Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1930, Side 13

Fálkinn - 15.02.1930, Side 13
F A L K I N N 13 M á I n i n g a- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. Reykjavík. Framköllun. Kopiering. Stækkanir. Carl Ólafsson. Diirkopp’s Saumavjelar handsnúnar os stígnar. Versl. Iljörn Kristjánsson. Jón Björnsson & Co. 3BE Aðeins ekta Steinwajf- Piano og Flygel bera þetta merki. Einkaumboðsenn: Sturlaugur Jónsson & Co. I □BBRF =lf Pósthússt. 2 Reykjavík Simar 542, 254 og 309(framkv.stj.) Aííslenskt fyrirtæki. Allsk. brima- o{4 s.jó-válrygííinfíar, Hv»'rgi brtri njp árciöanlpgri viöskifti. Loitiö uyplýsinga hjá nœsta umhoösmanni. IBIIDfll ■■■■■VAiB HOIRIIII ■■■■NDat ■■■■■■■>■■■■■■■ Túlípanar fást í Hanskabúðinni. Póllrinn er viðlesnasta blaðið. rainum er besta heimilisblaðið. Múrbrotaklðbbnrinn. Eftir WILLIAM LE QUEUX. Frh. þar og er vjelin seig meir og meir mátti sjá höpa af fólki, sem gláptu á liana, því flug- vjelar voru enn sjaldsjeðar þar um slóðir. Fyrir skömmum tíma höfðu þær verið tald- ar óheillafyrirboði, þvi á ófriðartímunúm höfðu flugvjelar verið þar á ferð og aldrei í friðsamlegum erindum. Flugmaðurinn beindi vjelinni að grasvelli, sem var utan við borgina, og eftir ótrúlega stutta stund sátu þeir í leiguvagni og óku yfir ósljetta grund til horgarinnar. Er þeir námu staðar tók Hugh eftir litl- óni lióp manna, sem nálgaðist þá, en einn luaður var i hópnum, sem var fyrirmann- legri en hinir, klæddur dýrindis silkiklæð- iim. Andlit lians var magurt og miklu hvit- ara en á löndum hans — það var engu lík- ava en eyðimerkursólinni hefði mistekist að brenna andlit mannsins. Hugh þóttist undir eins sjá, að maðurinn myndi vera áreiðan- legur og viljasterkur þvi augu hans voru stór og falleg. Hann hafði svart alskegg. Maðuriim lvfti hægri liendi i kveðjuskyni og ávarpaði Hugh á ensku, án þess að nokkurs erlends hreims yrði vart: — Þjer eruð hr. Hugh Valentroyd? — Já, svaraði Hugli, og jeg þykist vita, að þjer sjeuð .... Jeg er Abdullali ek Anda, tók hinn fram í, alvarlcga, — og jeg býð yður vel- kominn. Síðan sneri hann sjer að fylgdar- mönnum sínum, og er hann hafði sagt við þá nokkur orð á Arabisku, sneri hann sjer að flugmanninum, sem hafði gengið til hans og heilsaði nú á hermannavísu. — Jeg þakka yður fyrir að hafa enn einu sinni flutt til min gest, lieilan á húfi og fljótt. Hassan mun þjóna yður, eins og vant er. Gildur, skegglaus Arabi gekk fram, og úiátti sjá á klæðnaði hans og festi þeirri, er hann bar um hálsinn, að liann var hátt sett- úr i húsi Abdullah. Áður en Hugh fór burt úieð Ahdullah tók liann eftir því, að Hassan og flugmaðurinn heilsuðust mjög innilega, eins og þeir væru gamlir og góðir kunningjar. Á leiðinni spurði Abdullah Hugh spjörunum úr um liðan Forseta og nýjustu frjettir, eins um þá staði þar sem Hugli hafði staðnæmst á leiðinni. Þeir gengu inn um hlið á háum múrvegg og komu inn í garð, sem var und- ursamlega fagur og vel liirtur, og enda þótt yfirleitt væri valnsskortur þar í landi, voru engu að síður gosbrunnar sem gusu vatni yfir blómbeðin. Hugh lirósaði garðinum um leið og þeir gengu þar í gegn. — Það gleður mig, að hann fellur yður í geð, svaraði Abdullah, — jeg elska blómin. Þeir gengu nú inn um þröngar dyr í svört- um veggnum og inn löng göng. Þá dró Ab- duilah fortjaldið til hliðar og benti Hugh að ganga á undan sjer. Hugli gerði svo og kom inn i sal, sem var í austurlenskum stil. Þar voru ábreiður, sessur og gluggatjöld — alt útsaumað af mikilli list. Loftið var þrungið ilmefnum, og alt lierbergið leit mjög vist- lega út. Hugh settist niður eftir boði gest- gjafa sins og var honum brátt fært vín, og er þeir höfðu neytt þess, spurði gestgjafinn Hugli, hvort hann vildi ekki sjá lierbergi það, er honum var ætlað, og ef til vill hvila sig þær stundir, sem eftir voru til kvöld- verðarins. Hann bað Hugh að hugsa ekki um neinar kurteisisvenjur, en fara að öllu eins og lionum væri hentugast, og fá einhvern mat inn í lierbergi sitt ef hann væri hungr- aður. Hugh afþakkaði það. Hann fór á eftir Abdullali upp stiga, síðan eftir öðrum göng- um og loks inn í herbergi, sem var undarlegt samhland af austrænu og vestrænu húsi. Afarmikill legubekkur úti i horni, kom i rúms stað, og voru á honum ábreiður úr silki og loðskinnum. Lítill bókaskápur og borð af franskri gerð mintu á Vesturlönd innan um hinn austræna liúsbúnað, og Hugh tók eftir þvi, að í skápnum voru bækur eftir franska og enska liöfunda. Þegar liúsbónd- inn hafði sýnt Hugli lierbergið, mælti hann: — Eins og þú veist, vinur, verðurðu hjer hjá mjer nokurn tíma. Jeg vil, að þú biðjir sjálf- ur um það, sem þú kant að þarfnast, og þjer getur orðið til þæginda. Og enn er eitt atriði: Þjer mun verða óhættara í okkar búningi en í Evrópumanna klæðum, svo jeg hefi útveg- að þjer slíkan búning og eftir stutta stund keniur hingað þjónn til þess að lijálpa þjer. Svo skal jeg senda þjer brjef þín tafarlaust --y mjer þykir líklegt, að þú viljir fá þau sem fyrst. Húsbóndinn gekk því næst út en Hugh tók að virða fyrir sjer klæði þau, er honum voru ætluð og hló með sjálfum sjer er hann hugsaði til þess, hvernig hann myndi líta út i þeim. Þá kom inn drengur með þrjú urnslög. Þetta voru skeyti á dulmáli frá For- seta Hið fyrsta hljóðaði þannig: „Ekkert að frjetta viðvíkjandi Sylviu Peyton“ og hið amiað var samhljóða, en liið þriðja liljóðaði þannig: „Hefi komist í samband við Sylviu Peyton — liún er föst fyrir — liefi fullviss- að hana um vernd mína“. Þetta þótti Hugli góðar frjettir, og þó stutt- orðar væru hafði Hugh verið talsverðan tíma að lesa úr þeim, og hann liafði varla lokið við það er þjónn kom inn og sagðist liafa fengið skipanir um að hjálpa Hugh að klæða sig. Maðurinn talaði bjagaða ensku, en gat þó gert sig skiljanlegan. Hugh fór úr fötum og tók að klæða sig i austurlenska búning- inn. Siðan gekk hann að speglinum og tók að athuga útlit sitt. Hann hafði verið að þvi kominn að lilæja, og ekki minkaði kæti lians er hann sá sig i hinum nýja skrúða. Austur- lensku fötin gerðu liann virðulegri útlits en um leið ellilegri. Hugh fanst sem skrautlegi hnífurinn með gimsteinaskaftinu mundi hafa liræðilega sögu að segja, ef liann mætti mæla, og sverðið, sem hann liafði enn ekki girt á sig var afarskrautlegt sýnishorn af persneskri vopnasmiði. Þá heyrðist i fjarska kallað til bænahalds og þjónn Hughs sneri sjer þegar til austurs og fjell fram á andlit sjer. Hugh tók að spyrja sjálfan sig livort ætlast myndi til þess, að hann læki þátt í slíkri bænagerð. Skömmu eftir að þjónninn var staðinn upp aftur heyrðist merki gefið til máltíðar og Hugh fór á eftir þjóninum eftir göngunum og tókst hálf klaufalega að ganga á ilskón- um, sem hann hafði nú á fótum sjer, en klæði lnvns skrjáfuðu er liann gekk. Langt borð, með silfur- og kristalborðbúnaði var i miðj- um salnum, sem þeir komu inn í, og liann tók eftir því, að það voru fimm menn fyrir. Einn þeirra var húsbóndinn vinur hans, sem kom þegar á móti honum með útrjetta hönd í kveðjuskyni, annar var gamli sheikinn Ibu-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.