Fálkinn - 20.09.1930, Page 11
F A L K I N N
n
Utileikir.
Ennþá er indælasta veður og gott
að leika sjer úti. En þið eruð kánn-
skje orðin leið á að leika ykkur alt-
af í gömlu leikjunum og þessvegna
ætla jeg í dag að kenna ykkur nokkra
nýja.
AÖ skjóta af boga.
Það getur verið gaman að skjóta
til marks með boga og örfum, en
það má þó gera það ennþá skemti-
legra á þann hátt, sem nú skal greina.
Búðu þjer til einhverskonar mynd
til þess að skjóta í úr pappa, eða
krítaðu liana upp á spjaldþil
Teiknaðu t. d. hjört eins og þú sjerð
á myndinni. íí hjartastað getur þú
komið fyrir loftblöðru eða uppblásn-
um pappírspoka, sem þú reynir svo
að hilta.
Á þennan hátt verður leikurinn
ennþá skemtilegri.
Veöhlaup meö hindrunum.
Þið hafið náttúrlega hlaupið veð-
hlaup og leikið „siðasta" hundrað
sinnum. En nú slculið þið til tilbreyt-
ingar reyna að hlaupa veðhlaup yf-
ir hindranir. Merkið fyrir skeiðvell-
inum, segjum L d. að það þurfi að
fara yfir skurð, eða læk, nokkra hóla
og svo dálitið sljett svæði og að síð-
Ustu þurfi hlaupararnir að skríða
gegnum nokkrar tómar tunnur, sem
hengdar eru upp í þessum tilgangi.
Auðvitað mega það ekki vera tjöru-
tunnur og hvorki botn eða lok í
þeim.
Á þennan hátt getur vel skeð að
sá sem síðastur er að hlaupa verði
íyrstur i mark því nú reynir á aðra
hæfileika en þá að vera fimur á
íæti. Annars getið þið fundið ein-
hverjar aðrar hindranir sjálfir, að-
eins verðið þið að muna að hafa
ekkert sem þið getið meitt ykkur á
eða rifið fötin ykkar, svo þið ekki
fáið skammir fyrir.
Nýtt afl.
Margir ykkar eiga sjálfsagt gamalt
skip, sem þið geymið einhversstað-
ar í dótinu ykkar. Seglin eru rifin,
mastrið brotin og fjöðurin eyðilögð.
Þið skulið þó ekki kasta því, það
er hægt að koma þvi „í gang“ aftur.
Kaupið kamfórumola i apótekinu,
bindið hann fastann við skipið, þar
sem skrúfan er vön að vera og látið
svo skipið niður á vatn.
Ykkur finst það skrítið, en samt
er það satt, skipið fer á stað og þok-
ast áfram þangað til kamfóran er
orðin kraftlaus.
Fáið ykkur góða og stóra fjöður,
skerið af henni fanirnar og neðsta
endann. Á þennan hátt færðu h. u.
b. 5 cm. langan fjöðurstaf. Láttu svo
litla spýtu innan í fjöðrina áður en
þú skerð hana til svo hún leggist
ekki flöt. Fáðu þjer svo aðra spýtu,
sem er dálítið lengri og gildari, tálg-
aðu hana þannig til að nota megi
hana til að skjóta með henni úr
fjöðrinni, en að hún sje svo sem
hálfum sentimetra styttri en fjöðr-
in sjálf.
Skerðu svo sneið af kartöflu um
hálfan sentímetra að þykt. Stíktu
svo breiðari endanum á fjöðrinni í
gegnum kartöflusneiðina, þá færðu
kartöflutappa, sem þú ýtir inn í fjöð-
urstafinn með spýtu þinni og upp í
mjórri enda fjaðrarinnar, síðan hleð-
urðú aftur. Að svo búnu geturðu far-
ið að skjóta. En það gerist þánnig,
að þú ýtir snögglega með spýtunni
ILKA.
RAKSAPA
[li Ji f> | 1 Krona J 7ullncejiv sérönyzisin /íröfznr?
■rl?
I. Brynjólfsson & Kvaran.
■ ■
s Vátryggingarfjelagið NYE i
■ HANSKE stofnað 186i tekur |
í að sjer LÍFTbYGfílNGAR j
! og RRUNaTRYGGINGAR |
• allskonar með bestu vá- ■
s ■
■
: tryggingarkjörum.
\ Aðalskrifstofa fyrir tsland: {
s
Sigfús Sighuatsson,
m
Amtmannsstíg 2.
■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■•■■■■■■NHI
Aðalumboð fyrir
Penta og Skandia.
r DPODDt1
á seinni tappann og við það spýtist
hinn út úr fjöðrinni með háum
hvelli. Auðvitað er það ekki nema
í fyrsta sinn að þú þarft að hlaða
tvisvar.
Þetta er skemtilegt og hættulaust
fyrir lítil börn.
Hugraun.
Gufuskipið þarf að komast undir
brúna og það er ekki hægt að leggja
reykháfinn niður. Skipstjórinn hefir
hugsað sjer allar mögulegar leiðir og
allir áhorfendurnir standa hjá og
horfa á en enginn getur fundið neitt
ráð. Getur þú það?
Lausn næst.
S Matar
| Kaffi
• Te
•
: Súkkulaði
: Ávaxta
Í Reyk
; Þvotta
• Úrvalið mest.
Stell
Verðið lægst
Vers1u n
Jóns Þórðarsonar.
M á I n i n g a-
vörur
Veggfóður
Landsins stærsta úrval.
»MÁLARINN«
Reykjavík.
Líftryggið yður
þar sem kjörin eru best.
Úr ársrcikningi Lifsábyrgðarfjel.
Thule h.f. 1929:
Árstekjur .... kr. 4.621.189.52
Þaraf tilhluthafa — 30.000.00
(Hluthafar fá aldrei hærri upp-
hæð, skv. samþyktum fjelagsins).
Lagt i sjóði fjel. kr. 326.272.00
Til hinna trygðu — 4.264.917.52
(yfir 92% af öllum ágóða fjel.).
Ágóðahluti hinna trygðu útborg-
ast árlega að 5 tryggingarárum
liðnum, og cr ekki hærri 1929
en önnur ár.
Lífsábyrgðarhlutafjelagið
T H U L E .
Aðalumboðsmaður fyrir ísland:
A . V. TULINIUS,
Eimskipafjelagshúsinu, 2. hæð.
Simi 254. Simn.: TULIN.
Umboðsmenn óskast allsstaðar,
þar sem ekki eru umboðsmenn í
nágrenninu.
• Þessi RAKBLÖÐ bíta best — eru
• endingargóð og ódýr. — Fást í
; mörgum sölubúðum og i
Heildverslun
! Garðars Gislasonar. j
■ ■
lérettstuskur kaupir Herbertsprest