Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1930, Qupperneq 3

Fálkinn - 25.01.1930, Qupperneq 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur úi hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. „Lifðu lifinu brosandi“, segir amerikanskt máltæki. Að visu eru það áreiðanlega ekki Ameríkumenn, sem hafa fundið „púðrið“ að því er þetta snertir, þvi allir verða þess fljótlega varir, sem á annað horð nokkuð skynja, að það er holl lífs- regla að líta björtum augum á lífið, jafnvel þó súrt sje á stúndum, og að brosið hefir ósegjanlega þýðiingar- mikil áhrif á þá sem maður um- gengst. Það er almenn reynsla, að þeim, sem ávalt koma brosandi til dyranna, verður miklu meira ágengt en hinum, sem temja sjer súra svip- inn. En Ameríkumenn liafa orðið til þess að prcdika þetta betur en aðr- ar þjóðir. ,„Keep smiling“, segja þeir. Þeir skrifa bækur um þýðingu bros- ins og þar á meðal hefir hinn si- brosandi Douglas Fairbanks skrifað eina. En það'unt ])etla eins og flesta aðra mannlega eiginleika, það er ekki gott að kenna þá. Að Vísu er það áreiðanlegt, að menn geta lamið sjer að brosa ejns og hvað annað. Og það skaðar engan að trúa því, að þetta sje hægt. íslendingar eru taidir fremur dauf- lynd þjóð, fálátir og skapdulir. Er auðsjeður munur á þeim í þessu til- liti og öðrum þjóðum. Þeir eru margir lijer á landi, sem kallaðir eru ;,durtar“ og bera það nafn með rentu. Væri því eflaust vel farið, að íslendingar temdu sjer sem flestir þessa reglu, sem Ameríkumenn prje- dika: að lifa lífinu brosandi. Viðmólið getur gert allan muninn. Viðmótið getur vahlið því, að menn sem að innræti eru allra bestu menn, lcoma öðrum fyrir sjónir eins og þeir væru þvergirðingslegir þumbarar, sem ilt væri að tala við. Eitt bros og hlýlegt orð gefur verið afarþungt á metunum, ekki síst við fyrstu við- kynningu. Það getur ráðið hugmynd- um þeim, sem aðrir gera sjer um manninn. Yfirleitt mun innræti flestra ís- lcndinga vera hlýrra en viðmót þeirra. Það er oft sagt um menn lijer á landi, „að það rætist vel úr þeim“ og að þeir sjeu seinteknir. í raun og veru er þetta kostur, þvi- þessháttar menn efna oftasl tneira eii þeir lofa. En hlýleikur í viðmóti kostar ekkert — en kemur oft svo ósegjanlega miklu góðu til leiðar. Undralæknirinn i Bilbao. ---X--- Norðmaður einn, sem á heima í Bilbao á Spáni segir frá því, að þar sje upprisinn í borginni undralækn- ir einn, sem heitir Assuro. Hann læknar alla hugsaniega sjúkdónta, svo sem máttleysi, svefnsýki, heyrn- arleysi og gigt og aðferðin er ofur einföld: IL’.nn brennir sjúklingana i nefinu. Lækningin tekur ekki neina örfáar mínútur og slundum læknar Assuro alt að 70 manns á dag. Segir hann að allir sjúkdómar stafi frá taugununi, og læknist ef ákveðin laug sje sviðin. Sjónarvottar segja svo frá, að haltir inenn komi frá lækninum alheilir, og þeir sem staul- ist inn til hans á tvéimur hækjum komi þaðan dansandi. Fyrir lækn- ingiina tekur hann 50. peseta. — Ekki er öll vitleysan eins! STEINGERÐUR LIFANDI. „Berlingske Tidende" segja frá ein- kennilegum sjúkdómi; sem danski ný- lendustjórinn Olav Even Olsen hefir orðið fyrir. Even Olsen kom til Grænlands 1912, þá 22 ára gamall og dvaldi þar til ársins 1924, að hann varð að hverfa heim, vegna veikinda, sem hann hafði fengið upp úr meiðsl- um, er hann varð fyrir á sleðaferð. Stirnaði annar fótur hans og harðn- aði svo, að því var líkasl og hann væri úr steini. Hafði kölkun færst í holdið. Smámsaman brej.ddist þetta út um allan líkamann, svo að Olsen gat livorki hrært legg nje lið. Lengi vel gat hann þó hreyft hálsinn og hægri handlegginn. En loks var svo komið, að hann gat ekki hreyft var- irnar, hvað þá meira. Þegar hann dó var allur líkaminn orðin kallcaður nema augnalokin. En fullri rænu hjelt hann samt fram í andlátið. Læknarnir telja þetta sjúkdómsfyrir- brigði alveg einstakt og geta ekki gert sjer grein fyrir ástæðunni til þess. ----------------x---- Það er ekki óalgengt að menn drepi konuna sían til þess að ná i líftryggingarfjeð hennar. Þannig líf- trygði tannlælcnir einn í Sviss nýlega konu sína fyrir 50 þúsund frönkum og kyrkti hana síðan. Annar maður — Bela Erdelyi í Budapest, mesti svallari, líftrygði konu sína fyrir af- arhárri upphæð og fór síðan með liana í fjallgöngu og hrinti henni fram af hárri gnipu. En liún komst lífs af — og fyrirgaf honum. Þá fyr- irgefningu launaði hann með því, að kyrkja hana i rúminu nóttina eftir. ----------------x---- Tveir þýskir lögregluþjónar hafa nýlega gert uppgötvun, sem sparar þeim handjárn á fanga. Eru það stál- skór, sem látnir eru á fangana, og eru þannig, að þeir geta ekki gengið nema hægt og detta ef þeir reyna að hlaupa. Of margar rephlifar. ---x---- 1 París á heinia gamall maður, sem lifir á éignum sínum. Hann heitir Houplin og hefir það helst sjer til dægrastyttingar að fara á uppboð. Eitt sinn kom hann á uppboð sem oftar; hann vantaði regnhlif og bjóst við að geta fengið hana þarna undir búðarverði. Svo kom uppboðs- haldarinn að regnhlífunum og þá tór Houplin karlinn að bjóða í. Loks fjekk hann boðið fyrir 16 'franka, en þegar hann átti að fara að taka við regnhlífinni þá var það ekki ein regnhlíf heldur 29, sem honum hafði verið slegin fyrir þessa 16 franka. Og svo ók hann með bunk- ann heim til sín. — Eftir að hann hafði gefið öllu sinu venslafólki sína regnhlífina hverju voru ennþá eftir 15 regnhlífar. Honum datt nú ráð í hug til þess að losna við þær. Hann labbaði með þær út í Luxenburg- garðinn og settist þar. Þegar ein- hver gekk fram hjá bauð hann regn- hlíf til sölu, fyrir 20 til 200 centima stykkið, eftir gæðum. En i stað þess að þyggja gott boð, fór fólkið í næsta lögregluþjón og vakti eftir- tekt á þessum regnhlífasala. Hann mundi hafa stolið regnhlifunuin og væri nú að reyna að koma þýfinu í peninga. Lögreglan fór með Houp- lin á næstu stöð og gat hann sannað þar sakleysi sitt. Slapp með áminn- ingu um, að versla ekki óleyfilega á almannafæri. —• En þar með var ekki alt búið. Þegar hann laumað- ist heim á leið með regnhlifarnar sínar, datt honum í hug, að leggja þær undir trje til þess að losna við þær. Lögregluþjónn sá þetta og fór með Houplin á sömu stöðina. Fjekk hann nú ávitun fyrir að skilja eftir muni á almannafæri. — Loks fór hann aftur til uppboðshaldarans og bað hann um að selja regnhlífarn- ar fyrir sig. Það tókst. Því það er eins um uppboðin í París eins og í Reykjavík, að þar er hægt að losna við skran, sem ómögulegt er að losna við með öðru móti. í Frankfurt am Main er verið að undirbúa söngmót, sem haldið verður 1932 og verður sjerstak í sinni röð. Verða söngmennirnir alls 25.000. Söngmótið verður haldið í stærsta samkomuhúsi borgarinnar og verður þar rúm fyrir jafnmarga áheyrend- ur eins og söngmennirnir eru. Um vlða veröld. ----X----- ÓK í 69 DAGA SAMFLEYTT. Fyrir skömmu fór fram einkenni- leg ökuþraut á Avus-brautinni við Berlin. Var Crysler bifreið látin aka þar í sífellu dag og nótt og aldrei stöðvuð nema þegar bæta þurfti á vjelina bensíni eða skifta um gúmmi á hjólunum. Ákveðið var, að bifreiðin skyldi aka áfram svo lengi sem lnin gæti. Þegar vagninn söðvaði til þess að skifta um gúmmí eða láta bensin á geymirinn, var hreyfillinn ekki látinn stöðvast heldur hjelt hann á- fram allan tímann. Tilrauninni lauk þannig að vagn- inn gekk í 69 sólarhringa látlaust. Hafði hann þá ekið 86,439 kílómetra, eða álíka vegalengd og tvisvar sinn- um kringum jörðina við miðjarðar- baug. Og það var ekki bilun eða sliti á vagninum að kenna, að hann hætti eftir 69 daga, heldur utanað- komandi áhrifum. Vagnin ók nfl. í þoku á aðra bifreið og laskaðist svo við áreksturinn, að hann varð að hætta. Að meðaltali notaði bifreiðin 13,39 lítra af bensíni á hverja 100 kíló- metra. Og eigi þurfti að skifta um gúmmí á bifreiðinni fyr en hún hafði ekið 50.000 kílómetra Þessi þolraun mun vera einstök i sinni röð og ber ótvírætt vott um að Crysler-bifreiðin er sjerstaklega vel vönduð. NORÐURFÖR ZEPPELINS. Það hafði verið ákveðið, að hin mikla könnunarför til norðurhafa með loftskipinu „Graf Zeppelin“ yrði farin á komandi vori. Átti Frið- þjófur Nansen að verða foringi far- arinnar og stjórna visindastarfssemi hennar, en dr. Brauns, ritari fjelags- ins „Aero-Arctic, sem gerir út ferð- ina, át.ti að hafa framkvæmdir að öllu leyti. Fjöldi vísindamanna var ráðinn í ferðina, þar á meðal norski prófessorinn H. U. Sverdrup, sem frægur varð fyrir ferð sína á „Maud“ um Norðurísliafið fyrir nokkrum ár- um. Það hefir ekki gengið slysalaust um undirbúning þessarar ferðar og loks er svo komið nú, að víst þykir að ekkert verði úr henni. Fyrst til- kynti flugstjórinn á „Graf Zeppelin", dr. Eckener, sem smíðað hefir skipið og stjórnað því í ferðum þess til Ameríku og kringum hnötttinn, að að hann gæti ekki farið þessa ferð. Við þetta sló svo miklum óliug á skip- verjana, að þeir neituðu allir sem einn maður að fara ferðina. Næst var þvi borið við, að fje vantaði til þess að tryggja förina. Og nú siðast kemur á daginn, að ekkert vátrygg- ingarfjelag vill vátryggja „Graf Zeppelin“ með sæmilegum kjörum. Gert var ráð fyrir að alls yrði 46 manns i förinni. Þar af voru 12 vis- indamenn, 5 Þjóðverjar, 3 Ameríku- menn, 2 Rússar og 2 Norðmenn, nfl. Nansen og Sverdrup. Foringi skips- ins var ráðinn Þjóðverjinn Lehmann, sem er alkunnur loftskipstjóri. Átti ferðin að liefjast fyrsta apríl og vera lokið 10 maí og átti að fara þrjár ferðir um norðurliöfin á þeim tíma. Ekki var gerð ráð fyrir að skipið lenti neinsstaðar norður í ísum, en eigi að síður átti að mæla liafdýpi og þvi um líkt, úr skipinu, úr 100—- 200 metra hæð. Nýi konungurinn í Afganistan, Nadir Shah hefir nýlega látið uppi stefnuslcrá sina. Er þar fyrst, að landinu skuli stjórnað i anda Múha- meðstrúarinnar. Konungurinn vill löglciða algert bann á áfengi. Iiann vill halda áfram því sem Aman Ullah byrjaði, að efla viðskifti við aðrar þjóðir og efla alþýðufræðslu. Þá vill hann leggja mikla áherslu á að bæta vegakerfi landsins.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.