Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1929, Qupperneq 13

Fálkinn - 03.08.1929, Qupperneq 13
F A L K I N N 13 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. HPHRiMN Reykjavík. Framköllun. Kopiering. Stækkanir Carl Ólafsson. £ N M A VINDLAR: Danska vindillinn PHÖNIX þekkja allir reykingamenn. Gleymið ekki Cervantes — Amistad — Perfeccion o. fl. vindlategundum. Hefir í heildsölu SIGURGEIR EINARSSON Reykjavík — Sími 205. *********** l/örur \/ið Vægu Verði. ********* ******* súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. er víðíesnasta blaðið. Cfaininn er besta heimilisblaðið. Notið þjer teikniblýantinn*’ „ÓÐINN“? Notið Chandler bílinn. a u r a gjaldmælisbif- reiðar á v a 11 til leigu hjá Ki stinn og Gunna Símar 847 og 1214. Ávalt fjölbreyttar birgðir af HÖNSKUM fyrirliggjandi. HANSKABÚÐIN. Maðurinn minn - SKÁLDSAGA EFTIR FLORENCE KILPATRICK. XIV. Næsta dag síðdegis, þegar Hemingway kom til Pridmore Gate, tók Jane frænka ein móti honum. — Virginia hefir verið svo lasin í allan dag, að jeg fjeklc hana til að fara í rúmið, svaraði hún spurningum hans um Virginiu, — og hún leið í ómegin rjett eftir að litla, óhemjulega ekkjan hafði verið hjer í heim- sókn. — En nú er hún skárri, svo þú getur vei farið inn og talað við hana. — Jeg held það sje best, að jeg ónáði hana ekki, svaraði hann fljótt. Hann var áhyggjufullur á svip. —- Heldurðu, að hún sje mikið veik, frænka? — Að mínu áliti hefir hún ofreynt sig á þessum bölvuðum ekkisins kvenrjettind- um, svaraði frænka. Það er leiðinlegt, að hún skuli ekki eiga mann, sem getur gætt hennar dálítið betur. Hemingway tók eftir því að frænka var alt annað en vingjarnleg i málrómnum. — Hvar hefir þú annars verið? hjelt gamla konan áfram. Jeg lamdi á dyrnar hjá þjer í morgun, svo það hefði átt að geta vakið upp dauða, en þú svaraðir ekki. — Jeg er hræddur um, að jeg sje tals- verð svefnpurka, svaraði hann einfeldnis- lega. Svefnpurka. Bull. Jeg hefi ástæðu til að halda, að þú hafir alls ekki verið í herberg- inu þínu i morgun, því jeg tók í hurðina og hún var aflæst. — Heldurðu kannske að jeg gangi í svefni um miðjan daginn? — Þetta er yfirleitt hálf undarlegt heim- ili, hjelt hún áfrain. — Maður skyldi halda, að þú værir hjer gestur en alls ekki hús- bóndi. Hemingway, sem varð hálf ruglaður er frænka álpaðist þannig beint á sannleikann í málinu, varð stórfeginn er Virginia kom inn í sama bili. Hann varð hræddur er hann sá hversu föl og þreytuleg hún var, og flýtti sjer að heilsa henni og spyrja um líðan hennar. — Sagði jeg þjer ekki, að þjer væri best að vera í rúminu það, sem eftir er dagsins? sagði frænka í ávítunarróm. — Jæja, jeg er skárri núna, fx-ænka; jeg heyrði, að Billy kom inn .... kom á fætur .... núna, og jeg ætlaði að spyrja hann um nokkuð. — Hefðirðu ekki eins getað talað við hann þó þú lægir í rúminu, spurði frænka. Þú hugsar aldrei neitt um sjálfa þig. Sjáðu um, að hún fari í rúmið aftur, William, bætti hún við, um leið og hún gekk út úr stofunni. — Nú er þetta bráðum á enda, sagði hún. Þegar hún sá hann svona rólegan, og að því er virtist í ágætis skapi, blossaði upp reiði hennar yfir sambandi hans við Joyce. — Segðu rnjer alt saman, sagði hann. — Það er ekki annað en að, þú ert bráð- um Iaus allra inála. Hún settist við skrif- borðið. — Joyce kom hingað fyrri partinn í dag og setti injer síðustu kosti, sem sje þá, að ef jeg væri ekki innan þriggja daga búin að segja Jane frænku frá öllu saman, skyldi hún sjálf taka að sjer að gera það. — Já, .... en .... hversvegna i ósköp- unum? stamaði hann forviða. Hún horfði á hann með eftirtekt, — Þú ættir sjálfur að þekkja ástæðuna manna best, þar senx þú ert með i ráðabrugginu. Þetta kom honum gjörsamlega á óvart og hann vissi ekki hvaðan á sig stæði veðrið. — Joyce segir að jeg verði að leysa þig frá skyldum þinum hjer, sökum þess að hún ætli sjálf að giftast þjer. Og jeg skal nátt- úrlega játa, að það er góð og gild ástæða. — Þótt hxin væri graf alvarleg er hxxn sagði þetta, gat hann ekki stilt sig um að hlæja. — Já, en hvaða bölvað rugl er þetta? Þetta hlýtur að vera sagt í gamni. — Það er það auðsjáanlega ekki, fyrst þú hefir gert Joyce að trúnaðarmanni þín- um. Hefir sagt henni, að þú hafir beðið mín og fengið hryggbrot...... — Ekki þarf það að þýða það, að jeg ætli að giftast Joyce, tók hann fram í og var orðinn næstum eins æstur og hún. — Nægir þjer ekki, ef jeg lofa þjer því að giftast aldrei? Hún svaraði hálfringluð: — Eklci bætir það úr skák hvað Joyce snertir, þvi bún er staðráðin í því að segja frænku frá öllu saman. Hún gat ekki stilt sig lengur. Henni til mikillar örvæntingar runnu tárin niður eftir kinnum hennar. Hemingway horfði á hana stundaxkorn djúpt hugsandi. Siðan gekk hann einbeittur og ákveðinn til Virginiu. — Vertu hughraust, sagði hann og leit með- aumkunaraugum á hana þar sem hún sat niðurlút, — til er enn ein leið — sú síðasta. Hún hristi höfuðið án þess að líta upp: — Jeg hefi hugsað um það fram og aftur en sje enga von um hjálp. — En það sje jeg. Hin ákveðna fasta rödd hans friðaði hana dálítið, og hún leit upp til hans gegn unx tárin. Andlit hans var hörku- legt og ákveðið, eins og hann ætlaði að grípa til einhverra örþrifaráða. Hann dró stól sinn að hennar stól. — Það ráð, senx jeg vil stinga upp á tek jeg á mínar herðar, sagði hann. — jeg get strokið frá þjer. — Það dugar ekki neitt, sagði hún. Fyrst frænka vill ekki einusinni samþykkja skilnað, þá .... — Samþykki frænltu þinnar er algjörlega ónauðsynlegt. Jeg strýk blátt áfram frá þjer — skil eftir brjef, þar sem jeg segi, að jeg ætli mjer aldrei að koma aftur. — Nei .... það geturðu ekki. Því ef þetta á að duga, verðurðu að fara burt fyrir fult og alt, annars hefir frænka hendur í hári þínu. — Alveg rjett. Jeg hefi athugað afleið- ingarnar, Virginia. Jeg fer. — Það er þó ekki ætlun þín að fara af landi burt? — Jú, einmitt. Sjerðu til: Um daginn vild- irðu ekki skilnað, af því þá nxyndi frænka þin gera þig arflausa. En ef jeg nú strýk frá þjer, getur hún ekki ásakað þig fyrir neitt. Þá kemst alt í sanxa lag og áður var, nema með þeim mismun, að nú heldur frænka, að þú sjert bundin þorpara, sem helst ætti að lóga. — Þetta lítur náttúrlega mjög liklega út. Hún fór í huga sínum að skoða afleið- ingarnar. — En hvað verður þá um sjálfan þig? Jeg veit, að þjer er það fjarri skapi að flytjast af landi burt. Og svo er staða þín við „Echo". — Auðvitað verð jeg að gefa hana frá

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.