjölskyldan getur eklti lilað á því, sem maðurinn vinnur inn. Frá 1890 hefir konum, sem vinna fyrir sjer utan heimilis fjölgað um 21 prósent, en innan hinna giftu í þeirra Iióp liefir talan hækkað um 100 prósent. Ófullnægjandi laun ungra eigin- manna er þó ekki eina ástæðan fyrir því að giftar konur leita atvinnu ut- an heimilisis; dýr húsaleiga og auk- in krafa fyrir lífsþægindum eiga mik- inn þátt í því. í Ameriku er þetta tal- ið illa farið, þar sem heimilislífið, er áður stóð völtum fótum, er nú víða komið að því að liverfa. Kvöld nokkurt kom kona cin til Lar- son læknis og liað læknirinn að koma með sjer í skyndi, því að eitt barn- anna liennar lægi mikið veikt í misl- ingum. En það er Larson yngri, sem hún hittir, og liann ltvartar undan því að pabbi sinn sje ekki heima. En þjer getið þó altaf komið í stað- inn fyrir hann, þjer eruð læknir. —Já — bara á leiðinni að verða það. Það gerir ekkert, segir konan. Það lilýtur að duga fyrir barn. Burt með hattana! í Bretlandi er risin upp alda gegn kvenhöttunum. Þó undarlegt sje, er það elcki fjelagsskapur eiginmanna sem berst gcgn kvenhöttunum. Það væri skiljanlegt, svo mjög sem hattar konunnar koma við pyngju eigin- mannsins. Maðurinn, sem tekur sjer fyrir liendur að afnema alla kven- hatta er listmálari á írlandi. Ilann Vandlátar húsfreyjur kaupa Hjartaás- smjörlíkið. Brasso fægilögur ber sem gull af eir af öörum fægilegi. heldur því fram, að það sje stór- hættulegt fyrir kvenfólkið að þekja höfuð sitt með loftheldum höttum. Afleiðingin hlýtur að verða sú, segir liann, að kvenfólkið fer að verða sköllótt eins og karlmenn. Þar að auki sjeu liattar kvenfólksins oftast nær svo ljótir, að þeir stórskemmi út- lit þeirra. Það fer engum sögum um það, hvern árangur greinar listmálarans hafa bor- ið. En tæplega er árangurinn mikill ennþá. SMÁKORN. Karlmenn fá ekki Skilið að konan skuli endilega vilja vera alt „leikrit- ið“ í æfi hans — bæði fyrsti, annar og þriðji þáttur auk lokaþáttar — í stað þess að vera aðeins milliþáttur. 000 Regnlilífin á að vera stutt og gild, með handfangi. 000 Bláu skórnir eru orðnir svo al- gengir, að líklegt þykir að þeir fari að ganga úr tislui aftur. Þýskur efnafræðingur kveðst hafa fundið aðferð til þess að gera gim- steina úr leir. Er sagt að þessir nýju Ieir-gimsteinar sjeu mjög fallegir og ómögulegt að þekkja þá frá elcta gim- steinum. Og liklegt er að þeir sjeu svo ódýrir, að ekta gimsteinar muni falla í verði.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.