Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1930, Blaðsíða 9

Fálkinn - 14.06.1930, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Abessynía er eitt af helstu sjálf- stæðu innfæddra manna ríkjunum í Afríku og telur 12—ih miljón íbúa. Er þar talsverð menning í gmsum greinum og svipar þjóðinni talsvert til Persa i gmsum háttum sínum. Nglega urðu stjórnarskifti i landinu. Zeoditu drotning, dótturdóltir Men- liks konungs, þess sem átti í stríðinu við ítali og sigraðist á þeim, árið 1896, en dó 191b, er nú önduð. Með- stjórnandi hennar hjet Ras Tafari og er hann nú orðinn einn keisari landsins. Grunar suma, að fráfall drotningarinnar hafi ekki verið með feldu. Hjer á mgndinni sjást þau bæði og ber mgndin með sjer að Abgssgníumenn eru skrautgjarnir, enda taldi drotningin sig afkom- anda drotriingarinnar af Saba. 1 Eggptalandi kom svo mikið af engisprettum í vor, að hrein vand- ræði urðu að, og sama plágan gekk gfir Sudan og Landið helga. Þeir sem aldrei hafa komist í tæri við þennan ófögnuð munu tæplega gera sjer grein fgrir, lwe mildum vand- ræðum engispretturnar geta komið til leiðar eða hve mikið er af þeim. En þess má geta sem dæmis, að sumstaðar varð svo mikið af þeim á járnbrautarteinunum, að lestirnar gátu ekki komist áfram en stóðu fastar. Þar sem engispretturnar fara gfir sjest ekki stingandi strá eftir, því þær drepa allan gróður. Eini vegurinn til að stemma stigu fgrir plágunni er að kveikja bál og hefta þannig för þeirra. Sgnir mgndin menn að því verki. Amerikumönnum hugkvæmist margt, sem Evrópumönnum dettur ekki í hug. Þannig hefir maður einn gert minnisvarða gfir Adam vestur í Baltimore og sjest hann hjer á mgndinni. 1 Englandi er það siður, að konuríg- urinn sendi hverjum þegna sinna rjómatertu í afmælisgjöf á hverju ári úr því að maðurinn nær 100 ára aldri. Tertunni fglgja jafnmörgkerti og afmælisárin eru. Hjer á mgnd- inni sjest 102 ára gömul kona, sem er að taka á móti lertunni konungs- ins á elliheimili einu í London. Þglc- ir þessi afmælisgjöf best allra gjafa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.