Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 02.08.1930, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdaslj.: Svavar Iljaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. AuglýsingaverÖ: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Oft heyrist talað um að nú sjeu miklir menn ekki lengur til. Nú sje alt öðru visi en áður var, jarðveg- urinn breyttur og andi vörra tíma sje sá, að gera alla jafna? Ábyrgð- inni sje dreift, svo að enginn mað- ur einn geti vaxið eða minkað á t>ví að bera hana. Það er ábyrgðin, sem gerir menn stóra eða litla. Meðvitundin um það, að verkið, sem unnið er lofi meistar- ann eða lasti hann. En hitt er skemming hverjum manni, að hann vinni verk, sem hann aldrei er lát- inn standa skil á, hvort unnin sjeu vel eða illa. Og maðurinn sem vinn- ur undir stjórn annars manns og á ábyrgð lians, er illa farinn ef hann tekur upp á því að láta húsbónd- ann standa skil gerða sinna í stað- inn fyrir að gera það sjálfur. Hvar sem maðurinn er settur í mannfjelaginu, þá er það altaf svo, að hann á sjálfur að svara til sak- ar um öll sín verk. Hann á að hafa af þeim skömmina og lieiðurinn. Og hann vex við hvorttveggja. En maðurinn sem ætíð varpar á- byrgðinni af verkum sínum yfir á aðra, er altaf að minka. Hann er lítill maður og minkandi, en hinn góður drengur og batnandi. — Sje það sannmæli, að mikil- mennunum sje að fækka, þá staf- ar það vitanlega fyrst og jfremsl af því fyrirkomulagi, sem leiðir af lýðræðisfyrirkomulagi nútímans, að láta marga menn bera ábyrgðina af verki í stað þess að láta einn mann gera það. Það fer sifelt í vöxt að fleiri menn en einn sjeu gerðir jafn- rjettháir og valdamiklir um stjórn sama fyrirtækisins, i stað þess að láta einn mann liafa ábyrgðina á þvi, en veita honum aðstoð þá, sem honum er nauðsynleg. Margir kokk- ar skemma matinn, segir danskt máltæki og margra manna ráð geta að vísu orðið til bóta, en hitt mun nhnennara, að þau verði til skaða. Nefndafyrirkomulagið leiðir sjaldan U1 stórvirkja, en einræði viturra manna hefir hrundið heiminum lengst áfram til framfara og þróun- ar. Einvaldir menn, er hafa þá að- stöðu að þeir þurfa ekki að bera nbyrgð verka sinna, verða oft skað- ræðisgripir. En menn, sem fá sjálf- dæmi um framkvæmd verka sinna °g taka afleiðingunum af gerðum sinum, eru það, sem hver þjóð þarfn- ast. VALUR besta knattspyrnufjelag íslands. Knatispyrnumót lslands 1930 vav háð í Reykjavílc dagana fyr- ir og eftir Alþingishátíðina. 1 því tóku þátt öll fjelögin í Reykjavík, Fram, K. R., Valur og Víkingur og aulc þess eitt fje- lag utan af landi, Iínattspyrnu- fjelag V estmannaeyja. Úrslit urðu þau að Valur sigraði öll fjelögin (skoraði 18 mörk gegn 2) og hlaut að launum tignar- heitið „besta knattspyrnufjelag tslands, ásamt íslandsbikarnum og 11 heiðurspeningum. Næst urðu K. R. með 6 stig, Knatt- spyrnufjelag Vestmannaeyinga með k stig og Fram og Vík- ingur með 1 stig livort. í aftari röö taliö frá vinstri: Jó- hannes Dergsteinsson miöframherji, Djörn Sigurðssoii, hægri innfram- herji, Hrólfur Denediktsson vinstri famvörður, Agnar Dreiðfjörö v. út- framherji, Halldór Árnason miö- framvörönr og Ilólmgeir Jónsson v. innframherji. t fremri röö: Ólafur SigurÖsson h. framvöröur, Pjetur Kristinsson, h. bakvöröur, Jón Krist- björnss. markv., Frímann Helgas. v. bakv. og Jón Eiríkss. h. útframherji. HÖGGORMURINN f BLÓMVENDINUM. Fyrir nokkru siðan var mikið rætt um einkennilegt banatilræði, sem konu nokkurri i Sviss hafði verið sýnt. Var það í því fólgið að kona ein fjekk blómvönd frá fyrri konu manns síns, sem hann var skilinn við, og var höggormur falinn í blómvendin- .En svo vildi til að þegar blómin komu til konunnar var höggormurinn dauður, hafði helfrosið í kuldanum. Líkt atvik kom fyrir í New York ekki alls fyrir löngu. Verksmiðju- eigandi nokkur var ákærður fyrir að liafa sent dansmey einni, frú Et- hel Eade stóran rósavönd og hafði falið höggorm i honum. Vöndurinn lá í pappaöskju. Þegar dansmærin opnaði öskjuna skreið höggormur- inn út úr blómunum og ætlaði að bita hana. Dansmærinni varð svo hverft við að það leið yfir liana og veiktist hún svo upp úr öllu saman að hún varð að liggja i þrjár vikur á heilsuhæli. Hún leitaði auðvitað til lögregl- unnar, og lengi vel var elcki hægt að lcomast á snoðir um hver blómin hafði sent. Það eina, sem hægt var að liafa upp, var að drengur liefði komið með blómin til varðmanns í húsinu þar sem dansmærin bjó. Bafði hann sagt að það væri afmæl- isgjöf, og ætti að fá liana frúnni sjálfri. Frú Eade var ekki heima og geymdi því varðmaðurinn böggulinn og fjekk lienni þegar hún kom heim. Frú Ethel Eade er kona um þrí- tugt, hefir lmn verið gift en er skil- in við mann sinn. Um það bil, sem blómin koniu til hennar, var liún trú- lofuð jarðeiganda, Oliver Mansfield að nafni. Tveim vikum eftir afmæl- isdag frú Eades — eða rjettara sagt — á nýjársdag — var komið með gjöf til Mansfield ,var það vindla- kassi með mjög dýrum og góðum vindlum. í kassanum lá brjef til Mansfield, var það frá gömliun vini hans sem átti vindlaverksmiðju í Chicago. Verksmiðjueigandinn ósk- aði Mansfield lil hamingju, óskaði honum gleðilegt nýjárs og sagðist vonast til þess að vindlarnir reynd- ust góðir, væru þeir gerðir í verk- smiðjum sínum úr sjerstaklega fínu tóbaki. í sama bili og Mansfield kveikti í fyrsta vindlinum lieyrðisl hár hvellur eins og i skammbyssu- skoti. Vindillinn hafði sprungið. Sprakk hann upp í jarðeigandann, misti hann við það þrjár tennur og meiddist svo mikið i andliti að hann varð að liggja i margar vikur. Þegar farið var að rannsaka mál- ið kom í ljós að bófinn hafði fals- að nafn verksmiðjunnar. Nafnspjald vjndlaverksmiðjueigandans, sem lika var falsað, kom upp um þann, sem sent hafði . Hjet hann Elfred Clark og var handsamaður nokkrum dög- uni seinna. Það var nú ljóst að það hlaut að vera eitthvað samband milli árásanna á þau Mansfield og frú Eade. Enda játaði Clark að hann liefði gengið eftir frú Eade með gras- ið í skónum en hún hefði heldur viljað Mansfield. Nokkrum vikum áð- ur en hún trúlofaðist Mansfield liafði hún slitið öllum kunningsskap við Clark — og hafði hann ætlað að hefna sín á henni með þvi að senda henni eiturnöðruna og Mans- field vindla ineð sprengiefnum í. Clark fær margra ára betrunarlnis- vist fyrir tiltækið. -----x---- Fyrsti rafknúði sporvagninn, sem fram kom i heiminum byrjaði að aka um stræti Steglitzbæjar, sem þá var útbær frá Berlín en nú er vax- inn saman við höfuðborgina, árið 1881. Þessi sporvagn var mjóspora og er nú hættur að ganga, en „omni- bíll“ er kominn í staðinn, eins og viða þar, sem umferð er mikil. -----x---- Leiörjetting: í æfiminning frú Hólmfriðar Þor- steinsdóttur i 29. tbl. stendur, að hún sje fædd 18(51, en á að vera 1853; ennfremur er giftingarár hennar sett 1886, en á að vera 1884,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.