Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1930, Blaðsíða 2

Fálkinn - 14.06.1930, Blaðsíða 2
2 F A L K I N N ------ GAMLA BIO ------------ Þess bera menn sár. Kvikmyndasjónleikur í 8 þáttum, leikinn af 1. flokks þýskum leikurum. Aöalhlutverldn leika: Lil Dagover og Hans Stiiwe. Myndin sýnd bráðlega. PROTOS handþurkan. Hentug fyrir sjúkrahús, banka og stofnanir, þar sem fjölmenni hefst við. Handklœðin sparast. Straumeyðslan óveruleg. Upplýsingar hjá raftækjasölunum er kominn, úrvalið mikið og verðið lægra cn í fyrra. — Ivomið og skoðið, það margborgar sig. Lárus Q. Lúðvígsson, Skóverslun ------ NÝJA BÍO ------------- Laila. Sjónleikur í 7 þáttum. Aðalhlutverkið leikur hin ágæta sænska leikkona: Mona Mártensen. Sýnd eftir helgina. ALKLÆÐI fjórar tegundir. . Peystufatasilki, Svart Spegilflauel, í mötlla og peysuföt, Silkiflauel, og alt lil pejrsufata. Kashmirsjöl, Tvílit sjöl, Slifsi, Upphlutasilki, Upphlutaskyrtuefni og alt til upphluta. Peysufatakápur, Mesta úrval og besta verð er jafnan í SOFFÍUBÚÐ. S. JÓHANNESDÓTTIR. Austurstræti 14. heint á móti Landsbankanum. Kvikmyndir. niðurlögum bófans og kemur þann- ig fram spádómurinn. LAILA Sagan gerist öll á Finnmörk. Lands- lagið er eyðilegt og stórfenglegt, lík- ast þvi sem er uppi á háfjöllum á ís- landi, og fólkið er eins og náttúran sjálf, ástríðuþungt og sterkt i sorg og gleði. Öll er myndin skínandi falleg. Hún sýnir lifnaðarhætti Lappanna, þessa hálfvilta mongólska kynstofns, sem enn þann dag í dag reikar um háfjöllin með hreindýrahjarðir sín- ar og á hvergi vissan samastað. Það á í stríði við hina soltnu úlfa öræf- anna og voðalegu pestina, sem geng- ur eins og logi yfir akur og drepur alt lif þar, sem 'hún fer yfir. Laila elst upp hjá Lappahöfðingj- anum Lagje. Húskarl lians Jamna finnur hana þegar hún er lítiðbarnog forðar henni úr úlfsklóm. Jampa er einkennilegasta persóna leiksins. Hann er mitt á milli þess að vera maður og villidýr. Ást hans og hat- ur er jafnsterkt, og eftir að hann finnur Lailu verður hún líf hans alt. Laiía, sem er af norsku bergi brot- in, þó hún viti það ekki sjálf, tekur með aldrinum lundarfar og ástriðu- þunga Lappanna, hún er mikil fyrir sjer enda eftirlætisgoð allra. Hún er heitin Mellet fóstbróður sínum, en ann lionuin lítt. Aftur á móti hefir hún fengið óslökkvandi ást á ung- um Norðmanni, sem heitir Anders Lind og ann liann henni einnig hug- ástum. En milli Lappa og Norðmanna er mikið djúp staðfest, sem ekki einu sinni ástin getur brúað, blanda þeir ógjarna blóði saman, það er því lílil von fyrir Lailu að eignast elskhuga sinn. En þá er það Jampa, maðurinn og villidýrið Jampa, sem aftur grip- ur inn i rás örlaganna og Laila verð- ur hamingjusamasta konan undir sól- inni. Öll hlutvverkin eru skinandi vel Ieikin. Mona Martenson leikur Lailu af hinni mestu snild. ÞESS BERA MENN SÁR. Gamla Bió sýnir á næstunni mynd íneð þessari fyrirsögn. Þó myndin sje ákaflega sorgleg og átakanleg á köílum fer hún þó vel, má segja það þeim til huggunar, sem ekki vilja sjá alt of sorglegar mynd- ir. Lil Dagover leikur aðalijlutverkið kvenlega og vel eins og liennar er von og vísa. Efni myndarinnar er aðallega ást og afbrýði. Það er búið að spú fyrir unaum liðsforingja að hann eigi að drepa mann og skyggir það nokkuð á líf hans. Ástmey haiis er gift yfirhers- höfðingjanuin, sem svíkur liana og táldregur á allar lundir, snúast því hugir elskendanna hvor til annars aftur og leitast þau við að hittast. En herbergisþjónn hershöfðingjans logar af ást til húsmóður sinnar og veitir hann þeim eftirför hvert sem þau fara og kemst þannig að öllu saman. Vill hann neyða hana lil blíðu við sig með því að ljósta öllu upp að öðrum kosti. Er hún stödd milli tveggja elda. Segir hún frænda sinum gömlum alla söguna og tekst liðsfor- ingjanum, elshuga hennar að ráða- - Einkasalar I. Bryn jóllsson & Kvaran Verð kr.0.75iHt Ilin dásamlega TATOL-handsápa mýkir og hreinsar liörundið og gefur fallegan ogbjartan litarliált. Hreinar Ijerel'tstuskur kaupir Herhertsprent. Iíankastræti 3. V1 y Trjesmíðavjelar. Þessar áffætu IrjesmiÖavjclar fáið |ijcr hjá Eiríki Hjartarsyni, Laugavcg 20 B, Rcykjavík. Sími 1690. Pósthólf 565.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.