Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1930, Qupperneq 14

Fálkinn - 20.09.1930, Qupperneq 14
14 FÁLKINN FLIK FLAK í smásölu kr. 0.60 7 :ýy/ !v.v ;!v! !v/!v! 181 1 Skáldsapahðfnndar i ÞJskalandi. ---x---- Þeir höfundar þýskir, sem mest eru lesnir cr Nóbelsverðlaunaskáldið Thomas'Mann, Bernhard Kellermann, Herman Hesse, Lion Feuchtwanger, Emil Ludwig og Waldemar Bonsels. Þrjár af bókdm hins síðastnefnda liafa verið gefnar út í 310.000 elntök- um, og bók hans „Ferðin til Ind- lands“, sein er þýdd á frönsku hefir bæði aukið frægð lians og auðæfi. Frægust af bókum Thomasar Mann er „Húsið Buddenbrook“ hún hefir verið gefin út í ódýrri útgáfu í 800 000 eintaka og er öll uppseld. Skáld- sögur Hermanns Hesses hafa verið gefnar út í 120—150.000 eintaka. Bók á 4320 mínútum. Amerískur bókaútgefandi hefir stofnáð til samkeppni um það hver geti skrifað bestu bókina á þeim tíma sem hann tiltekur. Þeir rithöfundar sem taka þátt í samkeppninni fá hver sitt lierbergi. Samkeppnin stendur yf- ir i þrjá daga eða nánara ákveðið 4320 mínútur. Á þeim tíma verða allir, sem taka þátt í samkeppninni að skrifa heila skáldsögu, síðan verð- ur valið á milli handritanna og það þeirra, sem best þykir verður strax gefin út í óhemju mörgum eintökum og rithöfundurinn fær verðlaunin, sem eru mjög há. Olíupressunni var nú lokað fyrir alvöru i þetta sinn og olíupressarinn gerðist nú bóndi fyrir fult og alt. Heit vorsólin varpaði gullnu ljósi yfir akrana, geitungar og biflugur suðuðu kring- um litla liúsið hennar zia Tatana, runnarnir í garðinum stóðu alþaktir gulhvítum blóm- um. 1 garðinum fyrir framan hús Anania safn- aðist nú svo að segja á hverjum degi sama fólkið og vant var að koma saman í pressu- húsinu, zio Pera með lurkinn sinn, Efes og Nanna, altaf meira og minna drukkin, fall- egi skósmiðurinn, Carchide, Bustaneddu og faðir hans ásamt ýmsu fólki úr nágrenninu, annars var nú meistari Pane búinn að flytja verkstæðið sitt út í kofa rjett framan við garðinn. Þar var allan liðlangan daginn urm- ull af fólki, sem hló og skrækti, reifst og bölvaði. Anania litli eyddi dögunum með þessu ye- sæla óheflaða fólki, lærði af því ljót orð og ósiði og vandist við drykkjuskap og vonlausa eymd. Innaf verkstæði meistara Pane í öðrum kofagarmi, svörtum af reyk og köngur- lóarvefjum, grotnaði veslings stúlku-aum- ingi. Faðir hennar hafði farið til Afríku til að vinna þar í einhverri námunni og hafði aldrei neitt til hans spurst eftir það. Þessi aumingi hjet Rebecka. Hún lá þarna ein- mana og yfirgefin, öll flakandi í sárum á hálmmottu einni umkringd hóp af flugum og öðrum smáskorkvikindum. Nokkru lengra burtu bjó ekkja ásamt fimm böfnum sínum, sem gengu um og beiddust- ölmusu; meistari Pane sjálfur beidd- ist oft ölmusu.. Þrátt fyrir þetta var alt þetta fólk glatt. Betlikrakkarnir fimm hlóu altaf og gerðu að gamni sínu, meistari Pane talaði upphátt við sjálfan sig, sagði gam- ansögur og skritin atvik frá æskuárunum. Én sólbjört síðdegin, þegar alt umhyerfið var fallið i dýpstu kvrð og dvala. þegar geit- ungarnir suðuðu á blómunum og sungu vöggusöngva fyrir Anania htla, sem lá endi- langur á arinhyllunni, skárust hin sáru vein Rebecku gegn um heita kyrðina, hækkuðu og lækkuðu, hættu, byrjuðu aftur, urðu há- vær og skerandi djúp og ámátleg og svo að segja boruðu sig gegnum loftið eins og regn af hvinandi örvum. í kveinum þessum braust fram niðurbældur sársauki og ilska, vesæld, einvera og sorg mannanna og staðarins, það voru kvartanir hlutanna sjálfra, steinanna, sem hver á fætur öðrum hrundu úr hinum æfagömlu múrum húsanna, þakanna, sem sigu inn, ormsmognu tappanna og trjesval- anna, sem komnar voru að því að rotna, illgresisins, sem þakti múrana, fólksins sem svalt, kvennanna, sem engin áttu fötin, karl- mannanna, sem drukku vín til þess að sljófga sig og börðu konur, börn og dýr af þvi að þeir gátu ekki barið örlögin, sjúkdómana, sem ekki var liægt að lækna, vesaldómsins, sem tekið var jafnblint og hugsunarlaust og lífinu sjálfu. En hver skeytti um það? Anania, sem lá kylliflatur á arinhellunni og bandaði frá sjer flugunum og geitungun- um með kvistum, hugsaði með sjálfum sjer: „Ó, hversvegna þarf hún nú endilega að vera með þesum óhljóðum, núna? Af hverju er hún eiginlega að æja? Það ættu ekki að fá að vera til veikar manneskjur“. Hann var orðinn hnöttóttur eins og hnoða af nógri fæðu og aðgerðaleysinu, en eink- um af því að fá nóg að sofa. Hann svaf altaf. Og hin þögulu síðdegi sofnaði hann einnig að lokum, þrátt fyrir kvalaóp Rebecku, með greinina i htla rauða hnefanum og nefið alþakið flugum. Hann dreymdi að hann væri uppfrá i stofu ekkj- unnar, í eldhúsinu þar sem svarta hempan hje.lt vörð, hún kom honum fyrir sjónir eins og hangandi vofa, en móðir hans var þar ekki lengur, hún var á bak og burt, í fjar- lægu landi, og munkur kom frá klaustrinu og kendi litla einstæðingnum að lesa og skrifa, svo að liann gæti farið og leitað móð- ur sína uppi. Munkurinn talaði við hann en Anania gat ekki skilið það sem hann sagði, því frá hempunni komu skerandi vein, sem yfirgnæfðu orð hans. Dio mio, hvað það var voðalegt! Það var sál dauða bandittans, sem emjaði. Jafnframt angistinni fann Anania til óþæginda i nefinu og augunum. Það voru flugurnar. V. Loksins rættust draumar hans. Dag nokkurn í október, stóð hann fyr á fætur en vanalega, zia Tatana þvoði lionum og greiddi og færði hann í nýju bómullarföt- in, sem voru hörð eins og fílshúð. Stóri Anania, sem sat að morgunverði, steiktu, hökkuðu kindakjöti, hló ánægjulega þegar hann sá son sinn búinn til skólagöngu, og sagði um leið og hann benti á hann með vísifingurinn á lofti: — Heyrðu nú til! Ef þú ekki verður dug- legur þá sendi jeg þig til meistara Pane til þess að smíða líkkistur. Bustianeddu kom og sótti Anania og fylgdi lionum í skólann með stoltuin verndarasvip. Það var skínandi fagur morgun, í táhreinu loftinu fanst veikur ilmur af mostri, kaffi og skemdum þrúgum, hænsnin gögguðu á göt- unum, verkamennirnir voru að leggja af stað út á akrana með langar lcerrur, hlaðnar þrúgnastönglum, hundarnir hlupu dansandi á eftir. Anania var ákaflega hamingjusamur með sjálfum sjer, enda þótt fylgdarmaður hans talaði illa bæði um skólann og kennarana. — Kennarinn þinn Anania er alveg eins og hani, með rauðu kollliúfuna sína og hása róminn. Jeg varð að drasla með hann i heilt ár, skollinn biti i rófuna á honum. Skóhnn var í hinum hluta Nuoro, í klaustri nokkru. í krihg um hann lágu tötralegir trjágarðar. Kenslustofa Anania, á neðri hæð- inni, vissi út að eyðilegri götu, ryklög þöktu,

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.