Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1930, Side 3

Fálkinn - 29.11.1930, Side 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrífstofa: Bankastrœti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaðiS kemur út hvern laugardag. ÁskriftarverS er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Það er sagt um mann, sem við- urkendur var fyrir þráa og stirfni, að hann hafi eitt sinn komið á um- ræðufund um þjóðmál og verið kýeðinn i kútinn af andstæðingun- um. En þegar honum voru þrotin öll rök, hafði hann sagt: Jeg er ekki kominn hingað til þess, að láta sann- færast! Og að svo búnu rauk hann á dyr. „Jeg er ekki koininn hingað til þess að láta sannfærast!" —• Ummælin voru ekki viturleg, en þarna var tal- að í hreinskilni. Maðurinn þessi sagði sig ekki betri en hann var. Og það var frómt' frá sagt. En annars er þetta, að vilja ekki iáta sannfærast af rökum, en berja höfðinu við steininn og neita jafn áreiðanlegri staðreynd eins og að tveir og tvoir eru fjórir, afar almenn- ur mannlegur breyskleiki, ekki sist á voru landi. íslendingar eru að eðl- isfari seigir menn, eins og flestir þeir, sem hafa átt við örðugleika að búa, en seigir inenn eru ,^ft þráir menn. Og þrói er það og ekkert ann- að, sem gerir mönnum svo erfitt, að þeygja odd af oflæti sínu og viður- kenna af fúsum vilja, að þeir hafi haft ó röngu að standa, þegar það er bert orðið. Þeim mönnum, sem eru svo skyni skroppnir, að þeir geta ekki skilið sjálfir, þegar þeir hafa tekið „skakk- an pól í hæðina“, er að visu vor- kunnarmál, þegar þeir vilja ekki sannfærast. Þeir eru eins og maður, sem hefir vilst og finst austur vera vestur, norður eða suður, eða alt nema austur. En þessir menn eru ekki nema fáir. Hinir eru fleiri, sem af einhverjum ástæðum hafa tekið upp stefnu eða kenning, sem reyn- ist röng þegar betur er að gáð; en í stað þess að beygja sig fyrir stað- reyndinni halda þeir dauðahaldi í jiað, sem þeir hafa sagt, vitandi að það er ekki rjett. Oftast nær mun á- stæðan til liessa vera sú, að þeim finst minkun að því, að þurfa að kyngja þvi, sem þeir höfðu talað, finst þeir vera minni menn eftir og eru hræddir við að fá á sig vind- hanaheitið. En þetta hátterni er ekki öðrum .meinfangalaust. Hversu óskaplega hefir ekki þessi þrái stundum taf- ið fyrir framgangi mála. Bæði í við- skiftum manna á milli, og fyrir nýj- um stefnum i heimsskoðun. Og i pólitíkinni (þar sem allir hafa altaf rjett fyrir sjér 1). Þegar Hákon sjöundi varð konungur. Hinn 25. þ. m. voru 25 ár liðinn frá því, að Carl Danaprins, sonur Friðriks konungs áttunda steig á land í Kristianíu sem konungur Noregs, undir nafninu Hálton sjöundi og hafa mikil hátíðahöld verið í Noregi undanfarna daga í tilefni af afmælinu. Á myndinni sjást konungshjónin og Ólafur krónprins, sem þá var á þriðja árinu, er þau aka frá skipinu heim i konungshöllina. Eins og mynd- in ber með sjer var mikil snjókoma i Oslo þennan dag. Jóhannes Þórðarson á NjálsgÖtu 38 verður 75 ára 2. desember. Hallfríður E. Bachmann Ijós- móðir, Laufásveg 5 verður 70 ára í dag, 29. növ. Bjarni Einarsson fyr prófastur á Mýrum verður sjötugur 4. des. Málverkas$ningu opnar Ólafur Túbals á inorgun á Laugaveg 1, og sýnir þar um 100 olíu- og vatnslitarmyndir, allflestar iiýjar. Ólafur hefir ferðast mikið i sumar, nfl. frá Vík í Mýrdal vestur og norður um land og austur að Mývatni og eru myndirnar víðs- vegar frá þeirri leið. Má því gera ráð fyrir að sýning þessi verði fjöl- breytt. Ólafur ferðaðist með Johs. Larsen málara, sem er að teikna myndirnar í dönsku skrautútgófima af íslendingasögunum. Sprenglærður enskur prófessor spáir þvi, að í framtíðinni muni fólk klæðasl fötum úr stálþræði og ganga iheð stálhjálma á höfðinu til þess að verjast hugskeytum þeim, sem aðrir sendi þeim. Muni mennirnir þá orðn- ir svo viðkvæmir fyrir hugskeytum, að þeim veitir ekki af að hafa hlif- ar fyrir þeim. Það er bót i máli, að prófessorinn segir, að þetta verði ekki fyr en eftir tíu þúsund ár. Runótfur Halldórsson hrepp- stjóri á Syðri-Rauðalæk varð áttræður 2k. þ. m. Samkvæmt skýrslum kaupir kvcn- fólk fleiri bíla i Bandarikjunum en karlmenn gera. En líklega er það fyr- ir peninga karlmannanna. Veiðimaðurinn, sem hafði verið á flakki heilan dag án þess að sjá nokkurn fugl, kom að kvöldi að tíörn óg var þar stór andahópur á sundi. Þótti veiðimanninum hópurinn girni legur og spurði því bónda, sem stóð þarna, hvað það mundi kosta að skjóta á endurnar. Bóndinn glápti á hann en svaraði engu og veiðimað- urinn rjetti þá að honum tíu krónu seðil, og sagði að þetta mundi nægja. Bóndinn tók við peningunum og veiðimaðurinn hleypti af byssunni. Fimm feitar endur drápust. — Þarna gerði jeg góð kaup, sagði veiðimaðurinn ánægður. — Já, jeg er ánægður lika, sagði bóndinn og gekk burt; — Smiður- inn á þessar endur og hann er að koma þarna. * ----x---- Á Suðurhafseyjunni New Britian eru alls 500 ibúar og 500 bilar. Hvað skyldi verða langt þangað til fólkið það hættir að kunna að ganga. Og Og hvað skyldu vera margir skósmið- ir þar? ----x----

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.