Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1930, Síða 6

Fálkinn - 29.03.1930, Síða 6
6 FíLKINN Svona lítur konungurinn út, þegar hann stendur andspienis liersveit- tnn síniim og ávarpar þær. Það virðist vera mikill útlitsmunur á hon- um og Shemba. góðan veðurdag livarf hann frá öllu saman. Hann skifti landar- eign sinni niður í fjölda mörg smábýli, sem hann gaf hjúum sínum. I samráði við eiginkonur sínar þrjár gerðist liann svo far- andprjedikari og nú trúa þús- undir manna því, að hann sjc endurlausnari þjóðarinnar. Bretar h.afa ráðin yfir landinu og i fyrstu tóku bresku yfirvöld- in starfsemi hans fálega. En nú hefir þeim skilist að liann er þarfur maður, því aldrei hefir verið jafnfriðsamt í landinu eins og síðan hann fór að prjedika. f daglegu lífi sínu er Shemba fyrirmynd annara manna að háttprýði, iðni og nægjusemi. Ilann fer fótgangandi stað úr stað, þó bifreiðar haldi uppi á- ætlunarferðum viða í Zululandi, og prjedikar í hverju þorpi. Hann kennir löndum sínum nýja og betri siði, sýnir þeim fram á, að þeir eigi að hætta að nota vopnin til að skera úr deilum sínum, prjedilíar þeim hindindi og telur þá af að sækja hinar tryllings- legu dansskemtanir. Og alstaðar Þetta er andlitsmgnd af Shemba, svarta spámanninum. Andlitið er ó- venju gáfulegt i samanburði viðZulu- negra yfirleitt. þar sem hann kemur safnast fólkið að honum til þess að hlusta á hann og fá blessun hans. Shemba er kristinn, en þó ber honum og trúboðunum í landinu ýmislegt á milli. Trúboðarnir vilja t. d. ekki viðurkenna að fjölkvæni megi leyfast. En Shemba er maður hygginn og skilur, að það er nær ómögulegt að ganga í berhögg við aldagaml- ar þjóðvenjur í einni svipan, og Þessi maður er konungur í Zulu- landi. Hann er sex feta hár og að- eins 28 ára gamall. Hann er valda- mikill maður, en þó þykja orð hans ekki mikils virði, ef þau ganga gegn kenningum Shemba. þvi vill hann fyrst reyna að sið- menta þjóð sína á öðrum svið- um, þar sem mest kveður að villimenskubragnum og smá- færa sig upp á skaftið. Sjálfur á liann þrjár konur, eins og áður er getið. Þegar liann ræður fólki frá dansinum, eru það hinir dul- rænu villimannadansar — eins- konar heiðin trúarathöfn — sem hann berst á móti, en alls ekki hinir venjulegu þjóðdansar, sem dansaðir eru með hæversku móti. Shemba er einkennilegur mað- ur. Evrópumenn í landinu hafa mikið dálæti á honum og telja hann langmerkasta mann þjóð- arinnar. Þegar hvítur maður heimsækir hann, setur hann fram eina stólinn á heimilinu fyrir hann, en sest sjálfur á gólf- ið. Hánn er hár maður og mjó- vaxinn, í útliti likist hann mein- lætamanni og andlitsfall hans er göfugmannlegt og gáfulegt. öllum, sem við liann tala ber saman um að maður verði fyrir annarlegum áhrifum af honum. Ensku skilur hann ekki, en talar móðurmál sitt eingöngu. I þorp- inu sem hann á lieima hefir hann komið af stað svo miklum um- hótum, að hagur almennings er hvergi talinn betri í landinu en þar. Þessi einkennilegi maður boð- ar fólkinu kristna trú og leggur sjerstaka áherslu á kraft bænar- innar. Hann leggur mikla á- lierslu á hreinskilni og vinnu- semi. Stjórnmál lætur liann al- veg afskiftalaus og vill engin ver- aldleg völd hafa. Byltingastarf- semi vill hann ekki vera kend- ur við, en telur liið eina hlutverk sitt það, að biðja Guð um að hjálpa þjóðinni úr hörmungum hennar. í Mount Vernon er ketlingur, sem sýndur hefir verið látlaust í þrjá mánuði við mikla aðsókn, er liann njerkilegur fyrir það, að hann geng- ur á afturfótunum jafnfimlega og aðrir kettir ganga á fjórum. En á- stæðan til þess, að hann gengur á afturfótunum er sú, að hann fæddist framfótalaus. Móðir hans var líka vansköpuð: hún hafði sex klær á hverjum fæti. ----x----- Julius Gömbös, hermálaráðherra Ungverja hefir nýlega borið fram eftirtektarvert lagafrumvarp. Vill hann löghelga á ný ýmsar gamlar venjur, sem sjálfsagðar þóttu fyrr- um. Hann vill t. d. leyfa að refsa hermönnum með þvi að hýða þá. Ennfremur vill hann láta það vera skyldu herforingja, að þeir skori þá menn á hólm, sem sýna þeim óvirð- ingu. ----x----- í París hefir maður, sem fyrir nokkrum árum misti báðar hend- urnar við slys, fengið leyfi til að stýra hifreið. Fjekk hann gerfihend- ur og hefir náð svo ótrúlega mikilli leikni í að nola þær, að hann eigi aðeins getur stýrt bifreið sinni á fjölförnustu götum borgarinnar, eins og hver annar, heldur líka gert við hilanir á vjelinni, skift um dekk og því um líkt. Stærsta Ameríkufar Norðmanna, Stavangerfjord hefir nú farið 100 ferðir milli Osló og New York. í þess- um ferðum liefir skipið notað elds- neyti fyrir 18,6 miljón krónur, mat- væli fyrir 10,9 miljónir og greitt í kaup 8,7 miljónir, en fyrir viðhald og umbætur 7,1 miljón og í vátrygg- ingu, endurbætur, fyrning 3,8 milj. ------------------x----- Nýlega var verið að grafa fyrir húsi rjett hjá Nyköbing á Sjálandi. Fanst þá gamalt ker og í því um 200 peningar. Stjórn forngripasafns- ins var gert aðvart og var nú farið að leita frekar. Hafa nú fundist uin 3000 peningar, flestir frá þrettándu öld, þar á meðál enskur gullpeningur frá tíð Hinriks þriðja. Er talið víst, að peningarnir hafi verið faldir þarna af ótta við sjóræningja. —-—-x---- Eldspítnakongurinn Ivar Kreuger er kominn að fimtugu, en hefir alla tið verið ógiftur. Nú segir sagan, að hann ætli að fara að staðfesta ráð sitt og giftast greifaekkjunni Inge- borg Waclitmeister frá Helsingborg. Hún er ung kaupmannsdóttir en gift- ist greifanum Erik Wachtmeister rit- höfundi, sem dó eftir stutt hjóna- band. Engin veit live eldspítnakong- urinn á mikið til, en eignarskatt geldur hann af 350 miljón krónum. Og svo mikið lánstraust hefir hann, að liann liefir getað lánað öðrum 800 miljón krónur á síðustu árum. Hann á hallir í Berlín, París, London og New York og þegar hann dvelur á gistihúsum nægir honmn aldrei minna en átta herbergja íbúð. ----x---- Nýlega var ung stúlka, sem heitir miss Hail látin laus úr Hollowayfangelsinu i London. Hún hafði setið þar þrjá mánuði fyrir ýmsa búðaþjófnaði; einkum hafði hún stolið skartgripum og verið mjög bíræfin. Árið 1923 var hún kjörin fegurðardrotning Englands og þyrpt- ust þá karlmennirnir að henni til að biðja hennar. En hún vildi engan og er ógift, svo að enn er tækifæri til að ná i hana. -—-—x---- Ameríkumenn eru að gera sjer alls- herjar þjóðarminnismerki úr liush- moretindinum i Black Hills. Á tind- inn eru liöggnar risavaxnar myndir af forsetunum Lincoln, Washington, Jeffersson og Roosevelt og auk þeirra á að höggva í klettinn sögu Banda- rikjanna í 500 orðum, sem Coolidge fyrv. forseti liefir skrifað. Stafírni.r verða svo stórir að þeir eiga að sjást í margra kílómetra fjarlægð. ----x---- Ameríkumaður nokkur bauð nýlega nokkrum enskum vinum sinum til veislu í London. En sjálfur var hann staddur í New York. Þegar veislan stóð sem hæst hringdi Ameríkumað- urinn upp veislustaðinn og hjelt ræðu fyrir gestum sínum. Heyrðist livert orð í hátalaranum. En símtalið kost- aði 1800 krónur. ----x---- Auglýsingaaðferðirnar eru marg- ar, en spáný tegund auglýsinga kom nýlega fram í einu Lundúnablaðinu. Uiídir hjúskaparauglýsingum stóð þetta: Ungur iniljónamæringur, fríð- ur sýnum og hugulsamur óskast eft- ir að kynnast stúlku, er í sem flestu líkist hetjunni í hinni nýju skáld- sögu „Ást hans sigraði“ eftir Petei' Axworthy. — Fjöldi meyja gaf sig fram, en engin fjekk svar. Ilinsvegar seldust kynstrin öll af nýju sögunni hans Axworthy, því allir vildu vita hvernig söguhetjan væri. Vitanlega var það liöfundurinn sem hafði aug- lýst. ----x---- Hraðsyndasti fiskur í heimi, er urr- iðategund ein. Getur fiskur þessi synt 35 kílómetra á klukkustund eða álíka hart og góður hjólreiðamaður fer á sæmilegum vegi. ----x---- Átján ára gömul stúlka í Regens- burg, sem á vanda til að ganga 1 svefni komst eina nótt fyrir skömniU út á götu og alla leið niður að Dóná. Gekk hún beint i ána, en vaknaði við vondan draum er hún kom í vatnið. Henni var bjargað.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.