Fálkinn - 29.03.1930, Page 4
4
P Á L K I N N
Drengur að leika sjer.
Tarso.
Sœmundur á selnum.
Hversvegna birtir „Fúlkinn“
mynd af Pálma Hannessyni
rektor núna, en ekki í haust
Jjegar mest var um hann talaö?
munu menn spyrja. Blaðinu láð-
ist að gera Jjetta í haust, en nú
hafa nokkrar ungar stúlkur t
bænum sent oss innilega áskor-
un um að fá mynd í „Fálkan-
um“ og er blaðinu sönn ánægja
að taka liana til greina.
----x---
Ensk stúlka, sem sótti um skrif-
stofustöðu, og var vel kunnandi.
fjekk ekki stöðuna, vegna þess aS
hún var of falleg. Hún mundi trufla
og tefja ungu mennina á skrifstof-
unni, sagði verslunareigandinn.
f Dögg- ——%
vari hindrar dögg aíS setjast á
gleraugu, spegla og alt gler. Sjer-
hver gleraugnanotandi þarf að fá
það. Alveg einstök þægindi. Þetta
döggcreme TIP-TOP fæst aðeins í
Glerauonabúðinni, Lgv. 2.
—...... /
Kona með Amorin.
Samkvæmt siðustu hagskýrslum
voru í lok ársins 1928 samtals 164
miljónamæringar í Kaupmannahöfn,
á Friðriksbergi voru 44 og 79 í Gjen-
tofte við Khöfn.
----x----
Sextugur maður á geðveikraspítal-
anum i Middelfart misti nýlega lífið
við það, að reynt var að koma ofan
í hann mat gegn vilja hans sjálfs.
Maðurinn hafði tekið upp á þvi að
hætta að matast og eftir nokkra
sveltidaga fyrirskipaði læknirinn að
dæla ofan í hann mat með valdi. En
eitthvað af matnum hafði farið ofan
i þurka á manninum og kæft hann.
Asniundur Sveinsson myndhðggvari
heldur um þessar mundir sýn-
ingu á allmörgum höggmynd-
um í hinni nýju skrifstofubygg-
ingu stjórnarinnar við Ingálfs-
stræti. Ásmundur fluttist hing-
að til lands í fyrravor eftir
langa mentadvöl erlendis.
Dvaldi hann fyrst í Stokkhólmi
i mörg ár og naut þar leiðsagn-
ar hins ágæta listamanns Milles.
En að loknu námi á listaháskól-
anum þar fluttist hann til París-
ar og ferðaðist á þeim árum lil
Ítalíu og Grikklands til þess að
kynna sjer forna myndhöggv-
aralist. Ásmundur er frumlegur
t list sinni og sjerkennilegur.
Hann vill láta hina mótandi list
renna inn í byggingalistina og
telur að með því móti, að nota
listaverk til þess að skreyta hús
og opinbera staði, komi þau al-
menningi að betri notum, en
verk, sem gerð eru til þess að
standa á safni. Margt af verk-
um Ásmundar er gert með hlið-
lngveldur Guðmundsdóttir t
Kópavogi varð 80 ára 20. þ. m.
sjón af þessu, svo sém gos-
brunnar hans og fleira. Þarna
á sýningunni er fjöldi mynda,
sem óblandin ánægja er að
horfa á. Þektust allra mynda
hans er ,Sæmundur fróði á
selnum“ og er hún með elstu
myndum hans, en þess má þó
gela, að sú mynd, sem nú er til
Grettir á bcmastnndinni.
er allmikið breytt frá hinni fyrri
mynd hans, sem skemdist í
Stokkhólmi og nú er ekki fram-
ar til. Þá má benda á mynd TÍs-
mundar af víkingi einum, af
„Gretti á banastundinni", gos-
brunninum, sem hann hefir
höggið i sænska marmara
°9 fjóldi er þarna annara
mynda, sem verðskulda athygli.
Ásmundur er listamaður, sem
þegar fyrir löngu hefir sýnt, að
hann er hafinn yfir fjöldann og
má vænta hins besta af lífsstarfi
hans í framtíðinni. Þjóðin ætti
að sjá sóma sinn í að gera vel
við hann og þeir, sem byggja
stórhýsi er þeir vilja vanda vel
til, geta elcki kosið sjer betri
prýði en þá, sem listasmekkur
Ásmundar og snilli, gæti lagt til.