Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1930, Side 4

Fálkinn - 08.02.1930, Side 4
4 F Á L K I N N Emile Walters málari. í,f*. Víðfrægastur allra núlifandi málara, sem af íslensku bergi eru brotnir, er eflaust Vestur- íslendingurinn Emile Walters. Hann er aðeins rúmlega 37 ára, fæddur 31. janúar 1893, en hefir þegar náð mikilli listafrægð vestan hafs og er orðinn kunn- ur í Evrópu fyrir list sína. Walter fluttist veslur með for- eldrum sínum 5 ára gamall. Bar snemma á listamannshæfileik- um í fari hans og rjeðist hann korriungur út á listamannsbraut- ina, með tvær hendur tómar, en viljinn var að sama skapi sterk- ur og hæfileikarnir miklir. Nám sitt stundaði hann einkum við þrjár stofnanir: Listaskólann í Chicago, listaháskólann í Penn- sylvaníu og Tiffany Foundation i New York. Er list hans sjer- kennileg og sjálfstæð og velur Walter sjer einkum verkefni úr skógum og blómarílci náttúr- unnar og þykir frábær skóga- málari. Málverk Walters hafa verið sýnd á ölum helslu mál- verkasýningum í Bandaríkjun- um t. d. á Al-Ameríkusýning- unni í Los Angeles, Garnegi- stofnuninni í Pittsburgh og á hinu fræga málverkasafni Tates i London, sem er eitt af fræg- ustu söfnum heimsins, að því er snertir málverkalist síðari tíma. Sem vott um hæfileika Walters á námsárunum má nefna, að hann fjekk námsstyrk og verð- taun ýmsra hinna frægustu stofnana vestan hafs. Og fjöl- mörg söfn hafa keypl myndir af honum, má þar nefna myndina af fæðingarslað Roosevelts for- seta, sem er á málverkasafninu i Washington, „Blossom Time“ á Brooklyn Museum, „Late Winther“ á málverkasafni Har- ward háskóla. Málverkasafnið í Reykjavík á fjórar myndir eft- ir Wallers, Árstíðirnar (Vetur, Sumar, Vor og Haust). Þá hefir Walters verið kjörinn meðlim- ur ýmsra frægra listamannaf je- laga og heiðursmeðlimur sumra. — Á síðasia ári var Walters hjer á ferð ásamt konu sinni, frú Þórstínu Jackson. Ferðaðist hann víða um land, og málaði, en var fremur óheppinn með veður, enda var hann hjer snemma ársins. Hann gerir ráð fyrir að koma aftur heim í sum- ar með ferðalióp Vestur-íslend- inga (sjádfboðaliðsnefndarinn- ar) og ætlar þá að dvelja hjer um hríð. Er hann mjög hrifinn af landinu og fegurð þess. Emile Walter er mikill ættjarð- arvinur og áhugasamur maður um framtíð Islands. Birtist mynd af honum hjer í blaðinu i fyrra, en nú sýnir „Fálkinn" myndir af nokkrum málverkum hans. Alt tU raksturs fáið þjer best og ódýrast í Gleraugnabúðinni, Lgv. 2. Gilette rakvjelar og rakblöð. Valet rakvjelar og rakblöð. GLOBUSMEN RAKBLÖÐ! Raksápur, rakkreme, skeggkústar, slípivjelar, blóðstopparar, Lp. 2. rakstativ. rakhnifar. Hreinar ljereftstuskur kaupir Herbertsprent, Bankastræti 3. Ámundi Ámundason, fiski- matsmaður verður 80 ára 10. febr.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.