Fálkinn - 29.11.1930, Side 11
FÁLKINN
11
Yngstu lesendurnir.
Sitt af hverju.
Þegar þiS getið ekki verið úti að
leika ykkur, eftir aS þið hafið lok-
ið við lexíurnar ykkar, er gaman að
því að geta stytt sjer stundir við sitt
hvað smávegis. Nú skal jeg kenna
ykkur ýmislegt, sem þið skuluð
reyna við.
dauð gefur hún af sjer kjöt, hornið
má nota í hnifasköft og halgdir og
hnappa. Úr skinninu eru gerðir
hanskar, stigvjel og svo má líka
nota skinnið í horn og kili á bækur.
Munið þið fleira?
Maður fær sjer pappaöskju og sker
þrjú göt á eina hliðina á henni, eins
og teikningin sýnir. Yfir götunum
skrifið þið til dæmis tölurnar 5 —-
10 — 15. Síðan takið þið þykt pappa-
spjald eða þunna fjöl og setið bók
undir annan endann eða trjeklossa,
svo að spjaldið hallist, en hinn end-
ann látið þið nema við hliðina á
öskjunni, neðst. Svo þurfið þið að
hafa litlar kúlur eðí^ glerperlur og
láta þær renna niður spjaldið og
helst inn í það gatið, sem hæst tal-
an er skrifuð yfir. Hver sá, sem tek-
ur þátt í leiknum lætur þrjár kúlur
renna og svo tekur næsti þátttak-
andi við og svo koll af kolli. Sá sem
fyrstur kemst upp í 100 stig hefir
unnið leikinn. Til þess að gera þetta
torveldara má festa títuprjóna eða
grammófónnálar í spjaldið, svoleiðis
að kúlan geti ekki komist beina braut
að gatinu; þá reynir ennþá meira
á fimina.
Hvað gefur geitin af sjer?
Hafið þjer nokkurntíma hugsað
um hvað geitin eða sauðkindin gef-
ur af sjer, af því, sem fólk þarf að
nota. Meðan hún lifir gefur hún
mjólk og úr ullinni af henni eru bú-
in til ágæt sjöl. Og þegar hún er
Úr því að ómögulegt er að hafa
hringekju í stofunni, svo stóra að
þið getið notað hana sjálf, þá hefir
mjer nottið í hug leikur, sem gerir
ykkur sama gagn, eins og þið vær-
uð komin upp í þess konar skemti-
tæki.
Takið göngustaf og leggið ennið
á húninn á honum, eins og sýnt er
á myndinni. Gangið svo þrisvar
kringum stafinn í þessum stelling-
um og einblinið niður á gólfið. Legg-
ið svo stafinn af ykkur og reynið
að ganga í beina línu yfir þvert
gólfið; þá mun ykkur reynast að
þessi hringferð hafi haft áhrif, þvi
að þið munuð eiga erfitt með að
ganga beint.
Handa þeim útsjónarsömu.
Maður einn átti ferhyrnda jörð,
jafna á alla vegu, eins og myndin
sýnir. Hann var orðinn gamall og
farinn og þegar hann hætti að búa
ætlaði hann að skifta jörðinni milli
fjögurra sona sinna, þannig að hann
hjeldi einum fjórða parti af henni,
en drengirnir fengju svo allir jafnt
af þvi sem eftir var, og að skákirn-
ar sem þeir fengi væri allar eins í
laginu. Þetta var vitanlega erfitt, en
samt tólcst honum það á endanum.
Reynið hvort þið getið gert þetta.
En þau ykkar sem gefast upp, geta
sjeð lausnina annarsstaðar í blað-
inu.
Lítið þið á efstu myndina t. h. Hún
er af gömlum og frægum málara,
sem er að mála stórt málverk. Þætti
ykkur ekki gaman að því, að geta
hjálpað honuni með það, en það er
«
Handa þeim sem hafa gaman af teikningu.
nú vandi, því þið getið víst varla
sjeð af hverju málverkið á að vera.
En samt er nú þetta hægur vandi,
því að þið þurfið ekki annað en
sameina tölurnar á myndinni með
beinum strikum, frá 1 til 2, frá 2
til 3 og svo framvegis. Þegar það er
gert er myndin búin. Ef þið athugið
myndina vel getið þið sjálfsagt lika
fundið vin málarans. Hann hefir fal-
ið sig á myndinni, en nú skuluð þið
leita.
ILKA
RAKSAPA
1 Krona
Tzxllnœgrir
ströngustn
fcröfurr? s
I. Brynjólfsson & Kvaran.
Grammófón-1
fjaðrir.
Höfum nú grammófónfjaðrir :
af öllum stærðum fyrirliggj- ■
andi. — Viðgerðir hvergi eins ■
fljótt og vel af hendi leystar. :
0RNINN, |
Hin dásamlega
í „Sirius“ súkkulaði og kakó-
i duft nota allir sem vit hafa á.
n 1 Gætið vörumerkisins.
Langaveg.
TATOL-handsápa
Tækifærisoiafir!
Naglaáhöld, Burstasett,
Ilmvatnssprautur, llm-
vötn, Crem, Andlits-
duft, Perluhálsfestar,
Armbönd, Hringir,
Eyrnalokkar, I ömu-
töskur og Veski í stóru
úrvali, Samkvæmistösk-
ur, Blómsturpottar, kop-
ar og látún.
ódýrast í bænum.
Versl. Goðafoss
Laugaveg 5. Sími 436.
mýkir og hreinsar hörundið og
gefur fallegan og bjartan litarhátt.
Einkasalar
I. Brjrnjólf sson & Kvaran
j.....................i
| i
i M á I n i n g a- j
i .. í
vorur
Veggfóður j
■ ■
■ ■
: Landsins stærsta úrval.
Umálarinn«í
■
Reykjavík.