Fálkinn - 20.09.1930, Síða 3
FÁLKINN
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdaslj.: Syavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sírai 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
íslendingar eru sjájfstæðiselsk
þjóð. Áratn«mm saman hafa þeir bar-
ist fyrir sjálfstæði sínu og þeir hafa
unnið sigur í þeirri baráttu og ráða
sjálfir sínum málum. Og endurheimt
fulls sjálfstæðis er trygð og fæst
baráttulaust eftir nokkur ár, ef þeir
sjálfir vilja.
En það ver.ður að segjast, að sjálf-
stæðisvitund íslendinga er mest á
stjórnmálasviðinu. í daglega lífinu
má svo að segja daglega sjá merki
þess, að þar eimir enn eftir af því,
að menn hafa verið vanir að „dep-
endera af þeim dönsku“ og af öðr-
um þjóðum. Tiskan er alþjóðleg og
íslendingar semja sig að útlendri
tísku án þess að hugsa um hvort
hún sje holl þjóðinni eða samrým-
anleg staðháttunum. Fólk fórnar ó-
grynni fjár á altari tiskunnar, meira
fje en fátæk frumbýlingsþjóð hefir
efni á.
Og þjóðin lætur með glöðu geði
útlendar þjóðir vinna fvrir sig ýms
þau störf, sem hún gat unnið sjálf.
Hún kaupir mestan hluta þess sem
hún notar til klæða, dýrum dómum
frá útlöndum, sendir þangað ull og
selur hana litlu verði en kaupir
aftur unna bómull, ofna og prjón-
aða. Hún selur hundruð þúsund
tunna af síld til útlanda, stundum
undir sannvirði en kaupir aftur nið-
ursoðið fiskmeti fyrir margfalt
hærra verð. Hún kaupir kartöflur
alla leið sunnan frá Miðjarðarhafi.
Hún kann ekki að súta leður. Hún
flytur inn niðursoðna mjólk.
ísland hlýtur að vera allra landa
ríkast, ef það stenst til lengdar slíka
ráðsmensku. Umliðin ár hafa verið
veltuár og verslunarveltan hefir ver-
ið hagstæð. En geta menn reitt sig
á að sú ár,\eska haldist um aldur og
æfi, sem verið hefir nú um hrið.
Koma ekki mögru kýrnar á eftir
feitu kúnum og hvar stendur þjáðin
þá? ________ • _
Vissulega væri það nauðsynlegt að
ráðandi menn þjóðarinnar tæki at-
vinnulíf hennar til alvarlegrar íhug-
unar og gerðu ítarlegt yfirlit uni
hvað þjóðin með góðu móti gæti
sparað sjer af þeim aðflutningi sem
rni er til landsins úr ýmsum áPum.
ísland er '‘-’elítið land og verður að
muna að fjárhagslegt sjálfstæði er
nauðsynlegt ekki siður en stjórnar-
farslegt sjálfstæði. Hversu mörg eru
ek’-.i dæmi þess að fjárhagsvandræði
hafi komið fullvalda þjóð á knje.
Norðurför Andrée.
Flugbelgurinn ,,Örninn“, sem Andrée Ijet smíða í París.
í horninu mynd af Andrée. v
Snemma sumars
1897 lagði sænski
verkfræðingúrinn
Andrée i ferð, sem
veitt var athygli.
Haún hugðist að
fljúga til norður-
heimskautsins í loft
belg, en þau tæki
voru ófullkomin i
þá daga, ekki hægt
að stjórna þeim og
varð þvi vindstaða
að ráða stefnunni.
Andrée hugðist eigi
að síður geta haft
nokkur áhrif á
stefnu loftfarsins
með þvi að láta það
draga á eftir sjer
taugar sem námu
við jörð, en þessar
taugar slitnuðu um
leið og hann Ijet í
loft frá Danaey við
Spitzbergen, 11. júlí
1897.
í för með honum
voru tveir menn N.
Strindberg eðlis-
fræðingur og Fran-
kel verkfræðingur.
Síðan þeir hurfu úr
augsýn manna á
Danaey hefir ekkert til þeirra spurst
þar til nú, að undanteknum brjef-
dúfnafrjettum, en þær dúfur höfðu
verið sendar frá loftfarinu daginn
eftir að farið var frá Spitzbergen.
Loftfar Andrées hjet „Örninn“ og
rúmmál belgsins aðeins 4800 tenings-
metrar.
En 22. f. m. bárust þær fregnir
norðan úr hafi, að íshafsfarið „Brat-
vaag“ hefði fundið lik þessara leið-
angursmanna og ýmsar menjar eftir
þá á Hvítey, skamt fyrir austan
Spitzbergen. Var „Bratvaag“ við vís-
indaathuganir norður þar og stýrði
þeim dr. Gunnar Horn. Skipverjar
höfðu farið á land í cyjunni og vegna
þess að ísbráð hefir verið óvenjulega
mikið norður þar í sumar, tókst
þeim að finna beinagrindur tveggja
leiðangursmannanna, nfl. Andrées og
Strindbergs.
Varð nú uppi fótur og fit um allan
heim og þóltu það hin merkilegustu
tíðindi, að nú yrði hægt að ráða
þessa 33 ára gömlu gátu. Það vitnað-
ist sem sje, að dagbækur Andrées
væri fundnar og að þær væri mikið
til óskemdar, svo að menn gæti átt
von á, að heyra ferðasögu þessara
brautryðjenda á sviði flugsins og
heimskautaferðanna. Dagbók And-
rées hefir ekki verið birt þegar þetta
er skrifað pg bíða menn hennar með
eftirvæntingu.
Ýms blöð gerðu út nýjan leiðangur
til Hvíteyjar þegar frjettist um þenn-
an merka fund. Leigðu þau ishafs-
farið „Isbjörn“ og varð sænskur
blaðamaður við „Dagens Nyheter“
Knut Stubbendorff að nafni, sem
kunnur er af skrifum sinum um leit-
ina eftir Nobileleiðangrinum í fyrra,
foringi hans. Þessi leiðangur komst
til Hvíteyjar og fann Stubbendorff
ýmislegt, sem liinir fyrri höfðu ekki
fundið, þar á meðal lík þriðja leið-
angursmannsins , Knut Frankel. Á
honum fanst stutt dagbók og eru eft-
irfarandi upplýsingar úr henni kunn-
ar orðnar:
Klukkan 2% hinn 11. júlí 1897 ljetu
þeir ofurhugarnir í loft frá Spitz-
bergen og bar vindurinn þá brátt til
norðausturs. En að morgni þess 14.
s. m. urðu þeir að lenda á isjaka og
mun það hafa verið vegna þess, að
ísing á loftbelgnum hafði ofþyngt
hann. Tóku þeir þá að búa sig tilferð-
ar suður yfir ísana og hjeldu á stað
22. júlí og höfðu skotið ísbjörn sjer
til fæðis þremur dögum áður. Þeir
höfðu einn sleða og strigabát. Lend-
ingarstaðurinn var á 83,25 gr. nbr.
— Seint sóttist þeim ferðin suður og
auk þess rak ísinn meira austur á
bóginn en þeim líkaði. 11. ágúst kom-
ust þeir suður á 82. breiddarstig og
7. september á 81. breiddarstig. Sama
dag tóku þeir að takmarka vista-
notkun sína og áttu þá eftir 69 kg.
af matvælum. — 16. september sáu
þeir land á Hvítey og urðu glaðir. í
tilefni af því hjeldu þeir sjer veislu
og var aðallega selur á borðum. En
2. október brotnaði ísinn kringum
þá, enda liafa þeir þá verið komnir
nálægt opnu hafi. Eigi að síður tókst
þeim að ná landi 5. október á eyjunni,
þar sem varð gröf þeirra í nærfelt
33 ár. Dagbók Friinkels nær ekki
nema til 17. október og er líklegt að
hann hafi dáið skömmu síðar. En
sennilegt þykir, að Andrée liafi lifað
lengst og dagbók hans mun vera
miklu itarlegri, enda er það heil full-
skrifuð bók, sem Öll er læsileg, og
dálítið á aðra. Hefir Andrée gengið
vel frá bókinni, vafið liana inn i
nærföt og segldúk utan um.
Matarleifar fundust hjá líkunum
og hafa þeir þremenningarnir því
ekki dáið úr hungri. Hitt er senni-
legra, að vosbúð og kuldi hafi orðið
þeim að bana. Af líkunum var ekkert
eftir nema beingrindur og meira
að segja var lík Andrées höfuðlaust.
Fanu „Isbjörns" leiðangurinn höfuð-
skel hans, eigi langt frá líki Frankels.
JÚÐASAGA.
Isak er háttaður hjá konu sinni. En
hann getur ekki sofnað og er þó liðið
langt á nótt. Sara kona hans verður
andvaka lika og fer að vcrða óróleg
út úr manni sínum. Loks segir hún
við liann:
„Af hverju ertu altaf að bylta þjer
þetta til og frá í rúminu, maður?
Hefirðu einhverjar áhyggjur?
• „Nei, jeg hefi engar áhyggjur“.
„Ilvað kemur þá til að þú getur
ekki sofið?“
„Það gengur ekkert að mjer“.
„Nú ertu að skrökva að mjer, ísak.
Segðu mjer livað það er sem heldur
fyrir þjer vökul“
„Það er sá 31. á morgun.“
„Nú — nú, og hvað þá?“
„Það er gjalddagi“.
„Jú — jú, og hvað svo?“
„Þú kannast við hann Blum, sem
býr hjer beint á móti okkur?“
„Jú — jú, og hvað svo meir?“
„Jeg á að borga lionum á morgun
þessa 5 þúsund franka sem hann lán-
aði mjer“.
„Já — já, og hvað um það?“
„Ó, ekki annað en það að jeg á
ekki einn einasta eyri til að borga
honum með:“
„Nú, það er þessvegna sem þú get-
ur ekki sofið?“
Svo stekkur Sara eins og örskot
fram úr rúminu, út að glugganum,
rífur hann upp á gátt og kallar hátt:
„Blum! Blum!“
Blum gegnir loks, keniur út í glugg-
ann og segir: „Hvað er að ,Sara? —
Er fsak veikur?“
„Nei“.
„Er þá kviknað í hjá ykkur?“
„Ó-nei langt í frá. — En heyrið
þjer, Blum, — er það ekki á morgun
sem hann ísak minn á að borga yður
5 þúsund franka?"
„Jú — jú, það er á morgun“.
„Jæja, þá ætla jeg bara að láta yð-
ur vita að liann gerir það ekki, því
að hann á ekki einn einasta eyri til“.
Svo skelti hún aftur glugganum. •—
Þá snýr hún sjer að manni sínum og
segir: „Áðan var það þú sem ekki
gast sofið! Nú vona jeg að hann sofni
eklci mikiðl“
Þcgar Andrée lagði upp i norðurför sina, fyrir 33 úrum, flutti fallbyssu-
b.áturinn „Svensksund“ hann til Spitzbergen. Sama skipið var sent til
Tromsö i síðasta mánuði til þess að sækja jjangað jarðneskar leifar
þeirra fjelaga.