Fálkinn - 20.09.1930, Blaðsíða 10
10
F A L K I N N
í ■
■ Það er óhjákvæmilegt ■
! að sjómn veikist með aldrin- i
! um. En óaS er hægt aS draga 5
i úr afleiSingunum og vernda S
! augun.
! KomiS og ráðfærið yður ■
■ við s.ióntækiafræðinginn í ■
i LAUGÁVEGS APÓTEKI.
Allar upTJlýsingar, athug- ■
■ anir og mátanir eru ókeypis. ■
VAN HOUTENS
konfekt og átsúkkulaði
er annálað um allan heim
fyrir gæði.
Silvo
silfur-
fægilögur
er óvið-
jafnanlegur
á silfur,
plett, nikkel
og
aluminium.
Til daglegrar notkunar:
Sirius“ stjörnukakó.
3 Gætið vörumerkisins.
b ’
Zc=>+<=> *=>+<=>
j Veiðiáhðld. Skotfæri.
: Nýr verðlisti nýútkominn. —
■ Sendur ókeypis þeim sem óhuga
! hafa á slíkum vörum.
Harald Börgesen, j
Frederiksberggade 28,
Köbenhavn.
Best er að anglýsa i Fálkanum
Fyrir kvenfólkið.
Kápur, hattar - og skólaföt á bðrnin.
Við byrjum ó höttunum, sem altaf
fara fyrir á sviði tískunnar og sem
þegar eru farnir að koma á mark-
aðinn í mörgum nýjum og fögrum
gerðum.
Þó að höfuðfatið eigi framvegis
eins og hingað til að falla fast að
höfðinu og ennið sje haft bert, eru
þó bæði línur og efni nýtt af nál-
inni og fegra andlitið ennþá meira
en hinir hörðu stráhattar frá i sum-
ar. Einkum eru þessir hattar fallegir
og þægilegir til notkunar á kveldin.
a. Tweedkápa innskorinn, með hvlt-
um kraga og uppslögum. Hatturinn
er úr svörtu flaueli, ryktur með hvit-
um kanti. b. Tweed-„dragt" samlit-
ur hattur. Breiðara barð hægra meg-
in og litil slaufa gfir hœgra auga.
c. Grœnýrótt kápa með herðasiagi,
grænn flókahattur, barðið er fest
með virnál.
d. Svartur götukjóll með hvitum
kraga. Hvítir „vaskaskinns"-hanskar
eru notaðir við. Svarlur mjúkur
flókahattur með ennisfjöður. e. Svart-
ur kveldhattur úr vínrauðu flaueli
með hvitri ennisfjöður. f. Götukjóll
úr svörtu klæði með herðaslagi.
Svartur flauelshattur. Fellingar á
hattinum eru að framan nældar
saman með „similispennu".
Flauel er mest notað, stundum á-
samt mjúkum og fallegum flóka.
Flauelið er þá rykt í skrítnar smá
kollur (sjá a.). Litir þeir sem mest
eru notaðir er: grænt (murtu-
flösku- og dökkmöndlugrænt), vín-
rautt og svart. Hvítt er notað í börð,
í kanta (sjá a.) eða hálf kollan er
hvít, bæði kollur og barð. Litlar
hvítar slaufur eru einnig notaðar,
ýmist að aftan, eða framan stundum
er uppbrotið ó barðinu sjálfu hvitt
(sjó b.). Það nýjasta nýja er ennis-
fjöðrin (sjá d. og e.).
Strútsfjaðrir eru aðallega nolað-
ar í þetta nýja skraut. Á stöku hött-
um eru notaðar „esprits“, röndótt
bönd eru stundum höfð um hattana
en blóm sjást ekki. Við vorum næst-
um búin að gleyma að minnast á
glerkúlurnar, sem einnig eru notað-
ar, þær minna talsvert á hattnálarn-
ar gömlu, og similspennurnar (sjá
c. og f.).
Götukjólar eru ýmist hafðir með
herðaslagi eða loðkragi notaður við
þá (sjá f. og d.). Tweed er notað
ineira en nokkru sinni áður í allan
fatnað. Kápurnar eru ýmist inn-
skornar i mittið eða beinar með
herðaslagi. Meira er þá ekki að segja
í bráðina um tiskuna í kvenfatnaði
og snúum við okkur því næst að
börnunum, sem ýmist eru vaxin upp
úr eða hafa slitið út úr sumarfötum
sinum, svo það verður að fara að
hugsa fyrir einhverju nýju, eða að
minsta kosti að gera upp fötin þeirra
og lengja þau.
g. Skólaf.öt á litlar stúlkur. Ullar-
treyja og felt pyls, sem saumað er
upp á kot. h. Skólaföt á drengi á öll-
um aldri. Yfirhöfnin úr tweed. i.
Kápa úr tweed fyrir drengi af ýms-
um stœrðum. Samlit húfa. j. Skóla-
kjóll til að hafa utanyfir öðrtim föt-
um. Gott að breyta honum. Má nota
jafnt fyrir stórar og smáar telpur.
Ekkert er þægilegra en ullarlreyj-
urnar bæði handa stúlkum og drengj-
um til að ganga í i skólann. Það er
auk þess sá kostur við þær að með
því að síkka pilsin og setja ofan
við buxurnar drengjanna endast
þessi föt venjulega betur en önn-
ur og þarf ekki altaf eð vera að
sauma þeim nýtt. Stuttjakki og sjó-
mannatreyja fer vel við (sjá g. og h.).
Vandlátar húsfreyjur
kaupa
Laufás-
smjörlíkið.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
:
Pósthússt 2 •
■
■
Reykjavik \
m
i
Simar 542, 254 í
og
309(framkv.stJ.) ;
■
:
Alíslenskt fyrirtæki.
ÍAllsk. bruna- og sjó-vátryggingar.;
Hvcrgi betrl nje áreiflanlegri vlftskifti.
; LeitiO uyplýsinga hjá næsta umboðsmannl. ;
Úr ýróttri yfirhöfn af fullorðnum
má ágætlega sauma fallega vetrar-
kápu á litla drenginn, en hún verður
endilega að vera með sama sniði og
á fullorðna, með lokufalli í bakinu,
belti um mittið. Húfuna verður að
sauma úr sama efni úr 5 eða 7 þrí-
hyrnum, svo pilturinn verði alveg
„up to date“. Fallegt er að nota
sportsokka við þennan búning. Skulu
þeir vera með prjónuðuin böndurn.
Alpahúfa er fallegust handa telpun-
um.
Við þorum ekki að segja neitt á-
kveðið ennþá um vetrarkjólana ann-
að en það, að nú eru hversdagskjól-
arnir og götukjólarnir lótnir ná nið-
ur ó miðjan legg. Sparikjólar og
kveldkjólar eru enn þá svo síðir að
þeir eiga að nema við gólf.