Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1930, Side 6

Fálkinn - 08.02.1930, Side 6
 6 F Á L K I N N Viðdvöl á einni stöðinni, sem lestin kemur á. Aðkomubændum er sýnd einkenni góðra mjólkurkúa. ríkjamenn eru rík þjóð og ó- trauðir á að verja fje til þess, sem gefur fje í aðra hönd aftur. Og þeir standa öðrum þjóðum framar í því að koma góðu skipulagi á hlutina. Hin stórkost- legu iðnaðarfyrirtæki þjóðarinn- ar bera þessu vitni. En því skyldi ekki mega koma skipulagi á landbúnaðinn — eLsta atvinnu- veg allra menningarþjóða — eins og á hvað annað? spyrja þeir. Og þeir gera það. Nú eru þeir að vinna að end- orbótum á mjólkurvinslunni. Þeir reisa mjólkurbú, en jafn- framt kynbæta þeir kúastofninn. Þeir gefa reglur um, hvað kýrin megi mjólka minst og hvað fitu- lágmark mjólkurinnar megivera, — þeir gripir sem ekki ná því eru tafarlaust drepnir. Og mjólk- urbúin hafa eflst ótrúlega fljótt og liafa orðið lyftistöng bænda þar eins og annarsstaðar, en þó i stærri stíl. Ennþá verða Banda- ríkjamenn að flytja inn smjör frá öðrum löndum, en stefnt er að því takmarki, að innlendir bænd- ur geti að fullu sjeð fyrir þörfum borgarbúa, hvað mjólkurafurð- ir snertir. Til þess að efla áliuga bænda sendir landbúnaðarráðuneytið Iieilar járnbrautarlestir um land- ið þvert og endilangt, með verð- launadýr, fyrirlesara ag verð- launaðar landbúnaðarafurðir, sem svo er sýnt á hverri stöð. Hefir þetta komið að miklu gagni. Ameríkumenn þekkja mátt auglýsinganna og kunna að notfæra sjer hann. Járnbrautar- lestin, sem sýnd er hjer á mynd- unum var t. d. 33 vikur á ferð um Maryland, Virginia, Ohio, Indiana og Illinois og hjelt sýningar á fjöldamörgum stöð- um. Og alstaðar þyrptust bænd- ur úr nágrenninu að. Landbún- aðarráðuneytið og járnbrautar- fjelögin bera kostnaðinn viðþess- ar sýningar í sameiningu; járn- brautirnar hafa eigi livað síst hag af eflingu landbúnaðarins, þvi með auknum búskap vex flutn- ingaþörfin. 1 kirkjugarðinum í Portsmouth er legsteinn, sem á er letrað að þar hvíli undir faðir og bróðir Alfreds West. Faðir Alfreds dó fyrir nokkr- um árum og var steinninn þá settur á leiði hans. En jafnframt ijet Al- fred höggva nafn bróður síns á steininn. Þessi bróðir hafði verið dauður í mörg ár, að þvi er menn vissu best, en enginn vissi hvar hann var grafinn, og því fanst Alfred rjett að láta nafn hans sjást þarna held- ur en hvergi. Bróðirinn hafði farið ungur til Ástralíu, einu sinni hafði hann komið heim, en eftir það hafði ekkert til hans spurst. En fyrir skömmu rakst Alfred West á auglýs- ingu í einu Lundúnablaðinu. Hún var frá bróður hans og hann var að auglýsa eftir vinnukonu. Hann lifir nfl. enn í besta gengi í Loiidon, þrátt fyrir legsteininn í Ports- mouth. ----x---- Yfirvöldin í Mexico gáfu fyrir nokkrum árum leyfi til þess, að fang- ar í tugthúsum landsins mættu læra hnefleik. Nýlega hefir þetta leyfi verið afturkallað. Það hefir sem sje komið á daginn, að fangarnir verða svo óviðráðanlegir í fangelsunum, að það er orðinn hörgull á eftirlits- mönnum, sem geta ráðið við þá. •---x---- í Brockton hringdi maður um dag- inn til lögreglunnar og sagðist vera alveg dauðadrukkinn. Hann lýsti á- standi sinu svo átakanlega, að lög- reglan sótti hann undireins. Á lög- reglustöðinni skýrði hann frá þvi, að liann væri hræddur um að það yrði ráðist á sig ef hann færi heim einn. En ódrukkinn var hann. ----x---- Leikhúskongur Ameríkumanna, mr. A. E. Thoraas er svq frakkyr að fullyrða, að eigi sjeu til i Banda- ríkjunum nema svo sem 20 sæmileg- ir leikendur, sem hafi kunáttu og listfengi til að leika aðalhlutverk í góðu leikriti. Segir hann að Amer- íkumenn eigi aðeins einn frábæran leikara: John Barrymore. Bara að það fari nú ekki eins fyrir mr. Thomas eins og fór fyrir Hannen Swaffer, leikdómara blaðsins „Daily Express“ nýlega. Hann hafði skamm- að leikara í blaði sínu og árangur- inn varð sá, að í næsta skifti sem hann kom á veitingarstað rjeðist leikarinn á hann og löðrungaði hann svo, að hann var blár og blóðug- ur eftir. -----x---- í bænum Mosovesk nálægt Varsjá fanst ung stúlka nýlega myrt. Lög- reglan handtók unnasta hennar en hann neitaði að vera nokkuð við morðið riðinn, en gat þó ekki sann- að sakleysi sitt. Við rannsókn á lik- inu tók lögreglan eftir að i öðru auga þess mátti sjá daufa mynd af stúlku- andliti. Var tekin mynd af auganu og hún stækkuð og þektist þá slúlk- an, sem myndin í auganu var af. Hafði hún áður verið trúlofuð pilt- inum, sem hafði yfirgefið hana til þess að trúlofast myrtu stúlkunni. Stúlkan meðgekk undir eins, þegar henni var sýnd myndin. -----x---- Enski hugvitsmaðurinn dr. James Robinson hefir fundið áhald til þess að eyða hávaða. Með því að afgirða ákveðið svæði með einskonar raf- magnsbelti, telur hann sig geta stöðv- að hljóðöldurnar. Er þessi uppgötvun mikils virði í stórborgunum, þar sem menn eru að ærast af hávaða og skrölti. -----x---- Sóknarnefndirnar í New Jersey hafa farið fram á það við útvarps- stöðina, að hún útvarpi jarðarfarar- sálmum daglega, á þeim tíma, sem jarðarfarir fara venjulega fram. Við þetta sparast að leigja söngflokka og organista til að aðstoða við jarðar- farirnar. Ekki hefir heyrst hvernig útvarpsstöðvarnar hafa tekið í inálið. -——x------ Bandaríkja menn eru líftrygðir fyrir 100 miljard dollurum alls. Verða það að meðaltali 840 dollarar á hvert mannsbarn í landinu. Vátryggingar- fræðingar telja auðvelt að hækka þessa upphæð um helming. Nýtísku fjós, með útistíju handa kálfunum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.