Fálkinn - 20.09.1930, Page 2
3
F Á L K I N N
----— NÝJA BÍO ----------------
Leikhúsið fljðtanði.
(The Show Boat)
Nýja Bíó hefir tekist að ná i
liljómmynd þessa, sem er ein
þeirra fáu, sem hafa átt samskon-
ar ágætisviðtökum að fagna, hvar
sem hún hefir verið sýnd í heim-
inum.
Leikstjóri: Harry Pollard.
Aðalhlutverk: Laura la Plante
Joseph Schillkraut
Alma Rubens.
„The Show Boat“ er mynd sem
allúr lieimurinn liefir dáðst að.
Sýnd bráðlega!
Best er að auglýsa i Fálkanum
»»
Jeg er komin af aesku-
______u , , ,v. .
Rinso
HREINSAR
virkilega
þvottana,
og heitir því
RINSO
t€V6fl BflOTHeRS UM4TSO
AOflT 9UNUOHT. 8NOLAND
arunum,
segir húsmóðiiin.
„Og þessvegna er jeg svo þakklát Rinso
fyrir hjálp við þvottana. Það sparar mjer
margra tíma vinnu! ,íeg þarf ekki lengur
að standa núandi og nuddandi yfir guf-
unni í þvottabalanum! Rinso gerir ljóm-
andi sápusudd, sem nær úr óhreinindum
fyrir mig og gerir lökin og dúkana snjó-
hvíta án sterkra bleikjuefna. Rinso fer vel
með þvottana, þó það vinni þetta verk.“
Er aðeins selt i pökkum
— aldrei umbúðalaust
Lítill pakki
Stór pakki-
-30 íiura
-55 aura
20-047a
------ GAMLA BIO ---------
Litll 00 Stðri
á kvistinnm.
Skopleikur í 8 þáttum.
Þessi mynd er þögul eins og
allar aðrar myndir sem
LITLI og STORI
hafa leikið í, þeir láta áhorfend-
ur um hvað á að segja, en eins og
venjulega kemst engin að orði
fyrir lilátri.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Karlmanna
:
■
■
■
■
■
■
■
■
:
■
S
Regn~ og rykfrakkar
Alklæðnaðir bláir og mislitir j
Skraddarasauraaðir
| Manchettskyrtur - Bindi j
Nærfatnaður - Sokkar
Vetrarfrakkar j
er ný tekið upp.
■ 3
Fleiri hundruð
sett af fötum og stykki af frökkum j
tii að velja úr. :
Verð vlð allra hæfl!
S. Jóhannesdóttir !
Austurstræti 14. j
Reykjavík.
Léreftstuskur kaupir HerbertsprenL
Talmyndir.
■■■■■■■■■■■■■■■■
LEIKHÚSIÐ FLJÓTANDI.
„Shov.1 Boat“ er ein þeirra hljóm-
mynda, sem mest orð hefir farið af
í heiminum. Skálsagan, sem hún er
gerð eftir, er kunn i -ölluin enskumæl-
andi löndum, að minsta kosti, en þó
einkum í Bandaríkjunum, því að þar
gerist hún. Þar vestra eru umferða-
leikflokkar á hverju strái, sumir fara
stað úr stað með járnbrautunum og
flytja með sjer leiksviðsútbúnaðinn,
en aðrir byggja sjer skip, með leik-
sviði og áhorfendasal um borð og
sigla eftir stórfljótunum. Sagan gerist
á einu slíku skipi, á Missisippifljóti.
Leikurinn snýst um dóttur leikhús-
stjórans, hina fögru Magnolia, sem
Laura la Plante leikur. En kona leik-
hússtjórans er hrædd um dóttur sína
fyrir ungu karlmönnunum, sem leika
elskendahlutverkin um borð. Þeir eru
reknir úr vistinni, undir eins og þeir
renna hýru auga til Magnoliu.
Nýr elskandi er ráðinn í leikara-
hópinn, Gaylord Ravenal, sem leik-
inn er af Joseph Schildkraut. Hann
er fjárhættuspilari en hefir út af neyð
gerst leikari. Takast ástir með hon-
um og Magnoliu en með því að for-
eldrarnir eru andstæð þeim ráðahag,
giftast þau á laun og flýja. Síðar sel-
ur Magnolia hlut sinn eða arf i leik-
hússkipinu fyrir 20.000 dali og þau
hjónin setjast að í Chicago. Þeim líð-
ur vel fyrst í stað, meðan maðurinn
hefjr .ekki sóað arfi hennar í spilum
og næturlifnaði. En þar kemur að
arfurinn þrýtur og þnu standa á
gaddinum með barn sitt. Loks á
Magnolia ekki annars úrkosti en að
gerast leikkona á ný. Þá ber fundum
hennar sainan við leikkonu, sem hef-
ir verið með henni á skipinu, en hún
hefir verið frilla spilarans, mannsins
liennar. Er viðureign þeirra sjerlega
áhrifamikil og síðar samfundir Mag-
noliu og móður hennar, sem hrósaF
happi yfir óförum dótturinnar. „Jeg
vissi að það mundi fara svona!“ seg-
ir gamla konan kampakát, þegar dótt-
irin kemur til hennar í neyð sinni.
Hún er svo miklum liæfileikum
búin, sem leikkona, að hún þarf ekki
að vera upp á móður sína komin. En
einmitt þegar hún hefir unnið sigra
sína á stærstu leikhúsunum i New
York grípur heimþráin hana. Hún
afsalar sjer allri frægð og fer aftur
á leikhúsið fljótandi, til Missisippi.
Og þar finnur hún aftur manninn
sem hún elskaði, fjárhættuspilarann,
sem nú er orðinn nýr og betri máður.
Og æfikvöld þeirra verður bjart og
fagurt eftir alt andstreymið, sem mætt
hafði þeim á lifsleiðinni. — —
„Show Boat“ er myhd, er segir
eftirtektarverða sögu, um ást konu,
sem fórnar öllu fyrir þann sem hún
elskar. Það er álirifamikil mynd og
hljóðfæraslátturinn i henni frábær.
Þeir missa af miklu, sem ekki nota
tækifærið til að sjá hana núna á næst-
unni, þegar hún verður sýnd i Nýja
Bíó.
Litli og Stóri á kvistinum.
Þó að talmyndirnar töfri Reykvík-
inga mun þeir ekki hafa neitt á móti
því, að sjá þögla mynd við og við,
upp á gamla móðinn, ekki sist ef
gamalkunningjar þeirra, fóstbræð-
urnir Litli og Stóri, eru í boði. Þeir
hafa ekki fylgst með tískunni og eru
„mállausir“ eins og fyr, en andlitin
á þeim ein svo vel lalandi, að þeir
skiljast betur en margir þeir, sem
mest kveður að í lalmyndunum, enda
er mál Litia og Stóra alþjóðamál.
í mynd sem Gamla Bíó hefir fengið
og bráðum verður sýnd gefur að líta
heimilislíf þeirra fjelaga. Þeir eiga
heima upp á kvistlierbergi en þó að
húsakynnin sjeu ekki ríkmannleg þá
bætir það úr skák, að þeir eiga
skemtilega andbýlinga, tvær ungar og
fjörugar stúlkur, sem leiknar eru af
Marguerite Viby og Ninu Kalckar.
Hafa þær hvorug leikið i kvikmynd-
um áður, en sú fyrnefnda er ein af
vinsælustu og kunnuslu leikkonum
Scalaleikhússins í Kaupmannahöfn
en Nina Kalckar hefir um langt skeið
leikið i „Pantomimeleikhúsinu" í Ti-
voli og kann því að túlka hugsanir
sínar án þess að málsins njóti við.
Fólkið í húsinu er af ýmsu tagi: þar
er kerling sem lifir á því að spá í spil
og liefir hún spáð því fyrir Litla, að
liann eigi eftir að giftast ungri stúlku
og verða ríkur — en fyrst verður
hann að sigrast á manni, sem vill
honum ilt, því að spaðakóngurinn er
nærri gæfu Litla í spilunum. Spaða-
kóngurinn er hnefleikari, sem býr í
næsla herbergi við Litla, — á því er
enginn vafi.
Fjeiagarnir selja banana á sunnu-
dögum en hversdagslega ganga þeir
prúðbúnir í fötum frá klæðskera ein-
um, sem lætur þá auglýsa nýjústu
tísku. Andbýlingarnir, stúlkurnar
tvær lialda því, að þeir sjeu sjervitr-
ir ríkismenn, sem búi í lireysi til þess
að kynna sjer líf fátæku stjettanna.
Nú ber það við, að Litli erfirfrænda
sinn i Ameríku. En málfærslumað-
urinn sem á að afhenda arfinn, læt-
ur hann ekkert vita; hann ætlar fyrst
að gera hann ástfanginn i dóttur
sinni og láta þau trúlofast og helst
giftast og svo á Litli að fá fregnina.
En Litli er ástfanginn í öðrum and-
býlingnum og lætur ekki lokkast af
málfærslumannsdótturinni. Málfærslu
maðurinn er samt ekki af baki dott-
inn en býður þeim fjelögum út í skóg
og veitir þeim meira en þeir þola, en
á síðuslu stundu tekur forsjónin þó í
taumana og bjargar Litla. Og alt fer
vel að lokuni: andbýlingarnir ná
sainan.-----
Myndin hefir á sjer öll einkenni
fyrri mynda Litla og Stóra og leik-
stjórinn, Lau Lauritsen, sem orðinn
er heimsfrægur fyrir þessar myndir,
hefir ekki legið á liði sínu. Litli og
Stóri eru orðnir með vinsælustu
mönnum i heimi, og þessi mynd mun
ekki spilla þeim vinsældum. 1
Gamla konan: Þjer segið, að jeg
eigi að safna glóðum elds að höfði
mannsins míns. Það hefi jeg nú al-
drei þorað, en hinsvegar hefi jeg
oft barið liann í höfuðið með kola-
rekunni.
— Ungfrú, þjer inistuð vasaklútinn
yðar. Gerið þjer svo vel.
— Svo já. En það var nú alls ekki
tilgangurinn, að þjer ættuð að taka
hann upp.