Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1930, Síða 3

Fálkinn - 15.02.1930, Síða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. .Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Iljaltested. AÖalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út livern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Augiýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Öllu heilbrigðu fólki er ásköpuð tilhneigingin til þess að að starfa og láta gott af sjer leiða í starfi sínu. Én l>etta fólk gengur þess ekki dulið, að það er eins og öðrum — sem lifa einungis fyrir sjálfan sig, eru ó- vandir að ineðulum til þess að efla sinn eigin hag og virðast láta sig einu gilda um á hvern hátt þeir mata krókinn — vegni stundum langtum betur og að heimurinn hafi þorpar- ana í meiri metum en annað fólk. Og svo er ályktunin dregin og hún er svona: heimurinn hentar best þorpurum og þeim sem frekir eru, en iiinir, sem vilja vera grandvarir, eiga þangað ekkert erindi. Illgresið þrifst betur en kornið. — Og svo andvarpa menn og segja: Jeg veit ekki hvernig það er að vera þorpari, því jeg hefi ekki reynt það, en jeg veit hvernig það er að vera heiðar- legur maður. Það er hræðilegt. En hversu er þá háttað um þessa heiðarlegu menn? Er heimurinn þeim í raun og veru svona illur og flár? Eða er þeir ekki nógu heiðar- legir? Maðurinn, sem segist vera heiðar- legur og bætir því við, að það sje hræðilegt, er ekki heiðarlegur í raun og veru. Því það útheimtist meðal annars til þess að vera heiðarlegur, að maður trúi á það. Ef það ekki borgar sig — í örðsins fylstu merk- ingu - að vera heiðarlegur, þá er heimurinn tilgangslaus. Öll heimsviðleitnin gengur i þá átt að gera það augljóst — líka heimskingjunum — að það sje óarð- vænt að vilja pretta aðra menn; m. a. af því að þá prettar maður sjálf- an sig um leið uin eitt: góða sam- visku. Ef þeir, sem þykjast sárir yfir vel- gengni hinna, sem fjenast hafa á frekju og prettum, geta ekki gert sjer það ljóst sjálfir, að besta hnoss- ið er góð samviska, þá ættu þeir að ''eyna að skygnast inn í huga þess- ara manna og reyna að gera sjer Pað ljóst, hvernig þeim muni vera innanbrjósts. Og spyrja svo þar á °Bir sjálfan sig hvort þeir vilji hafa "kifti. Eða að reyna að ' gera sjer Ijósl hið eilífa lögmál um ávirðing °g refsing, — ekki eingöngu þá á- virðing sem varðar við lög og ekki ^'ngöngu þá refsing, sem mæld er 1 fangelsisdögutn. Um víða veröld. ---X---- HÚN VILDI Kona ein í austur- TELJA SJÁLF. bænum kom inn í bókaverslun til þess að kaupa þennan pappír, sem öllum finst dónalegt að nefna á íslensku og kalla hann þess- vegna „toiletpapir“. Hún spurði búð- armanninn Iivort ódýrara væri að kaupa hann i rúllum eða örkum, en maðurinn var þá svo ófróður, að hann gat ekki sagt lienni þetta. End- irinn varð sá, að hún keypti báðar tegundirnar og sagðist ætla að reyna það á sjálfri sjer hvort ódýrara væri. ------------------x---- FALLEGU Parísar lögreglan liefir MENNIRN- nýlega komist á snoðir III FIMM. um einkennilegan glæpa- ---------- mannaflokk, sem er ein- stakur i sinni röð. Eftir þvi sem best verður vitað munu meðlimirnir vera fimm og sitja nú tveir i fangelsi. Allir fimrn eru ungir og sjerlega fallegir, mjög vel klæddir, þægilegir í viðmóti og kurteisir í framgöngu. Þeir döns- uðu allir afbragðsvel og höfðust eink- um við í hinum fínustu danssölum og þar komu þeir sjer sjerstaklega í mjúkinn lijá miðaldra konum. Út- smognir voru þeir í að velja konurn- ar, voru það einkum ríkar útlendar konur milli 40—50 ára, sem þeir sóttust eftir og þær gengu altaf i gildruna. — Flokkur þessi vann ef.tir ákveðnum reglum. Þeir skiftu með sjer danssölunum. Fyrsta kvöldið komu þeir fram hver í sínum sal og Ijelust vera greifar eða að minsta kosli barónar. Heimtuðu fínustu rjett- ina, sem til voru á matseðlinum og drukku dýrustu vín og gáfu mikla drykkjupeninga. Annað og þriðja kveldið voru þeir búnir að vekja eft- irtekt á sjer á þennan hátt. Greifinn bauð nú einhverri konu í dans, lielst þeirri, sem mikið bar á sjer af skrauti, dansaði við hana og veitti henni eft- ir öllum kúnstarinnar reglum og fylgdi henni að lokum lieim á gisti- lnisið þar sem hún hjelt til. Þegar hann var farinn tók hún eftir að hún var búin að týna skrautgripum sín- um og peningum úr töskunni sinni. Eftir svona kvöld sást sami greifinn aldrei aftur í danssalnum, hann hafði auðsjáanlega flutt sig á annan stað. Á þennan hátt hepnaðist flokkn- um á fáeinum mánuðum að ræna yfir tuttugu útlendar konur, flestar amer- iskar. Ein af þeim seinustu var am- erísk miljónafrú Fereira Santos y Guererra. Var hún af ágætum argen- tískum ættum. Hafði hún fyrir nokkr- lim vikum komið til Parísar ásanit • l'ylgdarkonu sinni og þernu og fór liún oft að skemta sjer á fínustu danssölum Parisarborgar. í einni danshöllinni kyntist hún ákaflega á- litlegum manni, kvaðst hann heita Getorio Larminato og vera ítalskur greifi. Larminato var ákaflega stima- mjúluir við hina fjörugu konu og bauð henni i bíltúr með sjer að dans- inum loknum. Eftir tveggja stunda akstur fylgdi hann henni heim á hótelið þar sem hún dvaldi. Tók hún fyrst eftir því morguninn eftir að hún hafði tínt perluhásbandinu sínu, sem kostaði liáft upp i hálfa miljón franka og 800. dollurum úr liandtöskunni sinni. — Þó gekk það ennþá ver fyrir annari amerískri konu, frú Arnoldiné White. Hún var 48 ára gömul. Kynt- ist hún baróni nokkrum ákaflega einkennilegum og skemtilegum. Bar- óninn bauð lienni með sjer í bíltúr út í Baulogneskóg þegar þau voru búin að dansa. Þegar þau voru kom- in á afskektan stað í skóginum dreg- ur baróninn alt í einu upp skamm- byssu sina, miðar á konuna og heimt- ar að hún fái sjer alla peninga sína, leist honum einnig vel á kjólinn liennar og skipaði henni að fara úr honum og fá sjer, síðan rak hann hana út úr bílnum og keyrði í skyndi aftur til borgarinnar. Frú White ráfaði um skóginn liálfa nóttina ó nærfötunum, þangað til hún hitti næt- urvörð. Ljeði hann henni yfirhöfn sina og hjólpaði henni að komast lieim á gistihúsið. En eftir lýsing- unni á manninum var hægt að hafa upp á hæði Larminato greifa og ein- um fylgifiska hans, hinir þrír eru ennþá ófundnir. ---x---- PÓLSKIR GYÐINGAR Eftir margar TEKNIR FYRIR og langar IIVÍTA ÞRÆLASÖLU. leitir hefir pólsku og þýsku lögreglunni í Efri- Slesíu loksins tekist að hafa hendur í hári á bófaflokki, sem um langan tíma hefir rekið hvita þrælasölu í stórum stíl. Voru flestir meðlimirnir pólskir Gyðingar. Foringjarnir voru bræður, Feldbaum að nafni, og áttu heima í litla pólska hænum Sosnovice. Bófaflokkurinn hefir einkum leikið listir sínar í Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Luxemburg og þangað hafa þeir flutt ungu pólsku stúlkurnar, sem þeir hafa klófest. Stúlkurnar voru á aldrinum 15—25 ára og var þeim öllum lofað góðum stöð- um í Þýskalandi og Frakklandi. En oft hafa þær aðeins verið sendar um Þýskaland og Frakkland og þaðan með skipi til Suður-Ameríku, Brasi- liu og Argentinu. Stúlkurnar hafa verið fluttar með hinni mestu laun- ung yfir landamæri Póllands, vana- lega í bílum að nælurlægi. — Það var i mai siðastliðið ór, að fyrst varð vart við þennan glæpamannaflokk. Vildi það svo til, að lögreglan í Dort- mund rakst á tvo bíla að næturlægi og voru þeir fullir af ungum pólskum stúlkum. Auk þessa hjálpaði flokk- urinn strokumönnum að komasl yfir landamærin og tók 100—óOO kr. fyrir vikið. — Als hafa náðst 32 af þessum þokka-piltum og bíða þeir nú dóms, sem búast má við að verði ekki sjer- lega vægur. ---x---- KNATTSPYRNUMAÐUR Að brjótast OG INNBROTSÞJÓFUR. inn í hús í ------------------- Los Ange- los að næturþeli, kveikja ljósið, setj- ast i hægindastól, reykja bestu vindla húsbóndans og stela því fjemætasta sem liann fann, svo sem skartgrip- um, silfurmunum og loðkápum — þetta fanst Jolinny Hawkins jafn „spennandi“ eins og að taka þátt í knattspyrnu, þar sem ekki mátti á milli sjá, hvór betur hefði. Enda hefir ekki verið meira um annan mann talað í Los Angelos upp á siðkastifr en hann Johnny Hawkins. Hann var áður meistari i knatt- spyrnu og liugsaði ekki um annað en iþróttina. Var hann foringi í besta flokknum við háskólann í Kaliforníu og afburða knatttspyrnumaður. Þetta vgr fyrir þremur árum. Þá steinhætti hann og sögðu menn að það væri af því, að hann hefði meiðst á gagn- auganu. Nokkru seinna fóru ýmsir vinir Johnny að fá lieimsóknir á nætur- þeli — lielst þegar þeir voru ekki lieima. Var ekki vafi ó, að þar var innbrotsþjófur á ferðinni. Altaf hafði verið farið inn um aðaldyrnar og hlaut þjófurinn að hafa falska lykla. Altaf var mjög vel um herbergið gengið, stundum svo, að þess varð ekki vart fyr en seint og síðar meir, að nokkru hafði verið stolið. Þetta gekk svona lengi vel, að altaf var eitthvað að hverfa, hjer og hvar. Þólti fólki ekki alt með feldu og fanst þetta mjög dularfullt, því þetta var alt með kynlegra móti, en þegar venjulegir innbrotsþjófar eru á ferð. En svo var þjófurinn staðinn að verki sinu einn góðan veðurdag — eða rjettara sagt — nótt. Hann hafði lieimsótt Burnettsfjölskylduna, og var að hressa sig á tári af whisky og lilusta á útvarpið i betri stofunni, þegar tveir lögregluþjónar komu inn. Maðurinn var í „smoking" og sat þarna makindalega i mýksta stólnum, og bró ekki hót þegar lögreglan kom inn. Það var Johnny Hawkins. Vinir hans urðu steini lostnir er þeir heyrðu þetta. Við rannsóknina reyndist það ekki smáræði, sem hann liafði stolið. Þar var úrvalssafn á- gætra skartgripa, fjöldi af loðkápum og ýmislegt annað. Hafði hann gefið konunni sinni sumt áf þessu, en nokkuð hafði hann selt. Við yfir- heyrsluna sagði Johnny, að hann hefði aldrei stolið frá öðrum en þeim, sem hann þekti persónulega. Hann spurðist jafnan um það fyrirfram, hvort þeir mundu verða heima eða ekki. Ekki vita menn með vissu, hve lengi Johnny hefir liaft þessa iðju. Sjálfur segir hann, að það sjeu ekki neina þrír mánuðir, en lögreglan fullyrðir, að liaijn liafi lifað á þjófn- aði alt seinasta ár. Og nú biður hann dóms. Vinir hans gera alt til að fá hann sýknaðan og lialda þvi fram, að hann sje ekki með öllum mjalla, eftir liöggið sem liann fjekk á gagn- augað. ----x----

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.