Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1930, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.08.1930, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N .■í miðju torginu, þar sem hið skrautlega musteri Salómons stóð forðum ciaga, ris hið svo ncfnda Omarsbænahús, sem er bygt árið 691 af kalifan- um Abd-el-Melik. Kallast það á Arabisku „Kubbet-es-Sokkva“, sem þýðir „Klettabœnahúsið". I miðju bienahúsinu standa klettarnir upp úr. öllum löndum heimsins verið skoðaðir nær því sem útlending- ar og sjálfir hafa þeir þráð land feðra sinna. Eftir styrjaldarlokin hófst þvi þegar i stað innflutn- ingur Gyðinga til Palestínu og liafa þeim síðan aukist virðingar til stórra muna. Sjerstaklega ber á fjölguninni i sjálfri Jerúsalem. Sú borg var hin eina borg í heimi þar sem meiri hluti íbúanna var Gyðing ar, en upp á síðkastið hefir hún vaxið stórkostlega. íbúunum hef- ir fjölgað úr 60.000 upp í hjer um bil 85.000, en Gyðingunum í borginni hefir fjölgað úr á að giska 40.000 upp í 60.000. Múha- meðstrúarmennirnir eru í mikl- um minni hluta. Þeir munu vera nálægt 10.000 í borginni, en kristnir menn um 15—16.000. Hin æfarforna borg, sem á sjer þekta sögu frá því um 1500 f. Kr., er nú á endurreisnar tíma- bili, sem er alveg einstætt í sögu hennar. Ekki verður þó sagt, að fullkominn friður og spekt ríki enn sem komið er í Jerúsalem. Þeir tímar eru að vísu liðnir, ,er forvigismenn hinna jnnsukristnu kirkjudeilda lágu í stöðugum ó- friði og deilum sín á milli út af kirkju hinnar helgu grafar, enda cru það ekki framar Tyrkir, sem eiga fyrir landi að ráða heldur Englendingar. En hið mikla ó- samræmi í þjóðernistilfinning- um og trúarbrögðum Gyðinga og Araba brýst altaf öðru hvoru út í sambúð þessara þjóða. Þann- ig risu deilur miklar, róstur og blóðsúthellingar út af því hauát1 ið 1929 að Arabarnir rjeðu á Gyðinga þar sem þeir voru á bænagerð við „Grátmúrinn" svo nefnda, þar sem Gvðingar gráta enn í dag yfir eyðingu hins skrautlega musteris Salómons. En nú er þess freistað eftir föng- um, að láta hvorn um sig njóta rjettar síns, en það vildi oft far- ast fyrir undir stjórn Tyrkja. Jerúsalem er ekki aðeins heilög borg í augum Gyðinga og kristinna manna. Borgin er ein- stök í sinni röð frá sögulegu sjón- armiði og merkir fornleifafund- ir koma þar stöðugt í ljós frá löngu liðnum öldum. Jerúsalem hefir verið eydd hvað eftir ann- að, en altaf verið bygð upp aftur á rústunum. Það lætur því að líkindum, að hún hafi margar minjar að geyma frá fornöld, ef vel er leitað. Leifar stórra bygg- inga sjást víða í undirstöðum borgarinnar og með nokkurn- veginn vissu er enn i dag hægt að benda á hina helgu staði, sem vjer þekkjum úr biblíunni, með ummerkjum, sem tímans tönn og margendurtekið niðurrif og ný- bygging hefir sett á þá. Yfirleitt er það miklum erfiðleikum bundið fyrir fornfræðingana að tímasetja þær fornleifar, sem koma í ljós í hvert skifti, sein Gyðingur frá Jerúsalem. . . ~TW' » Einkennileg, gömul gata í Jerúsalem grafið er til grunns í hinni gömlu Jerúsalem Hin gamla höf- iðborg Palestínu, sem nú er laus orðin undan oki Tyrkja, er óðum að verða nútíða- . bær. Rafljós, . vatnleiðsla, sími, samgöngur og flutningstæki, alt er þetta i besta lagi. En þrátt fyr- ir menningar- strauma 20. ald- . arinnar, sem . mörgu kunna að breyta og margt að bæta, mun hið sögulega gildi Jerúsalemsborg- ar ekki rjena heldur fara vax- andi um ókomn- ar aldir. I>a8 hefir oft verið sagt, a'ð „Ó guð vors lands“ væri ekki sem hent- ugastur þjóðsöngur, vegna þess, að hann næði yfir svo stórt tónsvið, að fæstir gætu komist klakklaust út úr honum. En það eru fleiri þjóðsöngvar með þessu marki brendir, eins og sjá má af þvi, að nýlega kom sendi- nefnd á fund Bandarikjaþingsins, með bænarskrá um, að nokkrum tón- um í þjóðsöngnum „The Star sprang- led banner“ yrði breytt, svo að menskum mönnum yrði kleift að syngja hann skammlaust. Hafði nefndin með sjer góðan og kunnan söngvara til þess að sanna þing- mönnum, að þetta væri ekki að nauð- synjalausu. Nefndin hjelt þvi fram, að annað hvort yrði að syngja þjóð- sönginn svo lágt, að þrir fjórðu hlut- ar hans hljómuðu eins og rödd úr dauðra manna gröfum, eða breyta áðurnefndum kafla úr honum. Ekki hefir heyrst, hvort sendinefndin hef- ir fengið svar við málaleituninni. -----------------x----- L'ng og rik stúlka frá Ástralíu, að- eins 18 ára gömul, lagði nýlega á stað heim til sín frá París, en þar hefir hún dvalið um tíma til þess að læra mannasiði og kynnast lifinu í stórborginni. Foreldrar hennar eru þess albúin að flengja hana þegar hún kemur heim og stúlkan hefir ein- hvern pata af þessu; að minsta kosti hefir hún gert ítrekaðar tilraunir til að strjúka af skipinu, í höfnum, sem það hefir komið í á leiðinni. Reiði foreldranna stafar af því, að stúlkan hefir notað 3 miljónir fi'anka j>ennan tima sem hún var i París, og eytt mestu af þessum peningum á nætur- veitingahúsunum þar í borginni. Sjer til aðstoðar náði hún í ungan og fríðan Ungverja sem nú þakkar sjer það, að engin ung stúlka í heimi sjc jafn kunnug næturlífinu í Paris og þessi er. En jafnframt hefir hann sjálfur hjálpað stúlkunni vel til þess að koma peningum hennar fyrir kattarnef. ----x----- í fangelsi einu í Englandi var i vet- ur verið að halda skemtun fyrir fangana. Þar var m. a. töframaður einn, en hann var ekki eins fimur og Nultsewo og mistókst marct af því, sem hann átti að sýna. Bað hann þá einlivern fanganna um að koma og undir eins kom fram gamall inn- brotsþjófur. Töframaðurinn fór nú að taka peningana hjer og hvar af hon- um, einkum úr munni hans og nefi og safnaði peningunum saman í hatt. Síð- an tilkynti hann að nú ætlaði hann að láta peningana hverfa. En þá kom i ljós að peningarnir voru horfnir áð- ur en kom til kasta töframannsins. Þjófurinn liafði stungið þeim á sig, án þess að töframaðurinn tæki vitund eftir því. ----X----- Vilhjálmur Þýskalandskeisari hef- ir fengið tilboð frá ýmsum kvik- myndafjelögum í Englandi og Ame- ríku um að leika í talmynd, þar sem keisarinn sje i aðalhlutverkinu, Villijálmur hefir hafnað öllum þess- um tilboðum og er þó synd að segja, að fjelögin hafi numið við neglur sjer það, sem hann átti að fá fyrir vikið. En keisarinn segist vera á móti talmyndum, og auk þess er hann ekki svo á flæðiskeri staddur, að hann þurfi nð láta aurana freista sín. Hann var ekki svo linur i kröf- um þegar hann var að heimta eign- ir keisarastólsins af Þjóðverjum. ----x----- í London er nýlega stofnað fjelag í þeim tilgangi að sjá um nð fólk verði ekki jarðað fyr en það er dúið. Felagið hjelt nýlega fund og þar skýrði formaðurinn frá því að margir hermenn hafi verið kviksettir * heimsstyrjöldinni. Hann sagði frá því, að hann hafi verið i sjúkralið- inu á vesturvígstöðvunum og eiR sinn átt að jarða þýskan hermann. Hann hafi þá orðið var við að lífs- mark var með Þjóðverjanum og haíi sagt það við fyrirli'ðann. Það hafi og komið í ljós við nánari rannsókn, að maðurinn var lifandi. ----x-----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.