Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1930, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.08.1930, Blaðsíða 6
6 F A L K T N N Prússa, en fjórum árum síðar gerðist hann samherji Prússa í viðureigninni við Frakkland, sem lauk með stofnun þýska rikjasamhandsins og stofnun keisarastjórnarinnar. Eru þó Prússar og Bayernbúar hinar ó- líkustu þjóðir í ríkjasambandinu og sýnist oft sitt hverri. Lúðvík hvatti þýsku ríkin mjög til þess að ganga inn í ríkjasambandið og taka sjer keisara og sendi, fyrir milligöngu Bismarcs ölluin stjórnum þýsku ríkjanna áskor- un um þetta. Lúðvík annar var mikill vin- ur Wagners tónskálds og er tal- ið að dálæti hans á tónlist og ráðgjafar hans reyndu að láta hann taka þátt í stjórnarstörfum tók hann því illa og fór smám saman að gerast svo fælinn við þá, að hann fór einförum, ferð- aðist á milli halla sinna í ríkinu og faldi sig. Kom það oft fyrir að stjórnin liafði ekki hugmynd um, hvar konungurinn var nið- ur kominn. En í þessum einveru- stundum sínum sat hann oft við að gera teikningar að söngleika- húsum, sem liann vildi láta byggja til þess að sýna söngleiki Wagners. I Bayern vildi hann koma upp borg, sem yrði land- inu hið sama eins og Versalir höfðu verið Frökkum, borg lista. Lúðvík unnar í sorgitm yfir dauða tónskáldsins fíichard Wayner. draumórar lians í því efni, ásamt hinni takmarkalausu of- trú á Loðvík 14. Frakkakonungi hafi orðið til þess, að hann gleymdi allri skynsamlegri liugs- un um ríkisstjórn sína. Þegar vísinda og fegurðar. Var hann svo óspar á fje til áhugamála sinna, að áður en hann vissi af liafði liann sóað öllum eignum sinum og var kominn í 13 miljón marka skuld, sem hann reyndi Lúðvik II. sjúkur, en að brjóta heilann um nýjar byggingar. að hann væri vitskertur, 4. júni 1886; var þá skipuð nefnd manna til að stjórna ríkinu og ljet hún handtaka konunginn og' setja hann í gæslu í Hohenschwangau- höll, en þaðan var hann fluttur síðar í annað fangelsi. Viku seinna var liinn ógæfu- sami konungur liðið lík. Á göngu hafði hann sjeð sjer færi á að skjótast burt frá varðmönnum sínum og drekkja sjer i Starn- bergárvatni. Líflæknir hans dó við sama tækifæri; hefir hann sennilega verið að reyna að hjarga konunginum, en þó er alt á huldu um það mál. A myndunum, sem fylgja þessari grein má sjá ýms atriði úr lifi þessa einkennilega þjóðhöfð- ingja. að koma á rikisstjóð, en ekki tókst honum það. Loks var svo komið, að lækn- ar hans gáfu út yfirlýsnigu um Konungurinn, sem fangi i Derg- kastalanum. Sunnudagshugleiðing. Framh, frá bls. 5. um mátt trúarinnar, þótt það lögmál lífs sje mönnum lítt kunnugt enn. Mentun kynslóð- anna í þessa átt, er þýðingar- meiri en nokkur önnur hlið menningarinnar að æfa hugann rjettilega. Það er stærsta velferð- armál mannkynsins. Það er eins og um fljótið, sem margir lækir renna í. Það verður voldugt að lokum. Því fleiri einstaklingar, sem finna hamingju lífsins í hreinni og göfugri hugsun, sem læra að hugsa hátt og hugsa rjett, læra að lita á lífið frá björtu sjónarmiði og samlífgast fegurð þess, því sterkari verður straumur sá, er leiðir til far- sældar mannkynsins. Það er ekki nóg fyrir mann- inn, að trúa því með spámann- inum, að „öll jörðin sje full af di'irð drottins“. Jörðin þarf að verða og á að verða „full af þekkingu á dgrð drottins, eins og djúp sjáfarins er vötnum hul- ið.“ Það er hægt að ganga á gulli án þess að sjá það. Það þarf stimdum að grafa eftir því. Jörð- in getur verið full af dýrð drott- ins, full af fegurð og gæðum, en livað gagnar það, ef maðurinn hefir ekki „þekkingu“ á þessu, ef hann sjer það ekki, kann ekki að meta það. Ef hann hefir ekki lært að hugsa rjett. Hann verður að horfa á þetta, hugsa um það, rannsaka það, reyna það og þann- ig verður hann andlega ríkur. Hann verður að hugsa mikið um Guð, um kærleika hans og föð- urlega umönnun, um fyrirgefn- ingu hans og langlyndi og um hans dýrðlegu fyrirheiti. Ilann verður að hugsa mikið um Jesús, frelsara mannanna, hugsa um hann, sem sinn besta vin og vel- gerðamann, sjá hann í öllu hans göfgi, fullan mannúðar, sann- leika og miskunnsemi. Þá munu engin grýlukvæði rökkurs-spá- mannanna trufla nje skelfa. Verk Guðs er að lifga og skapa að vinna á móti myrkrinu, fylla algeiminn ljósi og lífi, fegra alt og prýða, að samrýma eining- arnar þannig i máttugar og hag- feldar heildir að sjálfur lifs- þroskinn veiti hluthafendum þess fullkomna sælukend. Þegar verk Guðs er unnið í fjelagslífinu tálmunarlaust, þá birtist það eins og það gerði í lífi Krists. Alt starf hans laut að því, að auka sanna vellíðan manns- ins, að lina líkamsþjáningar hans bæta úr skorti lians, og að hugga manninn í öllum lians raunum. Þetta gerði Jesús mest með því að hafa áhrif á hugarfar manns- ins, með því, að snúa hug manns- ins frá myrkrinu til ljóssins, frá hræðslu við synd, dauða og djöf- ul, með því að kenna manninum að trúa, trejrsta og tilbiðja Guð, að lifa i samræmi við hið sanna og góða. Það eru engar kringumstæður til svo erfiðar, að hugsunin geti ekki hrotið þau hönd af sjer og flogið upp og út úr storminum og dimmviðrinu, upp úr þoku- hafinu og tylt tá sinni á sólkysta liáfjallatindana, þar sem líta má dýrð Guðs i hinu mikla ljóssins veldi og takmarkalausa viðsýni. Það eru engir fangelsismúrar svo rammgerðir, að þeir geti full- komlega fjötrað huga mannsins og sneitt hann frelsi sínu. Engin fátækt getur gert þann mann andlega fátækan, sem lifað getur í hugsun sinni uppi þar, sem alt er líf og Ijós. Kæri vinur. Guð lifsins og ljóssins er máttugur til þess að fullkomna sitt góða verk í þjer og mjer, og sem hluttakar í guð- legu eðli, verður það oss ljúfast að vinna verk Guðs. í grafreit einuni í Paris eru saman koninir um 3, miljón hundar og kettir. Nú hefir grafreitur þessi verið seld- ur og á að gera hann að bygginga- lóðum. Það verður einhversstaðar bein fyrir, þegar farið verður að grafa grunnana. -----x---- Biblía sú, er Gutenberg prentaði er talin með dýrmætuslu prentuðum bókum i lieimi. í vetur fanst Guten- berg biblía ein í kaþólska skólanum Peplin í Vestur-Prússlandi og hefir hún verið seld til Ameríku fyrir 400.000. Biblía þessi var eina biblían í Póllandi, sem Gutenberg hafði prentað sjálfur og hefir hún verið i klausturbókasafninu í Lubowa siðan á 15. öld. Þaðan var hún nýkomin til Peplin. Er sagt að aðeins sjeu til niu biblíur af þessari tegund í allri ver- öldinni. Þegar það frjettist að biblían hefði verið seld til Ameríku sneru póiskir bókfræðingar sjer til stjórn- arinnar og reyndu til þess að fá hana til að rifta sölunni. En mjög er óvíst hvort þetta er hægt. -----x---- Síðasta ár seldu Þjóðverjar úr landi 46.500 smálestir af leikföngum. Mikill hluti af þessu, eða 39% fór til Eng- lands.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.