Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1929, Qupperneq 14

Fálkinn - 03.08.1929, Qupperneq 14
14 F A L K I N N Líftryggið yður í stærsta Iíftryggingarfjelagi á Norðurlöndum: Stokkhólmi. Við árslok 1927 líflryggingar í gildi fyrir yfir kr. 658,500,000. Af ársarði 1927 fá hinir líftrygðu endurgreitt kr. 3,634,048,00, en hluthafar aðeins kr. 30,000 og fá aldrei meira. Aðalumboðsm. fyrir ísland: A. V. Tulinius, Sími 254. S T0RPED0 Ole UnverwGsHlchen mi> leichteif em Anschl«9 TORPEDO rAHnaaoEa/scHBt ismasch.nen WEILWERKE A.-G. tUAJitJUQTAM MAJN-OQOtUtElM Fullkomnustu ritvjelarnar fyrirliggjandi hjá Magnús Benjamínsson&.Co, Sfiáfi'áoemi nr. 13. Eftir Pospisil. Hvítt byrjar og mátar í 3. leik. Vinsamlegast getið „Fálkans", þegar þjer skrifið til þeirra sem auglýsa í honum. Gleraugnabúöin, Laugaveg 2, er ein- asta gleraugnaajerverslun á íslandi, þar sem eigandinn er sjerfræðingur. Þar verða gleraugu mátuð með nýtísku áhöld- um, nákvæmt og ókeypis. í' eð fullu trausti getið þjer snúið yður til elsta og þektasta sjerfræðingsins : LAUGAVEG 2. S*mi 2222. Komið og lítið á nýtísku hanskana í Hanskabúðinni. — Og þetta kallið þjer Caruso- plötu! Hann syngur sœnsku 1 — Já, en það er þýðing, alveg ágæt þýðing herra minn. Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. mjer, en hún er nú heldur ekki nema auka- atriði. — Nei, hún er áreiðanlega ekki auka- atriði í þínum augum, svaraði hún, — jeg veit hversu feginn þú varst að fá hana og hve mjög þú hlakkaðir til að byrja að vinna. Og ef til vill liggur þarna framtíð þín. Og svo er frændi þinn. — Það er engin ástæða til að gera sjer rellu út úr slíku, Virginia. Jeg hef þaul- hugsað þetta alt, og þetta er einasta lausn- in á málinu. Og það þó jeg kæri mig ekki um að uppmála fyrir mjer hugsanir frænku þinnar um mig. Því verri sem þær eru, þvi betra — i þessu tilfelli. — Og þetta alt ætlar þú að gera mín vegna. Virginia hafði vel tekið eftir von- brigðatóninum þegar hann mintist á að hætta við blaðið. Hugsunin um þessa ómet- anlegu fórn, sem hann færði henni, lamaði tungu hennar. Á einu vitfangi sá hún eigin- girni sína uppmálaða, og hún draup höfði af blygðun. Eftir augnabliks þögn sagði hún lágt: — Það kemur ekki til mála, að jeg þiggi slíka fórn. — Bull og vitleysa, nú sltulum við ekki fara að leika neinn sorgarleik, sagði hann hress í bragði, — jeg er orðinn svo vanur því að flækjast hjer og þar um heiminn. Og jeg hefi sjálfsagt miklu meiri möguleika al- staðar annarstaðar í heiminum en einmitt hjer í Englandi, þar sem atvinnuleysisdraug- urinn hangir yfir höfði manns. Og Joyce skal jeg tala við. Þú skalt sjá, að þetta kemst alt í himnalag. Þakklætistárin, komu fram i augu henn- ar. — Jeg samþykki ekki, að þú fórnir öllu þessu fyrir mig. Það væri rangt af mjer. Og svo, í öðru lagi, gæti frændi þinn gert þig arflausan. Hann ypti öxlum. — Jeg hef aldrei talið mjer aura gamla skröggsins, svo það er mjer óviðkomandi mál. Verði jeg nokkru sinni eigandi auðæfa, vil jeg hafa aflað mjer þeirra sjálfur. Virginia leit á hann með aðdáun. En hvað hann var djarflegur og karlmannlegur. Til- hugsunin um, að hann ætlaði að fara frá henni hrygði hana ósegjanlega, því hann var einmitt þannig maður, sem hún vildi eiga fyrir kunningja. Hversvegna gat slík vin- átta ekki verið til milli manns og konu. Hún var vakin af þessu móki af Wyngaíe, sem kom inn með stóran og fyrirferðamikinn kassa. — Hann var að koma rjett i þessu, frú, sagði hún. — á jeg að setja hann þarna. Þegar Wyngate hafði sótt hamar og nagl- hít, fór Virginia að taka upp úr kassanum, býsna forvitin. —• Nei, Billy, geturðu getið þjer til, hvað þetta er? Hvorki meira eða minna en grammófónn frá Donald frænda. Og hjer er spjald: „Til Virginiu og Billy með óskum um gleðilega framtíð". Hann kom til hennar. —- Aumingja kall- inn hann Donald frændi, sagði hann. Svo bætti hann við, utan við sig: — Fyrsta brúð- kaupsgjöfin okkar. — Já, sú fyrsta — og sú síðasta, svaraði hún og roðnaði feimnislega. — Þetta fer að verða skrítnara og skrítn- ara, sagði hann. Hjer stendur eitthvað hinu- rnegin. Við verðum víst að gera það, sem frændi leggur fyrir okkur. Dró síðan grammófóninn upp og setti hann í gang með plötunni á. — Þetta er þá „Home, Sweet Home“. Virginiu hnykti við og bætti síðan við í hálf- um hljóðum. — Það var einkennileg tilvilj- un. — Já, þetta eru gömul, þekt lög, svaraði hann vandræðalega. — Frændi þinn er ósvikinn Skoti, sagði hún, — viðkvæmur eins og kraklti. — Já, finst þjer það ekki? En þegar öllu er á botninni hvolft, þá er þetta gott lag fyrir þá, sem .... — .... sem hvað, Billy? — Sem lifa í útlegð, auðvitað. Hann stöðvaði garmmófóninn snögt. — Þótt Virginia sæi ekki örvæntingar- svipinn á andliti hans, á þessu augnabliki, gat hún sjer þess til, að hvað sem hann segði, væri það samt mikil fórn, sem hann færði henni. — Jeg vil ekki, að þú fórnir þjer fyrir mig, það næði engri átt, sagði hún. Jeg vil berjast baráttu minni til lykta. — Minstu ekki framar á það, Virginia, tók hann fram í. Þetta er afgert mál og þú hefir ekki meira um það að segja. Auk þess finn jeg mína gömlu útþrá og verð að hlýða kalli hennar. — Er þetta satt? Hann kinkaði kolli. —• Hreinn og heilagur sannleikur. Og er hann sá, að hún efaðist um orð hans, bætti hann við: — Geturðu ekki skilið, að ef þessi fyrirætlun verður ekki framkvæmd, er það sama sem, að þú verður að gefa frá þjer sljórnmálastarfsemi þína í þágu kvenrjettindanna, og þar með er þinn ferill á enda. Hann sá, að þessi röksemdafærsla hans hafði verið rjett. En hvað hún gat verið blind fyrir öllu nema þessu eina máli, sem hún ætlaði að leggja alla æfi sína i sölurnar fyrir. — Hvernig get jeg nógsamlega þakkað þjer? sagði hún og rjetti honum báðar hend- urnar. Hann tók eftir þvi, að augu hennar voru tárvot. Nú, þegar lausnin var í nánd, fann hún alls ekki til neins ljettis, en varð þess í stað sorgbitin. — Gengur nokkuð að þjer, Virginia? spurði hann, hissa á þessari sorg hennar. Hún ypti öxlum. — Þú getur þó varla vænst þess að sjá mig frá mjer numda af gleði? Alt i einu breyttist inálróinur hennar: — Billy, þarna kemur Donald frændi. Jeg .... þori ekki að líta framan í hann. —- O, bull. Hann er að koma til að kveðja. Hann fer í kvöld. Hemingway reyndi að hugga Virginiu. — Nú, nú, — er brúðkaupsgjöfin mín koinin? spurði Donald eftir að hafa heilsað þeim með miklum hávaða, — betra er seint en aldrei.....er það ekki? En svo er jeg hjerna ineð dálítið annað handa ykkur, sem jeg vona, að sje skárra en einn glymskratti. Já, Billy litli, þú ert einasti ættinginn minn, og giftir þig víst ekki nema einu sinni — það vona jeg, að minsta kosti .... svo jeg vil halda það hátíðlegt á viðeigandi hátt. Hann kafaði niður í vasa sinn og kom upp aftur með leðurhylki. Þetta er handa þjer, góða mín, sagði hann og rjetti það að Vir- giníu, — og þetta handa þjer, Billy. Hann rjetti innsiglað umslag að Hemingway og bætti við. Jeg vona, að þetta sje þarfari hlut- ur, sem þú færð drengur minn. Virginia opn- aði hylkið kvíðin. Það var fóðrað með hvítu atlaski og í því lá afarvönduð perlufesti. Þeg- ar hún sá þessa dýru gjöf og hugsaði um ör- Iæti gamla mannsins vingjarnlega, sem ann- ars var alt af að fárast um smáútgjöld, fannst henni sem verið væri að safna glóð- um elds að höfði sjer. — Jæja, hvað segir litla stúlkan svo .. . . ? Gamli maðurinn naut í rikulegum mæli gleði hins hófsama yfir því að leyfa sjer að gefa stóra gjöf. En hann varð fyrst frá sjer num- inn, er Virginia lagði höfuðið upp að öxl hans og hvíslaði: — Frændi, þú ert alt of vænn við mig. Þetta dugar ekki — jeg get ekki tekið við þessu. — Sona, sona, telpa mín. Mjer þykir gainan að geta gefið þjer eitthvað, sem þjer þykir varið í, sagði hann og klappaði henni á öxlina. Settu upp hálsfestina og láttu okk- ur sjá hvernig þjer fer hún. Virginia tók festina upp úr öskjunni og setti hana um háls sjer. Hún var niðurlút

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.