Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 25.01.1930, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Heimkoman. Hann brosti í kampinn þegar bann leit ofan í leynihólfið í skattholinu: — Jeg liefi ekkert samviskubit af þessu, muldraði bann. Það er mátulegt á hana, gömlu nornina. En fingur lians titruðu þó, er hann tók upp brjefaböggul og nokkra skartgripi. Hann kiptist við alt í einu, því honum heyrð- ist þrusk fyrir framan, en reyndi að telja sjer trú um, að þetta væri aðeins ímyndun og að það væru veiklaðar taugar hans, sem væru að leika á liann. Hann lijelt áfram að leita í hólfinu, þangað til að hann fann fyrir sjer lítinn böggul, vafinn í silkipappír. Hann opnaði böggulinn — og út úr umbúðunum valt gullfesti. Honum brá við. Ilann lyfti keðjunni í hendi sinni og skoð- aði bana. Hann þekti hana svo vel. Fyrir sjö árum liafði liann borið þessa festi. Hversvegna bafði Letbu gamla frænka hans geymt hana? Skyldi hún.... Áður en hann hafði hugsað setninguna á enda lieyrði bann rödd segja: — Upp með hendurnar, þrjót- ur! Röddin var hörð og skipandi og Clive hrökk ósjálfrátt undan, er honum varð litið út í dyrnar og sá þar ungan mann og vask- legan, með skammbyssu í hend- inni. Máðurinn kom innistofuna og miðaði byssunni á Clive Shen- ton, sem stóð grafkyr og var að brjóta heilann um, hvort það mundi borga sig að flýja. Nú heyrðist aftur fótatak fyr- ir utan og inn um dyrnar kom ung kona hvítklædd. Hún þreif- aði sig áfram eins og blindur maður. Marion! —- Hann fann hvernig blóðið steig honum til höfuðs, þó ekki væri hann alveg viss urii, bvort hann þekli konuna rjett. Ef það var hún, j)á hafði hún vissulega breyst mikið síðan fyr- ir sjö árum. Áköf geðshræring gagntók hann allan. — Þjer höfðuð alveg rjett fyr- ir yður, frú Shenton, mælti ungi maðurinn. Þarna stóð Clive Slienton titrandi og beið J)ess í örvæntingu, livort konan bans mundi þekkja bann aftur. Yfir andliti konunnar hvíldi meiri ró og angurblíða, en Clive hafði nokkurntíma áður sjeð. Augu hennar voru jafn ljóm- andi fögur eins og áður. Hann gat ekki haft augun af henni, þarna sem hún stóð, fög- Ur og heillandi. Hann steig nokk- ur spor áfram en tók sig á og flýtti sjer aftur til baka. Nú slcyldi hann alt í einu hvernig ölu var varið. Mai-ion var blind! Það var hræðilegt — ótrúlegt. Hvað skyldi þetta liafa verið svona lengi ? Hann vildi ekki trúa, að þessi augu, sem höfðu elt han með ásökunum sínum i öll þessi ár, væri ósjáandi og mundu aldrei framar líta dagsins ljós. Maðurinn með skammbyss- una tók nú til máls. — Það var svei mjer gott, að þjer kölluðuð á mig, frú Shen- ton, því þjófurinn hefir víst þeg- ar komið talsverðu af þýfinu ofan í vasa sína. Það er best að þjer hringið til lögreglunnar undir eins. — Er nokkur þörf á því, lierra Craig? spurði hún. — Það er sjálfsagt. Hún snjeri sjer að Shenton og sagði: — Hver eruð þjer? Hvers- vegna eruð þjer að stela hjer? Orðin voru komin fram á var- irnar á Shenton, en þá datt hon- um í hug, að eitt einasta orð mundi nægja til jæss, að hún þekli málróminn. Hafði hann ekki bakað henni nógu miklar ra raunir og þjáningar? Fyrir sjö árum hafði hann strokið frá henni — og nú var hann kom- inn aftur sem innbrotsþjófur! Ef til vill hjelt hún, að hann væri dauður, og að hún mundi aldrei heyra neitt frá lionum framar. Hafði hún ekki nógar sorgir að bera og var það ekki liamingja, að hún skyldi vera blind, svo að hún losnaði við, að sjá manninn, sem hún elsk- aði, sem fyrirlitlégan l)jóf. Yarir hans skulfu. Lögreglan mátti gjarnan taka liann. Hann ætlaði að ljúga til nafns, til þess að forða henni frá nýrri smán. Hafið þjer ekkert að segja yður til málsbóta? spurði hún enn. í röddinni var enginn kuldi beldur þvert á móti samúð. — Verið þjer ekki að þessari flónsku, frú Slienton, mælti Craig. Maðurinn er staðinn að verknaðinum. Jeg er viss um, að hann hefir sjeð svartholið fyr. Það er best að þjer liringið til lögreglunnar undir eins. —- Það get jeg ekki, svaraði liún. Tilviljunin hefir máske gert hann að þjóf. -— Vitleysa! Craig fór að verða óþolinmóður. — Er hann fátæklega til fara? spurði frúin. — Ojæja. Fötin hans eru snjáð, en ræfilslegur er liann ekki. — Gerið þjer svo vel að lýsa honum fyrir mjer. — Hann er svona eins og fólk er flest, svaraði Craig og varð enn óþolinmóðari. — Er andlitið á lionum góð- mannlegt eða þorparalegt ? — Hann er svona eins og inn- brotsþjófar gerast, svaraði Craig og var nú orðinn ergilegur. Hvernig eru augun? — Blá. Sbenton varð erfitt um andar- dráttinn. Ef Craig hefði sagt „mjög blá, óvenjulega blá“, mundi Marion kanske liafa skil- ið, að það var hann. Alt i einu heyrðist hin blíða rödd hennar á ný. — Herra Craig! Jeg vil að þjer látið hann fara. — Heyrið þjer, frú Slienton. Þetta er blátt áfram hlægilegt. — Mig gildir einu þó yður finnist það. En jeg vil eklci verða til j)ess, að maðurinn lendi í ó- láni. Jeg lít öðruin augum á þetta en þjer, hr. Craig. Munið það. Jeg hefi sjeð svo mikla ó- gæfu, að jeg efast um .... Og liún sneri sjer aftur að Shenton. — Æ, hversvegna segið þjer ckki neitt? Hafið þjer ekkert að segja, yður til varnar? Eigið þjer konu og börn? Biturt bros kom fram á varir Slientons. Hann svaraði ekki einu orði, en tár rann niður kinn hans. — Hr. Craig, mælti Marion alt í einu. — Gerið þjer svo vel að- ganga út sem snöggvast. — En .... Craig fór enn að reyna að telja henni hughvarf. — Það verður að vera eins og jeg segi, mælti hún ákveðin. — Farið þjer út dálitla stund, þang- að lil jeg kalla á yður. Craig fór út og Marion færði sig Jiær manninum sínum. — Nú getið þjer farið, sagði hún. — Einu sinni var maður, sem jcg unni heitt. Hann fjekk ekki færi til að bjarga sjer .... Orðin köfnuðu í gráti. — Flýtið þjer yður nú! Farið j)jer út um gluggann; jeg skal lialda áfram að tala, svo að Craig haldi að þjer sjeuð ennþá í stof- unni. Hann varð að lála að vilja hennar. Eitt augnablik starði hann á konuna sína og nú greip sterk j)rá hann — hann langaði til að kalla upp nafn hennar og vefja hana örmum, eins og forð- um. Hann hnýtti hendinni um gullfestina. Honum var ómögu- legt að taka liana með sjer. Fjann skildi vel, að konan lians liafði sjálf tekið hana og geymt hana til endurminningar um hann. Og hann lagði hana á borðið. Hún hrökk við. — Hvað var þetta? Hann leit á konuna að skilnaði og gekk liljótt út að glugganum. Marion þreifaði sig áfram að borðinu, og leitaði að því sem lá þar. Hann reyndi að opna gluggann, sem skjótasl hann gat. — Clive! kallaði hún liátt og skerandi. Hann hrökk við, er hann hevrði hrópið og ætlaði að fleygja sjer út um gluggann, en sá j)á að Craig stóð á grasflöt- inni fyrir neðan og var enn með hyssuna i liendinni. Hann hörf- aði frá glugganum. — Clive! kallaði hún aftur. Röddin kafnaði af ekka. — Jeg veit að J)ú ert hjerna. Þögn J)ín og gullfestin hafa sagt mjer J)að. — Já, jeg er Clive. Röddin var óstyrk og lýsti ákafri geðshrær- ingu. — Þú veist hvert erindi mitt var liingað, en mjer datt ekki í bug, að J)ú værir hjer. Fyrir nokkrum vikum kom jeg heim aftur frá Suður-Ameríku, án þess að eiga eyrisvirði og mjer hefir reynst ómögulegt að ná í atvinnu hjer. Og til þess að komast til Suður-Améríku aftur hafði jeg hugsað mjer að ná í eitthvað af skartgripum frænku minnar og selja J)á fyrir farinu. Það var henni að kenna, að við urðum að skilja. Jeg veit, að jeg gerði margt, sem jeg elcki átti að gera, en hún gaf mjer aldrei kost á að betrast. — Nei, nei; Marion grjet eins og barn. — En nú er hún dáin og hún hefir verið mjer mjög góð. Og hún arfleiddi mig að öllum eigum sínum. — Mjer J)ykir mjög vænt um J)að, svaraði liann. Jeg hefi al- drei verið verður J)in og jeg harma mjög, live mikla ógæfu jeg hefi bakað þjer. Láttu mig fara — jeg skal lofa þjer því, að koma aldrei fyrir þín augu fram- ar. — Verður — eklci verður, end- urtók hún — ekki verður! Hann stóð J)arna þögull eins og gröfin og meðan hann horfði á hið fagra og góðlega andlit hennar hvarf nepjan og kuldinn smátt og smátt úr dráttunum kringum munninn á honum. — Clive, sagði hún með skjálf- andi rödd, þjer var aldrei gefið færi á að betrast. Þú ert víst ekki eins slæmur maður og þú lieldur. Engirin þarf nokkurn- tíma að komast að því, livernig við hittustum. Craig fer hjeðan bráðum og liann mun áreiðan- lega l)egja yfir leyndarmáli okkar. — Heldur J)ú J)að, Marion, hrópaði liann. Og J)egar andlit hennar upp- ljómaði af fögnuði, án þess að hún svaraði nokkru, hljóp hann fram og vafði hana örmum. — Marion, Marion, jeg ætla að reyna. Geðshræringin kæfði rödd hans og hann kysti með við- kvæmni burt tárin, sem runnu niður kinnar hcnnar. Hinn heimsfrægi flugmaður Eiel- son, sem stýröi flugvjel sir Hubert Wilkins yfir norðurishafið í hitti- fyrra reyndi í nóvember að bjarga skipsbrotsmönnum úr sjávarháska norður í íshafi, en hefir ekki komið aftur úr þeirri ferð. Nú er rússneski flugmaðurinn Sjuknovski, sem var flugmaður á Krassin i Nobileleitinni í fyrra, farinn að leita að honum. ----------------x---- Lögreglan i Berlín gerði upptæk- ar á aðfangadaginn 30.000 gæsir. Þær höfðu komið frá Rússlandi og áttu að verða jólamatur handa Berlínarbú- um, en ekki þótti grunlaust um, að gæsirnar væri eitraðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.