Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1930, Qupperneq 3

Fálkinn - 01.03.1930, Qupperneq 3
P Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. F'ramkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Banicastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura miUimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Oldin sem vjer lifum á, er oft köll- uð öld vjelanna. Og nafnið er rjett- nefni, því aldrei hefir kveðið jafn rn;kið að ýmsum umbótum í þá átt, uð gera náttúruöflin að þjónum niannkynsins, gera vjelar, sem hag- nýtt geti hin inargvíslegu takmarka- lausu öfl og efni, svo að mennirnir hafi gagn af þeim. Alt þetta stefnir nð því að auka þægindi mannkyns- ins, láta vjelarnar ljetta á fólkinu erf- iðisvinnunni, svo að alt færist i þá átt, nð maðurinn verði í bókstaflegri nierkingu herra jarðarinnar. Hjer á landi eru menn þegar farn- lr að verða vjelaaldarinnar varir. Annar aðalatvinnuvegur þjóðarinn- ar er rekinn að miklu leyti með víelum, og hefir þetta orðið til þess að skapa ósamræmi í þjóðlífinu. Landbúnaðurinn hefir orðið aftur úr sjavarútveginum og afleiðing þess aftur sú, að fólkið flyst úr sveitum til sjávar. Og flestir eru á þeirri skoð- un, að til þess að rjetta þennan halla, þurfi landbúnaðurinn lika að taka vjelarnar í sina þjónustu, þvi annars fái hann ekki staðist. Virðist því auðsætt, að íslenska Pjóðin sæti sömu forlögum og aðrar í þessu tilliti og skal það hvorki lof- að nje lastað. En það virðist auð- ?*tt, að óhjákvæmilegt sje að búa Pjóðina sjálfa undir þessa breytingu °S afla henni þeirra mentunar, sem °hjákvæmileg er hverjum manni á vjelaöldinni. íslendingar hafa löngum verið uamfúsir menn og haft gott lag á að afla sjer fræðslu af bókum, þó skólagangan hafi verið stutt eða eng- 111 • En að því er snertir fræðibækur Uni iðnfræðilég efni hjer á landi er ekki um auðugan garð að gresja. Þó fslendingar sjeu mikil bókaútgáfu- hjoð má segja að bókamarkaðurinn sle afar einhæfur. Og um þær bæk- l)r, sem vjelaöldinni einkum .hæfa, er v«rla að ræða á íslensku. Beynslan hefir sýnt, að vjelfræði iðnfræðileg efni liggja vel fyrir ís- lendingum — má til marks um þetta nefna skaftfellsku bændurna, sem numið hafa svo vel rafvjelasmíði, að uiestu leyti upp á eigin spitur að þeir N|i'kja nú bæjarlæki víðsvegar um ;'ndið. Þarf varla að efast um, að ef fiokkur góðra bóka um allskonar 'erklegar nýjungar og vjelfræði yrði rifnður handa almenningi og gefinn 11 * a islensku, mundi sú útgáfa verða s orum þarflegri en sumt annað, sem nu kemur út á bókamarkaðinum, Kristinann finðmundsson rithöfundur. Sá íslenskur rithöfundur, sem mesta athygli vekur nú erlendis er tvímælalaust Kristmann Guðmunds- son. Hann hefir dvalið 5 ár i Noregi og skrifað 4 bækur á ríkismálinu. Sú fyrsta kom út haustið 1926. Voru það nokkrar smásögur. Bókin hjet „Is- landsk kjærlighet" og fjekk fremur góða dóma hjá ýmsum merkum rit- dómurum i Noregi, en „Islandsk kjærlighet" varð lítt kunn utan Nor- egs. Er í þessari bók þó ein smásaga, sem telja verður hreinustu perlu, „Sindsyk“ heitir hún. Haustið 1927 kom svo „Brudekjolen", sterkviða skáldsaga. Snildarlegar náttúrulýs- ingar og sálarlífslýsingarnar ritaðar af næmum skilningi og glöggu innsæi. Þesi bók vakti mikla athygli í Noregi og utan Noregs. Hefir hún verið þýdd á þýsku, ensku, höllensku og rúss- nesku. 1928 kom þriðja bókin, „Ár- man og Vildís“, er lýst ástandinu „á berklasjúkrahúsi nálægt Reykjavík". Er í þesari sögu meiri liraði í frá- sögninni en i „Brudkjolen“ og er „Ármann og Vildís“ talin mjög ólík þeirri skáldsögu um flest. Lýsing- arnar eru þar þó mjög skýrar, en glettni bregður þar oft fyrir, sem litið fanst af í hinum fyrri sögum. Siðast liðið liaust kom svo út fjórða bókin „Livets morgen“, sem mesta athygli liefir vakið af því, sem Kristmann hefir skrifað. Er „Livets morgen“ lik að ýmsu „Brudekjolen“, hetjuandinn og stórmenskan er þar mest áberandi. Saga þessi hefir fengið svo einróma lof að telja verður vafasamt hvort nokkurt íslenskt skáld hafi fengið svo einróma viðurlcenningu fyrir verk sín. Set jeg hjer nokkur um- mæli frægra ritdómara og þarf því ekki að orðalengja frekar um bókina, þvi að ummælin eru nægi- lega skýr og taka af allan vafa um hvort Kristmann sje stórskáld eða ekki. J. II. B. í „Niðarós“ Noregi: „Þessi nýja bók hins merka íslendings, er ritar hjer á ríkismálinu, er þrung- in af örlagaríkum mikilleik íslend- ingasagnanna". Inge Debes í „Nati- onen“ Noregi: „Livets morgen“ er mikilvægt ritverk, ekki aðeins ineðal ritverka höfundarins, heldur og einnig í bókmentum Noregs. „Ron- ald Fangen í „Tidens Tegn“ Noregi: I öllu tilliti er þett gott og glæsilegt ritverk. Lýsingarnar eru sterkar og bera vott um mikla sálarþekkingu. Inní söguna eru ofnar margar lýs- ingar af landslagi, fiskiróðrum, af stormum og hetjudáðum, sem hverj- ar fyrir sig eru alveg frainúrskar- andi: Einnig eru lýsingarnar af börnum góðar og lifandi". — Rolf Thescn í „Arbciterbladet“: í bókinni inni eru margir fyrirmyndar fagrir kaflar. . . Sagan er mögnuð lífi og eftirvæntingu“.„J;;/Zam/sposle/i“Da/i- mörku: Þetta er hin besta af nýj- um bókum sem jeg hefi lesið mörg undanfarin ár. Og það er aðeins af virðingu fyrir gömlum rithöfundum, sem bliknaðir standast ekki saman- burð við nýju kraftana, að jeg vil ekki alveg fullyrða að „Livets morg- en“ sje besta skáldsagan, er jeg hefi lesið. Frásögnin er áhrifarík, og efn- isval og efnismeðferð er alveg fram- úrskarandi. . . Það var ómetanlegt tjón fyrir íslenskar bókmentir, að (Jóhann) Sigurjónsson dó svo ung- ur, en (Kristmann) Guðmundsson, er að minsta kosti jafnoki hans. ..“ „Prófessor Hjalmar Lindroth“ Gauta- borg, Svíþjóð: „Livets morgen" er stórkostleg og mikilfengleg saga“. ■—■ Prófessor, dr. Ernst IJarm, (heim- spekingur, sálarfræðingur og bók- mentafrœðingur), „Berlíner Tage- blatt“ og „Litteraturblatt", Þýska- landi: „Hann er einn af bestu snill- ingum málsins á Norðurlöndum. Hin nýja bók hans mun ná geysi út- breiðslu um heim allan á komandi árum. „Livets morgen“ er konungleg saga. Með aðeins fáum orðum eru gefnar guðdómlegar lýsingar, svo skýrar, að þær standa lifandi fyrir hugskotssjónum manns. Hjer er á ferðinni mikill og heilsteyptur mað- ur, sem einnig í heilsteyptri frásagn- arsnild lýsir lífinu. Ilann er nýr list- rænn „Lebensmorgen“ frá fjar- lægasta horni Evrópu, frá útjaðri menningarinnar — þannig er þessi Islendingur, Kristmann Guðmunds- son“. Jeg hefi hjer aðeins tekið útdrátt úr ummælum fárra stórmerkra manna, sem um leið og þeir dæma bækur fyrir bókamarkað sinnar eig- in þjóðar, dæma fyrir bókamarkað allrar Evrópu og jafnvel Ameríku líka. Sjerstaklega er dómur þýska prófessorsins athyglisverður. „Livets morgen“ er nú verið að þýða á þýsku og ensku og að líkindum verð- ur sagan einnig þýdd á frönsku. Af bókinni hafa nú þegar selst 6000 eintök í Noregi. Og segja bóksalar þar, að bækur Sigrid Undsets, Kris- manns og Bojers seljist best. Þegar Kristmann fór hjeðan fyrir 5 árum var hann fátækur að öllu nema trú — á sjálfan sig. „Æfintýrið" um fátæka kotungs- soninn gerist enn. V. S. V. Um víða veröld. ----X---- KARL f KRAPINU. Frank Froest, —---------------— fyrrum forseti Scotland Yards, lögreglustofunnar, sem kunn er af Hnífsdalsmálinu og öðrum stórmálum veraldar, er nýdá- inn, 74 ára gamall. Hafði hann verið 34 í þjónustu þessarar frægu stofn- unar. Frank Froest þótti að mörgu leyti fórgöngumaður í leynirannsóknum og liefir hann verið fyrirmynd í fjölda af glæpamannasögum. Hann var orð- lagður kraftamaður, samanrekinn og gildur, dugnaðurinn ódrepandi, úr- ræðagóður og fljótur á sjer. Fyrir þessa kosti varð hann fljótt einn af annáluðustu leynilögreglumönnum i London. Það var hann, sem náði Crippen lækni, sem myrt hafði konu sína, en Jiað morð vakti afarmikla athygli á siniii tið. Við þann eltingaleik voru loflskeyti fyrst notuð i þágu lögregl- unnar. Froest fjekk skeyli frá skip- stjóranum á „Montrose“ um að Crippen væri þar líklega innan- borðs ásamt fylgikonu sinni Ethel de Neve sem gekk í karlmannsfötum. Froest símaði samstundis lögregl- unni i Montreal, en þangað átti skip- ið að fara, og hað hana að vera til taks. En sjálfur lagði hann af stað þangað, með skipi sem var hrað- skreiðara en „Montrose“ og þegar Crippen kom til Montreal gekk hann beint í greipar enska lögreglumann- inum og þar með var úti um hann. Hann var dæmdur til dauða og hengdur. Á fyrstu árum Froest var hann sendur til Queenstown til að taka á móti glæpamanni, sem sakaður var um 5 morð og var annálaður fyrir krafta. Rjeðist bófinn á Froest undir eins og þeir hittust og urðu þar harðar sviftingar, en þannig lauk, að Froest varð ofan á. Enda er kröft- um hans viðbrugðið. Gat hann á yngri árum snúið pening sundur milli fingranna. Froest var annálaður um allan heim fyrir dugnað sinn og var hann stundum falaður af lögreglu annara landa, til aðstoðar. M. a. fór hann til Bandarikjanna til þess að ganga á miili bols og höfuðs á fjelagi fje- glæframanna, og það tókst. Og hann þekti helstu bófaaðsetur stórborg- anna út og inn. Lýsingar þær, sem eru i „Bulldog Drumond" sögunum eru gerðar með honum sem fyrir- mynd. —x--------- KEISARI KÍNVERJA. Þó allir viti, --------—------------ að Kina var keisaradæmi fram að árinu 1912 munu flestir reka upp stór augu, þegar þeim er sagt, að keisari Kín- verja sje enn til, og að hann sje meira að segja ekki nema 24 ára gamall. Hann hefir sem sje ekki heyrst nefndur, fremur en hann væri ekki til, þessi átján ár, sem lið- in eru siðan hann steyptist af stóli. Og þó var hann borinn í þennan heim til þess að stjórna 400 miljón- um manna. — Nú heitir hann Pu Yi og á heima í Tientsin og lifir þar undir verndarvæng Japana, því haníi fullyrðir að ef Kínverjar næðu til sín mundu þeir þegar í stað gera sig höfði styttri. Pu Yi var 6 ára þegar lýðveldis- sinnar tóku völdin í Kína. En þessi fyrstu 6 ár var hann lengst af keis- ari, þó lítið bæri á því, vegna þess að ungbörn eru oftastnær athafna- lítil í stjörnmálum. Keisaraekkjan Tsu IIsi rjeði rikjum. En eftir 1912 var hann fangi í keisarahöllinni í Peking alt þangað til suðurherinn kínverski tók borgina 1924. Þá varð hann að flýja þangað sem hann nú er, undir verndarvæng Japana. lieis- arinn hugsar ekkert um að komast til valda. Hann langar aðeins til að ferðast —- til Ameríku og Evrópu og sjá hvíta menn. En hann hefir ekki efni á að láta þennan draum sinn rætast. Hann vantar farareyri! Keisarinn i Kína var með ríkustu jijóðhöfðingjum veraldar. Og sjálfur átti Pu Yi peninga, svo miljónum króna skifti. En það er farið. Þvi var blátt áfram stolið. Hershöfðing- inn Fung Yu Shang sló eign sinni á það og enginn veit hvernig þvi hefir verið ráðstafað, en hitt vita allir að nú er hershöfðinginn orð- inn forríkur maður. Aumingja Pu Yi. Hann á ekki fyrir farmiðanum, en keisaraekkjan síðasta varði 140 miljónum króna til þess að láta reisa sjer minnisvarða! Pu Yi langar til að heimsækja ýmsa fræga menn hvíta og telur hann i þeim hóp prinsinn af Wales, sem liann öfundar injög vegna þess að hann fái svo mikið að ferðast. Ennfremur Hoover forseta, Lloyd George, Charles Lindberg, Gretu Garbo, Ilarald Lloyd og Chaplin. Pu Yi kann talsvert i vesturlanda- málum og les mikið af bókum. ----------------x---- Hæstirjetturinn i Jugóslaviu hefir nýlega kveðið upp dóm yfir þing- manni þeim, er slcaut Króataforingj- ann Raditsch til bana á þingfundi í Belgrad í fyrra. Fjekk þingmaður- •inn 33 ára fangelsi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.