Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1930, Page 9

Fálkinn - 08.02.1930, Page 9
9 FALKINN bjóðernissinnaþing Indverja hefir á nýafstöðnum fundi í Lahore samþykt nýjar og róttækar kröfur í sjálfstæðismálinu. Var m. a. samþykt að neita að hlýða enskum lögum og eiga nokkur skifti við Breta. Kröfurnar heimta fult sjálfstæði handa lndlandi og þykir víst, að Bretar gangi ekki að þeim. — Myndin hjer að ofan er frá Lahore, er það horg með rúmri miljón íbúa. Hjer gefur að líta stærstu graftarvjel í heiminum. Er hún í Firdlitzkolanámunni í Illinois í Bandaríkjum. ,,Skófluskaftið“ er 28 metra langt og skóflari sjálf tekur um 15 teningsmetra í hverri „munnfylli“. Kvikmyndunarstofa brann nýlega í New York og fórust þar ttu manns en um 20 skaðbrendust. Fyrir röggsamlega aðstoð bruna- liðsins tókst að afstýra því, að tjónið yrði enn meira. Hjer er mynd af Umberto krónprins ítala og Maríu José, dóttur Alberts Belgakonungs, sem nýlega voru gefin saman í hjóna- band í Rómaborg, með afarmikilli viðhöfn. Englendingar eru fastheldnir á fornar venjur. Á jólakvöldið safnast þjóðlegir menn saman við arininn, klæddir búningum frá Tudor-tímabilinu og syngja jólasálma sina.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.