Fálkinn


Fálkinn - 02.08.1930, Side 9

Fálkinn - 02.08.1930, Side 9
F A L K I N N 9 Við sundmói eitt í Californíu tóku menn það bragð, til þess að láta talca eftir sjer, að fijlla sundlaugina af appelsínum, sem flutu á vatninu og gerðu sundið erfiðara. Ekki er öll vitleys- an eins. Skógarbrunar og olíulindabrunar, segja menn að sjeu stórfeng- legusbu sýnir, sem hægt sje að fá í heiminum. Þó er líklegt að svo sje ekki. Hversumiklir sem þessir brunar eru, geta þeir þó varla verið nema smáræði hjá eldgosi, þar sem grjótið sjálft, sem ekki er talið sjerlega eldfimt, logar og rennur fram fljót- andi. Eigi að síður er ekki efast um að olíulindabrunar sjeu stórfenglegir. Myndin hjer að ofan sýnir olíubruna í Campini í Rúmeníu, en þar eru stórar olíulindir. Alt er gert sem í mann- legu valdi stendur til þess að hindra þessa bruna, en jörðin er gagnvætt af olíu langar leiðir frá brununum og ef neisti fell- ur til jarðar breiðist eldurinn óðfluga um olíusvæðið, kemst að næsta brunni og logarnir rísa til himins en reykjarsvælan ætlar alt að kæfa, sem nærri kemur. Brunar þessir standa oft lengi án þess að hægt sje að stöðva þá, t .d. hefir bruninn í Campini staðið í meir en il mán., og eyðilagt fyrir milj. króna. Hinn 15. júní komu bolsjevikar saman á ársþing sitt. Var við bví búist að þar mundi gerast margt sögulegt, því margt hef- lr verið sagt misjafnt um stefnu Sialins, einkum í búnaðarmál- vnum. Þó hefir ekkert lieyrst sögulegt af þessu þingi, þegar Þetta er ritað og eru horfur á, að enginn geti reist rönd við Stalin, sem tvímælalaust er voldugasti maðurinn l Rússlandi, Slðan hann bældi niður mótþróa Trotsky. Hjer á myndinni sJest t. v. Rykoff, sem Stalin hefir nú yfirbugað, í miðju sjest Stalin sjálfur og t. h. Vorochiloff í einkennisbúningi. Hindúar hafa sjerstaka aðferð til líkamsnudds, eins og sjá má á myndinni hjer að ofan. Hún hefir stórum minni áreynslu í för með sjer fyrir nuddarann, en aðferðir Vesturlandabúa. 1 maí síðastliðinum voru liðin 109 ár síðan Napoleon dó á St. Helene. Hjer sjest gröf hans í lnvalidekirkjunni og enn er verið að krefjast þess, að kistan sje opnuð í vísinda þarfir, eða rjettara sagt kisturnar, þvi að þær eru ekki færri en fimm.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.