Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1929, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.09.1929, Blaðsíða 14
14 FÍLKINN SRáR'éœmi nr. 21. Eflir Guðm. Bergsson. Hvítt byrjar og mátar í 3. leik. Zinkhvíta . . 1,30 — Fernisolía . . 1,25 — Alskonar þurrir litir, Þurkefni, Löguð málning, Penslar allskonar. Alt gæða vörur. Sigorður Kjartanssou, Laugaveg 20 B. VERSLUNIN NORÐURLAND (B]ORN BJORNSSON frá HÚLA) AKUREYRI Sími: 188. Dox: 42 Símn.: Bangsi. ZeÍSS Ikon: myndavjelar. ... rilmur. Ljósmyndapappír, margar teg. Miklar birgðir, lágt verð. Kopíering og framköllun, fljót afgreiðsla, góð vinna. Kvensokkar í miklu úrvali í Hanskabúðinni. joooaoaoacnsoooaa Verslið | Edinborg. ooooooooooooooooooooooooö Vinsamlegast getið „Fálkans”, þegar þjer skrifið til þeirra sem auglýsa f honum. Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. En hann fekk brátt annað að hugsa, er Skrsekur, sem hafði komið auga a innihald öskjunnar, þaut upp og greip um hönd vel- gjörðamanns síns er hann snerti á öskjunni. Hann öskraði upp: — í guðs nafni, herra minn, snertið ekki þessar perlur, því þá far- ið þjer sömu leiðina og náunginn, sem hneig niður dauður í Múrbrotaklúbbnum. Jeg veit. IV. KAPÍTULI. Valentroyd, sem var bæði hissa og skelfd- ur við orð Skræks, starði á perluna, sem honum virtist nú líta óheillavænlega út, þrátt fyrir fegurð sína, og siðan starði hann á manninn, sem skalf eins og hrísla. — Hvað í ósköpunum ertu að fara, ViIIi? Hugh var hálf-skelfdur er hann sá æsingu og skjálfta skjólstæðings sins. Hann gekk yfir stofuna og náði í konjak, sem hann helti of- an i Villa, og sá sjer til hughreystingar, að litur kom í kinnar hans. Eftir langt hósta- kast, svaraði Skrækur: — Guð minh góður, herra minn, þetta er eitt af leyndarmálun- um, sem jeg má ekki opinbera yður, jafnvel þótt jeg væri þeim kunnugur, og jeg veit fremur lítið um það. Jeg veit ekki annað en það, að sá, sem fær slíka perlur i slifsnælu getur verið viss um, að það er úti um hann — en heyrið þjer, herra minn, livað er eig- inlega meint með þessum seðli? Hugh rjetti honum seðilinn, án þess að segja orð, og Skrækur athugaði hann í nokkrar mínútur. Alt í einu sneri hann sjer að Valentroyd, eins og hann vissi hvorki upp nje niður og sagði: — Hvað þýðir fyrri hlutinn? Sá seinni er viðvörun gegn [>erl- unni. — Jeg veit ekki fyrir víst, svaraði Hugh. Jeg skildi hann þannig, að perlan myndi greiða allan kostnað við þá greiða, scm jeg kynni að gera öðrum. Jeg lagði þann skiln- ing i það, vegna þess, að jeg hjelt, að seðill- inn kæmi frá bláu stúlkunni, og henni gerði jeg einu sinni óverulegan greiða. — Jeg held alls ekki, að þetta sje frá bláu stúlkunni, svaraði hinn, — en við sluil- um fljótlega komast að því. Hvað segið þjer um að fara í einhverja gainla garma, þá skyldi jeg fara með yður beint til hennar. Jeg er orðinn hundleiður á að hjálpa þjóni herramanns -— James gamli lítur á mig nið- ur eftir sínu langa nefi og lætur mig sjá sig telja silfurmunina tvisvar, hvert sinn, sem jeg lít á þá. Jeg æski einskis fremur, svaraði Hugh. — Segðu mjer aðeins í hvað jeg ij að fara og hvert við förum. Skrækur leit yfir klæðnað velgjörðamanns síns, og síðan lagði Hugh af stað til ævin- týris síns, íklæddur elstu fötunum, sem hann átti til, með gamla húfu á höfði, trefil um hálsinn, og í fylgd með Skræk, sem leit alt annað en höfðinglega út. Þeir fóru fyrst með neðanjarðarbrautinni, síðan með sporvagni til Poplar. Þeir gengu gegn um hverja hlið- argötuna eftir aðra með leiðsögn Skræks, þangað til þeir staðnæmdust fyrir framan kínverskt tehús, sem var eign manns ineð því fagra nafni Chock Lu. Skrækur athug- aði vandlega bók, sem rituð var kínversku letri, og leit út fyrir að vera matseðill, en hann virtist verða einhvers visari af bókinni, þ.ví hann sagði við Hugh: — Komið þjer hjer, herra minn, — alt i lagi. Síðan geltk hann inn og Hugh á eftir. Enginn af hinni mislitu samkundu virtist taka eftir Valentroyd og Skræk, er þeir komu inn. Og samkundan var mislit. Þar voru Kínverjar'og fantar af öllum tegundum og þjóðum, sumir töluðu saman, en aðrir spiluðu fjárhættuspil, en allir höfðu ein- hverskonar drykki fyrir framan sig. Samt var enginn sá viðstaddur, sem ekki hafði tekið eftir öllum smáatriðum viðvíkjandi Hugh og Villa, svo sem fótatak þeirra og lit augna þeirra, höfuðlag og önnur ein- kenni, sem ekki er hægt að dylja með neins- konar dularbúningi. Villi gekk gegn um mannþröngina og inn í talsímaklefa og Hugh á hælum hans. Hann opnaði dyrnar og benti Valentroyd að koma á eftir sjer, gekk svo inn, lokaði dyrunum á eftir þeim, tók niður heyrnartól, sem ekk- ert virtist öðruvísi en önnur slík, eii sneri á sama augnahliki handfangi hinuinegin í klef- anuin. Hugh varð dálítið liissa, en hjelt þó, að þetta væri einhverskonar gainaldags tal- sími. — Er alt i lagi? öskraði Villi og virt- ist ánægður með svarið, því hann kinkaði kolli og hrosti, setti heyrnartólið á sinn stað og tók í handlegg Valentroyds. í sama vett- vangi seig gólfið i klefanuin, og um lcið og Hugh var að ná sjer eftir undrunina, slöðv- aðist það við grindur, sem voru opnaðar af þjóni í einkennisbúningi, og er Hugh kom út í gegn um grindurnar, varð fyrir honum einkennileg sjón. Fyrir honuin varð salur, mjög skrautlegur, með lömpum er báru daufa birtu. Roulettuborð voru víða á dreif, og menn sátu kring um þau öll. Þar voru einnig aðrir, er spiluðu ýmisleg kinversk spil, og voru það skiljanlega aðallega Kin- verjar. Annars voru þarna allar hugsanleg- ar þjóðir samankomnar, Englendingar, Þjóð- verjar, Ameríkumenn og aðrir, en á legubekk úti við vegginn sat hláa stúlkan og las í bók og borðaði súkkulaði. Ef Hugh hefði búist við að sjá hana hrædda, hrygga og sárþjáða, hefði honum skjátlast hrapallega, því stúlkan var róleg, eins og ekkert væri. Hann gekk til hennar og gleymdi alveg Villa Skræk, og, ef satt skal segja, öllu nema stúlkunni sjálfri. Þegar hann kom til hennar, hrökk hún dálítið við, og áður en hún ávarpaði hann leit hún ó- rólega í kring um sig í herberginu. En hún varð auðsjáanlega róleg aftur og ávarpaði hann: — Hvað í ósköpunum eruð þjer eiginlega að gera hjer? — Jeg kom til að hitta yður, sagði Hugh, og settist niður hjá henni, er hún hafði hent honum til sætis. —■ Hvernig funduð þjer mig, og hvernig rötuðuð þjer hingað? — Það yrði löng saga að segja frá því, svaraði hann, og jeg veit ekki hvort það væri rjett af mjer að segja nokkrum frá því, jafnvel yður. — Guð minn góður, þjer eruð þó ekki með annan leynilögreglumann með yður í dag? Jeg vona innilega, hans vegna, að svo sje ekki. Stúlkaii var auðsjáanlega orðin hrædd, því óttinn skein út úr augum hennar. Hugb flýlti sjer að hughreysta hana hvað þetta atriði snerti. Nei, sagði hann. — Sannleikur- inn er sá, að það var bara almúgamaður, sem jeg þekki, en hefi mikið gagn af að þekkja, þar sem hann hefir vísað mjer á yð- ur — hann hefir eldspýtnasölu fyrir at- vinnu. Hann brosti hálf vandræðaléga Stúlkan svaraði strax: — Það er víst ekki meining yðar, að Villi Skrækur hafi vísað yður leið hingað? Hvernig getið þjer sett hann í sam- band við ferðalag mitt? spurði Hugh, en stúlkan æpti: — Blessaðir, hlífið mjer við Öllum vífi- lengjum — jeg veit — við vitum öll, að þjer tókuð Villa á heimili yðar, eu engan hafði grunað, að hann myndi reynast oklair svona. Eftir stutta þögn bætti hún við: Jeg vissi altaf, að þessi maður var hugaður. Hugh Valentroyd, sem hafði ákafa löng- un til að komast að leyndarmáli stúlkunn- ar, gat nú ekki hiðið lengur. Hann sagði því hlátt áfram: — Jeg veit, að þjer húið yfir einhverju leyndarmáli. Jeg vil hjálpa yður. Segið mjer frá öllu saman. Hægan, hægan, sagði stúlkan. Þjer verðið að hvísla, en ekki æpa. Jeg er full- vel fær um að hjálpa mjer sjálf, og jeg vildi óska, að jeg gæti sagt það sama uni yður. Síðuslu orðin voru sögð þannig, að Hugh sá, að þrátt fyrir það þótt stúlkan væri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.