Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.08.1930, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Afíalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Augljjsingaverfí: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Menn gera misjafnlega miklar kröf- úr til lífsins og til þess, sem um- hverfis mann er. Sumir virðast jafn- an vera ánægðir með hlutskifti sitt aðrir jafnan óánægðir með alt og alla nema sjálfan sig. Þeir öfund- <>st yfir hlutskifti annara, telja heim- inn ranglátan, leiðan og ljótan, telja sig pislarvolta samtíðarinnar og þreytast aldrei á að gefa i skyn, að þeir sjeu eiginlega alt of góðir menn U1 þess að lifa og lirærast í þjóðfje- laginu. En hinir una glaðir við sitt, lita björtum augum á lífið, lifa i friði við aðra menn, unna þeiin sannmæl- is, líta á hvert mál af velviljá' og samúð, og vilja öllum vel. Og oft er það svo, að einmitt þess- ir bjartsýnu menn með hlýjuna við hjartaragturnar hafa engu meiri á- stæðu til þess að vera ánægðir, en hinir. Þeim er minna gefið af því, sem alment er kallað lífsþægindi, þeir búa oft við lítil efni og eiga jafnvel örðugt ineð að sjá sjer og sinum farborða. En eru jietta ekki gæfusömustu mennirnir, sem til eru? Er nokkur sá hlutur til í héiminum, sem er meira virði en ánægja yfir lifinu, bjartsýnin, vonin og hinn hlýi liugur? Því að þetta fæst ekki keypt fyrir peninga, miljónamæring- urinn getur ekki fengið það fyrir öll auðæfi sin, þó hann feginn vildi, fremur en að hann getur keypt sjer heilsubót við ólæknandi sjúkdómi. Það er furða hve mörgum mann- inum sjest yfir þetta, að það sje ein besta eign hvers manns að eiga bjart- sýni og ljetta lund. Getur önnur eign verið betri og eru það ekki hamingju- sömustu mennirnir í veröldinni sem hana eiga. Hvers virði er alt þetta, seni kaliað er lífsþægindi á móti glöðu lijarta og ljettri lund. Og eru °kki einmitt þessir síglöðu og alúð- ^egu menn skemtilegustu mennirnir, seni liægt er að hitta fyrir. Flestir ^uunu hafa orðið þess varir, að þeim hður vel í návist sumra nianna en Bla í návist annara. Frá smnum streymir. hlýja og friður, frá öðrum ktildi og nepja. Og jafnvel þegar bessara áhrifa verður vart út fyrir •nanninn sjálfan, ætti að vera auð- velt að skilja, hver stórmunur sje á bessum mönnum innvortis. Kalnir Cru aðrir á hjarta, en í hinum býr sðl og sumar. Á hinni miklu Ólafshátíð, sem Norðmenn hjeldu um daginn til minningar um það, að þá voru 900 ár liðin síðan Ólafur helgi fjell á Stiklastöðum, sendi guðfræðisdeild Háskóla íslands ávarp það til norsku kirkj- unnar, sem hjer birtist mynd af. Ásmundur Guðmundsson dócent var viðstaddur liátíðahöldin fyrir hönd guðfræðideildarinnar og afhenti hann Stören biskupi ávarpið eftir aðalguðsþjónustuna i dómkirkjunni í Niðarósi. Einctr Eyjólfsson, bóndi á Grímslæk, verður s jölugnr í clag. Þann 1. ágúst kl. /Á4 um kvölclið lenlu tveir þýskir flugmenn Hirth og Weller í lítilli landflugvjel í Kaldaðarnesi. Var ferðinni heitið til Ameríku um Grænland, en eftir að þeir höfðu kyht sjer betur stciðhætti fgrir lendingu á Græntandi, ákváðu þeir að hætta við flugferðina og fór Hirtli átsctmi flugvjelinni hjeðan með skipinu „Minnedosa“ til Montreal þánn. ágúst. Hann hefir standað beyk- isiðn og verslunarstörf i rúma hálfa öld. Guðmundur er al- þektur borgari cí Isafirði og víðar, og hverjurn manni vin- sælli. Hann er emi Ijettiu• í spori,, síkátur 'og fyndinn, sém ungur væri. Ljósm. Alfrecl. '. þ. m. Svo fór um flugferð þá. SMÁKORN Þeir, sem hafa frá mestu að segja eru oft stuttorðastir. Hrœktu til himins — og þú færð hrákann framan i þig aftur. Við lofum í lilutfalli við það sém við vonuin og við efnum loforðin i hlutfalli vð það sein við óttumst!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.