Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1930, Qupperneq 13

Fálkinn - 29.11.1930, Qupperneq 13
F Á L K I N N 13 2\~7 hesta Verð: 435.00~950.00 ísl. krónur í Reykjavík. Myndaverðskrásend ókeypis Verslun Jóns Þórðarsonar Göta ■IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllIllllllllllllIIIIB i Ekkert heimfli án hægindastóls! I Við getum selt yður einstaka stóla jafnt sem heil sett, er endast heilan mannsaldur. i Húsgaynaverslun Erltngs Jónssonar, | | Söluhúðm: Hverfisflöíu 4, | | Vinnustofumar: Baldursgötu 30. ■i ■■ 5 s ■niiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiia Þjer getið treyst hverju verkfæri sem nafnið PAHCO stendur á. Búin tiT úr besta stáli sem Svíþjóð framleið- ir, smíðuð af verksmiðju sem heimsfræg er fyrir vandað smíði. skrúflyklar og tengur er hið besta sem fáanlegt er í þeirri grein. ÞórJur Svelnsson & C». Best að auglýsa í Fálkanum mm ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. studdi hendinni að enni sjer, „ef jeg dæi núna þá gleymdi hún mjer aldrei“. Til allrar hamingju komst hann heilu og höldnu alla leið. Hann sá aftur fjöllin, sem voru honum svo hjartfólgin, liina gróður- sælu dali, og mjúka sjóndeildarhringinn — og hið blárauða andlit Nönnu. Það var það fyrsta sem hann sá þegar hann kom á járn- brautarstöðina. Hún hafði beðið i meira en klukkutíma. Strax og hún kom anga á hið fallega andlit Anania fór hún að gráta. — Drengurinn minn, litli drengurinn minn! — Hvernig gengur það? Sjáðu til! kallaði hann, og til þess að koma i veg fyrir að hún ætki hann í fang sjer kastaði hann í hana töskunni sinni, pakka og körfu. — Áfram á undan! Farðu þessa leið, jeg verð að fara hina. Nú skulum við fara. Hann næstum hljóp af stað og hvarf, og skildi Nönnu eftir orðlausa af undrun. Núna, núna. Hann átti aftur að fá að sjá götuna, sem hann þekti svo vel, hún beið hans við gluggann, þau þurftu ekki að hafa nein vitni viðstödd endurfundina. En livað húsin i Nuoro voru lítil, göturnar mjóar og fólkið á þeim fátt! Og liugsa sjer að það skyldi vera liálf kalt hjer í Nuoro! Að vísu var komið fram á vor en það var ennþá fölleitt og aumingjalegt eins og veik telpa. Sjá til, þarna komu nokkrir eftir götunni, meðaí þeirra var Franziscu Carchide. Hann þekti aflur stúdentinn og fór strax að veifa til hans. Ó hvað það var ergilegt! — Jæja, hvernig gengur það? Velkominn aftur! En hvað þú ert orðinn stór! Og skárri eru það nú fínheitin! Og skórnir þeir arna. Hvað hefirðu orðið að gefa fyrir þá? Loksins er Anania laus. Áfram, áfram! Hjarta háhis berst, það berst hraðar og hrað- ar. Kona stendur í dyrunum á húsi sínu og horfir forvitnislega á hann, en Anania hlevp- ur framhjá, hleypur eins og hann eigi lífið að leysa. Hann heyrir langt í f jarska að hún hrópar: Það er hann, það er hann sjálfur! Já víst er það hann sjálfur, en hvað kem- ur það þeim við? Og nú kemur gatan, sem liggur að hinni, götunni þektu, götunni kæru. Nú .... er það ekki draumur. Anania heyrir fótatak, það gerir hann aftur ergilegan. Það er drengur, sem hleypur yfir götuna, gef- ur honum olnhogaskot óg heldur áfram. Ana- nia langar til að lilaupa eins og hann, en hann getur það elcki, liann má það ekki. Hann tekur á sig rólegan svip, rjettir úr sjer, lagar til hálsklútinn sinn, sljettir uppslagið á yfirfrakkanum með tveim fingrum. Já, hann er i síðum og finum, ljósum yfirfrakka, sem hún hefir aldrei sjeð. Skyldi hún strax geta þekt hann í þessum yfirfrakka? Ef til vill ekki. Loksins er gatan komin! Rauða hliðið, hvíta liúsið með grænu gluggakistun- um! Margherita sjest hvergi. Hversvegna? Dio mio, liversvegna? Hann nemur staðar og getur ekki dregið andann. Til allrar hamnigju er gatan auð, aðeins svört hæna er úti að vappa, hún lyft- ir fótunum hátt upp áður en hún setur þá niður aftur, og skemtir sjer við að narta annað slagið svolítið í múrinn .... Jæja hann verður að halda áfram, svo að forvitnisleg augu fari ekki að horfa á hann. Hann fer að ganga eins hægt og hænan, og endaþótt enginn sjáist í gluggunum lítur hann aldrei af þeim, liann er í svo æstu skapi að honum finst hjartað slá upp í kverk- um á sjer. Alt í einu sundlar hann. Margherita er komin fram að einum glugganum, náföl af geðshræringu og liorfir á liann með geislandi augum. Ilann náfölnar og man varla eftir að heilsa og brosa til hennar, hann getur ekki hugsað um neitt, í margar sekúndur sjer hann heldur ekkert annað en hin geisl- andi augu, sem óendanleg sæla streymdi frá til hans. Hann gengur áfram eins og í leiðslu, og snýr sjer við i hverju spori, seiddur af hinu töfrandi augnatilliti, sem hvílir á honum; og loksins þegar Nanna kemur i ljós við endann á götunni móð og másandi, með töskuna á höfðinu, pakkann í annari hend- inni og körfuna í hinni, lirökk hann við og flýtti sjer áfram. ANNAR PARTUR. I. . Stundin var komin. Sú stund, sem þrá allra ferðamanna stefnir að, þegar akkerunum er lyft og haldið er af stað til íjarlægrar strandar. Anania var á meðal ferðamannanna. Föl- leitt þunglyndislegt haustkvöld ber lestin hann leiðina til liafsins. Tindar Gallura fjalls- ins blána í fjarska og í loftinu blaktir skógar- angan. Ennþá kemur lítið þorp i ljós, grátt og svart við rauðan himinn. Anania horfir á liinar einkennilegu línur fjallanna, á himin- inn, sem roðinn er að færast yfir, á skóginn og klettana, og aðeins hræðslan við það að sýnast hlægilegur i augum samferðamanna sinna, prests eins og stúdents, sem áður hefir verið fjelagi hans, kemur í veg fyrir það að hann fari að gráta. Nú er hann orðinn fullorðinn maður. Að vísu liefir hann litið á sig sem fullorðinn mann frá því að hann var fimtán ára gamall, en þá hafði honum fundist liann vera nngur maður, nú finst honum hann vera gamall karl. Þó geislar æska og þróttur úr augum hans; hann er hár og grannvaxinn, á efrivör- inni ber liann svolítið kastaníubrúnt skegg, broddarnir glóa eins og gull. Kveldið sígur að. Stjörnurnar tínast á him- ininn uppi yfir Gallurafjallinu, og við og við sjest glampi innan úr svarðgrænu kjarrinu. Verlu þá sæl fósturjörð, gamla móðir, sem að vísii ert mjer kær en ekki nógu kær, fyrst að sterk rödd handan yfir hafið getur dregið bestu syni þína úr kjöltu þinni og lokkað þá eins og arnarunga úr hreiðrinu á hinum ein- mana kletti. Stúdentinn starði út í sjóndeildarhringinu,

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.