Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1929, Page 5

Fálkinn - 14.12.1929, Page 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. Matth. 7, 11—17. DauSinn er óttaefni flestra vor mannanna. Vjer hræðumst hann og teljum hann óvin vorn, vjer viljum reyna að flýja hann þang- að til í síðustu lög og hugsum með skelfingu til þess að deyja. Og þó vitum við öll, að dauðinn er einn sjálfsagðasti hluturinn í tilveru allra manna, og að eng- inn getur umflúið dauðann, hversu .máttugur, sem hann er. Dauðinn getur horið að höndum þegar minst var, stundum lætur hann að vísu langa og erfiða sjúkdóma gera boð á undan sjer, en stundum heggur hann þar sem síst var húist við, og ungur maður, sem er alhraustur í dag, er liðið lík á morgun. En er ekki óttinn við dauðann sprottinn af fullkomnum mis- skilningi á því, hvað líf og dauði er? Hvað er dauðinn? Er hann aðeins það, að þetta sem við köllum líf, staðnæmist? Er hann ekki annað miklu meira, sem sje það, að hann sje breýting á lif- inu sjálfu — þröskuldur, sem stigið er yfir, úr einni tilveru og yfir í aðra betri og fullkomn- ari. — Ekkert er eðlilegra, en að þeim inönnum þyki dauðinn ægilegur,' sem tamið hafa sjer þá lífsskoð- un, að hann sje endimark alls lífs, að sá sem deyr sje máður úr tilverunni og ekkert verði eftir af honum nema moldin i Iíkkist- unni. Maðurinn á bágt með að sætta sig við þau örlög og ])að er eðlilegt. En ])eir menn, sem trúa því, að annað líf sje til eftir þetta hafa eigi neina ástæðu til að líta dauðann sömu augum og hinir fyrnefndu. Jafnskjótt og trúin hefir geiið manninum sanni'ær- ing um ,að annað líf og betra komi eftir þetta, þá horfir dauð- inn alt öðru vísi við. Hann er þá orðinn áfangastaður milli tveggja heima, jarðheimsins, sem bæði hefir meðlæti og mótlæti að bjóða, og eilífðarheimkynnanna, þar sem oss er fyrir búin sælu- vist. — En þetta viðhorf gagn- vart dauðanum öðlast aðeins sá, sem hlotið hefir lifandi trú á Jesús Krist og endurlausnarverk hans, er hann fórnaði sjálfum sjer á krossinum til þess að opna oss aðgang að sæluvistinni ann- ars heims. Hvað veldur því, að svo marg- ir, sem skírðir eru til kristninn- ar trúar og hlotið hafa fræðslu um í kristindómi, skelfast eigi að síður dauðann og telja hann óvin sinn. Er það eigi það, að trú þeirra er eigi nógu heit og lif- andi, sannfæringin ekki nógu sterk um það, að frelsarinn hafi endurleyst mannkynið lil eilífs lífs og skilningurinn eigi nógu skýr á því, sem biður okkar hinu megin grafarinnar. Er það ekki af þvi, að vjer látum dæg- urþras og jarðneskar áhyggjur hyrgja oss sýn út yfir gröfina. Tökum oss til fyrirmyndar sálmaskáldið hrjáða, sem óttað- ist ei afl dauðans en sagði: ... í Kristí krafti eg segi, kom ])ú sœll, þegar þú vilt. Þar var trúin heit og óbifan- leg og svo ætti hún að vera hjá öllum kristnum mönnum. Því broddur dauðans er ekki lengur til. Dauðinn er aðeins inngangur til betra líl's. Bókmentasamkepni. tiversvegna lesa Norðurlandabúar ]ack London? (Martins Forlag í Kaupmannahöfn efndi til samkepni um bcstu ritgerð- ina um, hvcrsvegna Norðurlandabúar læsi rit Jack Londons meira en aðrar þjóðir. Um tvö liundruð svör komu og voru danska rithöfundinum Peter Tulein dæmd aðalverðlaunin, en auka- verðlaunin fekk Olafur Friðriksson hlaðamaður. Fer hjer á eftir rifcgerð Ólafs, en hitl svarið verður l)irt við fyrstu lientugleika). Hver sá er skáldsögur les, gerir ó- sjálfrátt tvær kröfur til höfundarins: Að rás viðhurðanna i sögunni sje ör, og að hún sje sennileg, bæði söguefnið og gerðir söguhetjanna. Aðalkrafa víðsýns lesanda er að sagan sje sennileg, en krafa frumstæða mannsins er að hún sje sem viðburða- ríkust; hann álítur hvort eð er alla frásöguna heilagan sannleika. f Egypta- landi eru Nick Carter-sögurnar álitnar vera sannar frásagnir, og cru þær sem stendur uppáhaldsbókmentir al- mennings þar. En þegar þeir góðu Egyptalandsmenn fá að vita hvernig i öllu liggur, þá eru dagar Niclc Carters taldir við ána NH. Það mun fara þar eins og þegar danski norðurfarinn sagði tveim Skrælingjum, fylgdarmönn- um sinum, að sagan sem hann var að segja þeim, og þeir höfðu hlustað á með áfergju, væri tómur uppspuni — þeir vildu ekki heyra orð framar. Margir úrvals rithöfundar, sem þekkja ágætlega og lýsa snildarlega tilfinningum, hugsunum og gerðum mannnnna, lýsa barnalega og lilægi- lega hvernig báti er róið ylir fjörð, eða livernig klifrað er niður klett, án þess margur lesandi (eða jafnvel rit- dómari) sem ekki þekkir hátaferðir nema af hókum, hafi annað eða meira við það að athuga, en Grænlending- arnir höfðu, þegar þrjú sópslcöft voru látin tákna laufskóg, við leiksýningu, i landi þeirra. Af þessu má sjá, að það eru til „bókmenta“klettar, „bók- menta“bátaferðir, varðeldar o. s. frv. og er þetta alt ólikt því, sem það raunverulega er, en gengur sifelt aftur hjá rithöfundum, á sama hátt og „bókmenta“strúturinn (þekkist á því að liann stingur hausnum niður í sandinn) stöðugt heldur áfram að sýna sig, síðan Gaius Plinius Secundus fyrir tvö þúsund árum innleiddi hann i bókmentirnar. En náttúrufræðingur- inn, sem þekkir hinn raunverulega strút, verður öskuvondur þegar hann rekst á strút Pliniusar. A sama liátt er farið hinum raun- sæja æskulýð vorra tíma á Norður- löndum, scm alist liefir upp við úti- ferðir, þegar hann reltst á „bók- menta“hátaferðirnar eða klettana. Hann þekkir þetta úr raunverulega lifinu og lætur sjer ekki nægja sóp- sköft fyrir beykiskóg. Unga fólkið liafnar af þessum orsökum mörgum liöfundum, þótt bæði sjeu sálfræðing- ar og ritsnillingar. En hjá Jack London! Þar finnur lcsandinn altaf að söguhetjan fer nið- ur raunverulegan klett, þó hann liafi máske aldrei verið til nema í huga höfundarins, meðan hann var að lýsa livernig klifað var niður. Með tilliti til kröfunnar um að at- burðarásin sje ör, þá verður Jack London mjög vel við henni. Veldur þvi ógnar-straumur hugmj’nda hans, sem cr það að þakka, að hann freist- ast aldrei til þess að nota nema bestu hugmyndir sinar, gagnstætt þvi sem vill verða um aðra rithöfunda, er láta oft leiðast til þess, af því uppsprettu- lind hugmynda þeirra rennur ekki eins ríkulega. Hið mikla raunsæi, og liin ágætlega skýra frásögn lians, verða einnig mjög þess valdandi, að sagan gengur örar, svo að lítilfjörlegt atvik, t. d. að maður vaknar, verður sögu- legur viðburður. Hið sama raunsæi veldur því, að hann lætur aldrei stóru atburðina koma svo þjett, að þeir þreyti lesandann — sumir höfundar er fylgja þeirri stefnu i skáldsagna- gerð er Jack London hefir myndað, láta stundum leiðast til þess, Með hærra menningarstigi krefst les- andinn sannari frásagnar, þess vegna fellur Jack London Norður-Evrópubú- um betur í geð en öðrum. Aðalorsökin til vinsælda hans á Norðurlöndum er ]>ó að finna i hinu sífelda lofi, cr hann syngur hugrekkinu, viljaþrekinu, lik- amsaflinu og hinu erfiða lífi undir beru lofti, en einmitt í þessu lýsir sjer liin norræna atbafna-lifsskoðun — kölluð andi vikingaaldarinnar, þó langtum eldri sje — sem er enn undirstöðuatriði i hugsanaferli al- mennings alstaðar á Norðurlöndum — lifsskoðun sem í insta eðli sinu er gerólík örlagatrú Suðurlandabúans, sem á rót sína að rekja til mörg þús- und ára harðstjórnar, og hitans, sem gerir alla áreynslu að þjáningu. Norðurlandabúinn skilur sjálfan sig betur þegar hann les rit Jack Lon- dons, þess_ vegna mun lestur bóka hans ennþá aukast afskaplega. Ár eftir ár mun vorið koma með reglubundinni venju: danska sljetl- lendið mun grænlta, ísinn leysa á elf- unum sænsku, lóan syngja við finsku fjallavötnin, mjórendu færeysku fiski- bátarnir leggja frá landi, björkin laufgast í norsku hliðunum, og svan- urinn svífa syngjandi til hinna blá- móðgu islensku fjall-heiða, en í hvert skifti sem vorblóm Norðurlanda springa út á ný, mun stöðugt stærri hluti unga fólksins leita út i viðátt- una, og þar sem Jack London er, fá fullnægt hinni eðlilegu þörf sinni til hetjudýrkunár. Ólafur Friðrilcsson. GIFTUR 62 SINNITM Hinrik áttundi Englakonungur er einn af frægustu kvennabósum sög- unnar. Hann kvæntist sex sinnum. En nú á timum er þctta ekki nema smá- ræði, að minsta kosti ef hann er bor- inn saman við Morris Bankin, Ame- rikumann, sem á heima í smáþorpi rjett hjá Varsjá. Hann var nýlcga tek- inn fastur — meira að segja fyrir altarinu þar sem hann stóð og var að vinna 62. konunni sinni hjúskaparheit. Morris Bankin giftist eltki altaf af ást, eins og nærri ntá geta. Hann liafði það fyrir atvinnu. Hann hafði upp- götvað, að þarna kringum Varsjá var fjöldi ungra stúlkna, sem höfðu trú- lofast Pólverjum er flutt liöfðu úr landi til Ameríku. Áttu þær að koma á eftir þegar unnustarnir væra búnir að koma sjer fyrir þar vestra. En nú eru innflyt jendalögin orðin ströng i Bandaríkjunum, stúlkurnar fengu ekki leyfi til að flytjast vestur, nema þær unt ákveðna fjárupphæð. ()g þær ginu þær aðeins orðið með því að giftast Amerikumanni. Þetta freistaði Banl;- ins. Hann fór til stúlkanna hverrar af annari og bauðst til jtess að giftast þeim, gegn því að þær borguðu hon- um ákveðna fjárupphæð. Og þær gripu við þessu. Á sköinmum tima hafði hann gert 61 stúlku hamingjusama á þennan hátt. Undir eins og brúðkaup- ið var um garð gengiö, var stúlkan orðin ameríkanskur borgari og gat flutt vestur — til unuustans síns. En hvernig lionum hefir tekist að liafa altaf „pappirana i lagi“ undir hverja giftingu, skal ósagt látið. Annars kom lögreglan lil skjalanna á versta tíma. Þvi þau liöfðu einmitt orðið ástfangin hvort af öðru, Bankin og sú sextugasta og önnur, og höfðu ætlað að eigast i alvöru. PELIKAN-LINDARPENNINN Hið heimsþekta firma, Gunther Wagner, Hannover, hefur nú byrjað að smíða lindarpenna af nýrri gerð og hefur penninn hlotið nafnið „Pelikan“. Firmað liefur í kyrþey lcngi unnið að því að framleiða betri lindarpenna en áður þekklust og þegar tilraunapenn- arnir voru fullgerðir og ekkert hægt lengur að þeim að finna voru 200 þeirra sendir viðsvegar um heiin til notkunnr og álits. Fyrst, þegar lof- samleg ummæli þeirra sem höfðu notað pennana voru fengin og full- komlega var sjeð að þeir stæðust reynsluna, var byrjað að framleiða þá i stórum stil. Þetta var í ágústmánuði i sumar sem leið og var álit Pelikan-Lindar- pennans þá þcgar orðið svo mikið að keppinautarnir voru komnir með eft- irlíkingar af honum markaðinn, eu þar eð Pelikan-Lindarpenninn allur, svo og einstakir lilutar lians vcru lög- verndaðir, varð tilbúningur og sala á eftirlikingum þessum stöðvuð. Slíkt er algert einsdæmi að vara sje eftirlikt, áður en hún svo að segja er liomin á markaðinn og er það ef til vill einna ljósasta sönnunin fyrir því hve geysi- lega Pelikan lindarpenninn stendur öðrum pennum framar. í ágústmánuði var svo byrjað með framleiðslu sem nam 200 lindarpenn- um á dag, en strax i september var framleiðslan komin upp i 400 penna á dag án þess þó að geta fullnægt pöntunum þeim sem að streymdu. I októlierlok var ný deild af verksmiðj- unni fullgerð sem eingöngu vinnur að framleiðslu Pelikan-Lindarpennans og getur afgreitt 1000 þeirra á dag. Það sem einkum er sjerstætt við Pelikan-Lindarpennann er það, að hægt skuli vera að framleiða penna sem stendur fyllilega á sporði vönduðustu og dýrustu áðurþelstum pennum fyrir alt að helmingi lægra verð. En slíkt kemur til af því að við smiði Pelikan eru notaðar vjelar sein vinna algerlega sjálfkrafa (automatiskt), þ. e. efninu er stilt inn i vjelarnar og skila þær svo liverjum hlut fullunnum og altil- búnum til að setjast saman i lindar- penna. En til þess að liægt sje að nota slik- ar vjelar sem skila hverjum hluta fyr- ir sig svo nákvæmlega fullunnum að tæpast munar liugsanlegu broti úr millimeter og því hægt að setja hlut- ana sninan í lindarpenna sem þegar i stað er algerlega loft- og vatns- þjettur þá verður að nota þau allra vönduðustu efni sein tækni nútimans liefur fundið, því að úr grófu efni gætu vjelarnar aldrei skilað svo ná- kvæmum hlut. Inserat.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.