Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1930, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.06.1930, Blaðsíða 4
4 F A L K T N N Hljómleikar landskórsins. r Fimleikaflokkur Armanns. Fyrir hátíðina Alþingishátíðina safnast hjer saman öll jiuu sex fjelög, sem ern í sambandi ísl. karlakóra, sem stofnað var fyrir tveimur árum og hingað lil hefir einkum unnið að því, að koma hjer upp veglegum liljómleikum i sambandi við hátíð- ina. í sambandinu eru: Ilarlakór K. F. U. M. meðlimir 38, söngstjóri Jón Halldórsson, Karlakór Reykjavíkur, mcðlimir 3’t, sörigstjóri Sigurður urður Þórðarson, Stúdentakórið, meðl. Vt, söngstjóri Páll ísólfsson, „Geysir“ frá Akureyri, meöl. 28, söngstj. Ingimundur Árnason, „Vis- ir“ á Siglufirði, meðl. 20, söngstj. Þormóður Eyjólfsson og Karlakór ísafjarðar, meðl. 20, söngstj. Jónas Tómasson. Sambandið hefir hljóm- leika á Þingvöllum og syngja þar bœði öll fjelögin saman (landskór- inn) og lwert í sínu lagi og enn- fremur skemta þau þar á kvöldin. Ilefir söngskrá landskórsins verið œfð af fjelögunum i vetur, alls 10— 12 lög. Iljer í Reykjavík verða haldn- ir hljómleikar 2. og 3. júlí og syng- ur þar bæði landskórinn og einstök fjclög. Landskórnum stjórnar Jón Halldórsson. Vænlanlega verða líka haldnir hljómleikar úti. Hefir sam- bandið lagt afarmikla vinnu i undir- búning hljómleikanna og má vænta að þeir verði hin ágœtasta skemtun. Er þetta fyrsta söngmótið hjer á landi, með þáttöku víðsvegar að, og og er hjer um að ræða viðburð í tónlistarlifinu, scm allir söngelskir menn munu fylgja, með mestu at- hygli. Rigmor Hanson dansmær. Þriðjudaginn 24. júni efnir ungfrú Rigmor Hanson til danssýningar í Gamla Bíó með aðstoð nokkurra nem- enda sinna. Danssýning þessi mun vafalausl verða bæjarbúum og eins gestum bæjarins mikið tilhlökkunar- efni, því þeir eru þó allir komnir hingað til að sjá ísland og islenska list. Danssýningu, sem ungfrúin hjelt í mars í vetur, varð að endurtaka 3svar sinnum, fyrir fullu húsi. Enda liefir Rigmor þrátt fyrir ungan aldur vakið aðdáun með list sína og með- fædda gáfu. Sýningin mun verða end- urtekin 29. júni í Iðnó. Seinni partinn í júni ætlar Rigmor að skemta bæjarbúum og gestum með því að sýna dans á Austurvelli með nokkrum ungum stúlkum, nemendum sínura. MSðruvallasköIion. eða gagnfræðaskólinn á Akureyri, sem nú er, átti 50 ára afmæli um mánaðarmótin síðustu og var þess minst með veglegum hátiðahöldum á Möðruvöllum og Akureyri þarsem við- staddir voru fjöldamargir gamlir nem- endur skólans auk núverandi nem- cnda. Skólauppsögn fór fram í sam- bandi við afinælisfagnaðinn og þá út- skrifaðir stúdentar, með því að skól- inn hefir á slðustu árum fengið mentaskólarjettindi. — Hjer að of- an sjest mynd af skólahúsinu og af aðalsamijeetinu sqnt haldiS var,. Mynd þessi er af karlaflokki þeim, sem liefir fimleikasýningu á Alþing- ishátíðinni. Er hann frá Ármann“. Líka sýnir jafnstór kvennaflokkur úr „Í.R.“ fimleika undir stjórn Björns .lakobssonar. Nöfn þátttakenda í karlaflokkinum eru þessi: Efsta röð: Stefán Jónsson, Guðm. Kristjánsson, Helgi Kristjánsson, Guðm. Halldórsson, Þorsteinn Ein- arsson, Sigurður Steindórsson, Mar- teinn Jensen, Geir Sigurðsson og Jón Guðmann Jónsson. Miðröð: Óskar Þórðarson, Ragnar Krisiinsson, Sigurbjörn Björnsson og Jakob Jónsson. Fremsta röð: Karl Gíslason, Sigur- jon Jónsson, Gísli Sigurðsson og Geir Olafsson. Jón Magnásson skipstj. Hafn- arfirði varð fimtugur 12. júní. Sira Malthías Eggertsson verð- ur 65 ára á morgun. Hjónin á Reyðar- vatni á Rangár- völlum, Guðrún Árnadótt'.r og Tómas Döðvars- son áttu gull- brúðkaup í fyrra- dag. Hafa þau bii- ið á Reyðarvatni allan sinn búskap og getið sjer al- mennar vinsœld- ir hjeraðsbúa. Franski rithöfundurinn Verneuil er með afkastamestu rithöfundum sem nú eru uppi. Hann er aðeins 36 ára gamall, en hefir samið 33 leikrit, sem leikin hafa verið. -----K---- Gjörið n ú góð kíkiskaup í G’eraugnabúð- inni, Laugav. 2.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.