Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1930, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.01.1930, Blaðsíða 8
8 F A L K I N N Huergi eru vetraríþróttir iðkaðar jafn kappsamlega og í Sviss, .einkum í St. Moritz og má heiia að þangað streymi fólk allan velurinn til þess að ganga á skíðum og hlaupa á skautum. Liggur þetta fólk, sem flest hefir góð peningaráð, við á hinum ágætu gistihúsum Svisslendinga og nýtur lífsins og háfjallaloftsins i ríkum mæli. Sleðaakstur er einna mest stundaður allra vetraríþrótta þar suður frá, vegna þess að hann er auðlærðari en skíðagöngur. En þó er aksturinn alls ekki hættulaus, vegna þess að sleðabrekkurnar eru bæði brattar og langar, svo að sleðarnir komast á fleygiferð og reynir því mjög á snarræði að stjórna þeim, ekki síst þar sem krappar beygjur eru á brautinni. Myndirnar sýna sleða á ferð. Mynd þessi sýnir mannþyrping fyrir utan konungshöllina ensku, Buekingham Palace og er tekin um það leyti sem fíeorg Bretkonungur lá veikur í fyrra. Til þess að votta konungi hollustu sína efndi þjóðin til samskota, og söfnuðust 1200 milj- jónir króna. Hefir konungurinn nú ráðstafað þessu fje þannig, að helmingur þess rennur til kgl. sjákrahússins í London en hinn helmingurinn rennur til radiumsjóðsins enska.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.