Fálkinn - 29.11.1930, Síða 4
4
F A L K I N N
Útvarpsstöð
íslands
að koma skipulagi á frjettasöfnun
innanlands, með því að hafa tíðinda-
menn sem víðast um land alt. Og
útlendar frjettir gerir útvarpið ráð
fyrir að fá fá erlendum stöðum.
Frjettamaður útvarpsins verður Ás-
geir Mágnússon kennari. En „fund-
arstjóri“ þess (speaker) er öráðinn
enn.
í útvarpsráðinu eiga sæti: Helgi
Hjörvar (formaður), Alexander Jó-
hannesson prófessor, Páll ísólfsson
tónskáld, Friðrik Hallgrímsson dóm-
kirkjuprestur og Guðjón Guðjónsson
kennari.
Alls mun stöðin'kosta nær 700.000
krónur uppkomin.. Hefir Gunnlaugur
Briem símaverkfræðingur eftirlit
með smiði hennar af landstjórnar-
innar hálfu og verður hann verk-
fræðingur útvarpsins. — Nálægt 2000
manns hafa þegar fengið sjer viðtæki.
Á myndunum sjást: Möstrin á
Vatnsenda og stöðvarhúsið til hægfi
á sömu mynd, sendivjelarnar á stöð-
inní, en litla myndin sýnir neðsta
hluta annars mastursins. Þessi fer-
líki, 150 metra há, eru einangruð
frá jörðu og standa á ofurlítilli postu-
línsskúlu. Stuðning sinn fá þau þvi
eingöngu frá hliðarstögunum, sem
ganga út frá þeim í ailar áttir, úr
mismunandi hæð.
Allar myndirnar eftir Loft.
Útvarpsstöðin á Vatnsenda fer nú
bráðlega að taka til starfa. Skortir
enn nokkuð á, að tækin sjeu komin
í fullt lag, en væntanlega tekst að
ráða bót á þessu von bráðar.
Eins og kunnugt er, hefir stöðin
sjálf verið reist í Vatnsendalandi á
hæð einni þar, um 150 metra yfir
sjávarmáli. Stöðvarhúsið þar er 36
metra langt en 11 metrar á breidd,
enda er gert ráð fyrir að tæki fyrir
væntanlega stuttbylgjustöð fyrir al-
menn skeytaviðskifti geti einnig
rúmast þar. Hafa Sigurður Jónsson
múrari og Einar Kristjánsson trje-
smiður reist húsið. En vjelar allar
og áhöld innanhúss hefir Marconi-
fjelagið útvegað og sett upp, en
möstrin útvegaði Telefunken. Eru
þau 150 metrar á hæð, svo að loft-
netið verður um 300 metra yfir sjáv-
armáli. í stærsta sal hússins eru
sendiáhöldin og sjást þau á stærstu
myndinni, sem hjer fylgir. Geta þau
framleitt 16 ldlówatta orku í loftnet-
ið, og á hún að vera nægileg til allra
þeirra starfa, sem stöðinni eru ætl-
uð. Stöð.varstjóri er Sveinbjörn Eg-
ilsson loftskeytamaður.
í Hafnarstræti 10 (Edinborg) er
skrifstofa útvarpsins og þar er einnig
stofa sú, sem talað er í og sungið
fyrir útvarpið. Er þetta kallað
„studio“ á erlendum málum og ættu
orðhagir menn að reyna að finna
gott íslenskt heiti á þessari stofu.
Þar eru veggir og loft tjaldað dúki,
svo að ekki bergmáli. Liggur svo
jarðsimi þaðan að Vatnsenda, 9.4 km.
að lengd, sjerstaklega gerður með
það fyrir augum að flytja hljóðfæra-
slátt og söng. Þegar nýja Landsíma-
stórhýsið við Austurvöll verður full-
gert, flyst útvarpsstofan og skrifstof-
ur útvarpsins þangað og fær þar
rúmgóð nýtískuhúsakynni.
Fálkinn hefir fengið nokkrar upp-
lýsingar um tilhögun útvarpsins hjá
Jónasi Þorbergssyni útvarpsstjóra. Á
morgnana kl. 9—10 verður kensla
og þá um leið útvarpað veðurfregn-
um og sennilega nokkru af frjettum.
En aðalútsendingin hefst kl. 7.25 að
kveldi og stendur til kl. 10—11 eftir
atvikum. Verður þá sent út gramó-
fónmúsik, þá kemur tungumála-
kensla, barnasögur, tímamerki, hljóm-
leikar, frjettir og tilkynningar og þá
aftur hljómleikar o. fl. En ítarlega
dagskrá fá útvarpsnotendur jafnan
tilkynta fyrirfram í útvarpið sjálft.
Útvarpsráðið hefir ráðið Þórar-
inn Guðmundson og Emil Thorodd-
sen til þess að annast hljómlist að
staðaldri. Þá hefir og verið samið við
hljómsveit Reykjavíkur um tvo hljóm-
leika i viku. Einnig er gert ráð fyrir
að guðsþjónustum verði útvarpað og
fyririestrar verða haldnir að jafnaði.
í kenslutímunum verða einkum
kend útlend mál, sjerstaklega enska
og þýska. Verða kennarar í ensku
ungfrúrnar Anna Bjarnadóttir og Mat-
hiesen en i þýsku Jón Ófeigsson yfir-
kennari og þýskur stúdent, Mohr að
nafni.
Þá gerir útvarpsstjórnin ráð fýrir,
Um 27 miljónir manna i Banda-
ríkjunum eru á föstum launum og i
fastri stöðu. Þegar með er talið það
fólk, sem þessir menn —- og konur —
hafa á framfæri sínu verður allur
þessi fjöldi meira en helmingurinn
af ibúum Bandaríkjanna.
----x----
Jólagjafir —
eruð þjer vinsamlegast beðnir að
panta sem fyrst ef að þær eiga að
sendast út um land. Skrifið strax
til Gleraugnabúðarinnar, Lauga-
veg 2. Margar teg. af barometrum,
sjónaukum, stækkunarglerum,
rakáhöldum o. m. fl.