Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1930, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.12.1930, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Áhangendur Hoovers í skrúðgöngu með mynd hans l fararbroddi, eftir að Hoover var valinn til þess að verða í kjöri. hjelt drengumn jafnframt til vinnu. Tíminn leið og drengur- inn vann baki brotnu til þess að afla sjer fjár til framhaldsnáms; hann langaði til að verða verk- fræðingur. Hann komst á há- skólann í Stanford og þar var það, sem hann kyntist núverandi konu sinni“, segir William Marsh. „Hún var ung og yndis- leg stúlka og hjet Lou Henry. Þau Herbert hittust í liúsi föður herinar, sem var prófessor við háskólann. Lou hafði fengið kristilegt uppeldi hjá móður sinni, og það eru einmitt konur eins 'og hún, sem við viljum helst sjá í æðstu tignarstöðu, sem konu gjetur hlotist í Bandaríkjunum“. Að háskólanáminu loknu lagði Hoover fyrir sig almenna vinnu. „Góður piltur, sem vill komast áfram í heiminum, forðast ekki líkamlega vinnu, jafnvel þó að hann óhreinkist af henni. Það er ekki altaf skrautbúni maðurinn sem hefir bestan heilann í höfð- segir spekingurinn 11 ára. xnu Hoover vann sig áfram, kemst á skrifstofu, húsbóndi lians veitir honum athygli og hann verður námueftirlitsmaður. Árið 1897 fór Hoover til Englands og f jekk ágæta stöðu. „Jeg heyrði nýlega“, stendur í bókinni, „að maður sagði frá því í útvarpinu, að Englendingar hefðu helst viljað aðla hann, en að Hoover hefði afþakkað það, því að hann væri ameríkanskur borgari og ætlaði sjer altaf að vera það. Þetta kalla jeg nú að tala eins og karlmaður. Hvað móðir hans hefir verið sæl af þvi að eiga slíkan son. Hann var orðinn kunnur námaverkfræð- ingur þegar hann var 25 ára og Hagskýrslurnar segja, aS árið 1929 hafi alls verið smíðaðar 6.250.000 bílar i heiminum. Af þessum öllum var mestur hlutinn smíðaður i Am- erlku, eða 80 af hverjum 100. -----x---- Amerikumenn sem á siðustu árum hafa varið miljörðum króna til her- flota sins hafa nýlega eftir miklar málalengingar veitt 300.000 dollara til þess að koma upp kvikmynda- leikhúsum í ýmsum stærri skipum flotans. Leynilögreglumaður er altaf i för með forseta Danda- rikjanna þegar hann er úti. Ef allir dáðust eins að honum og William Marsh gerir, mundi þess ekki þurfa með. fjekk þá ágætt tilboð um að fara til Kina. En fyrst fór hann til Kaliforníu og giftist ungfrú Hen- ry. Jeg hefi heyrt sagt, að frú Hoover hirði lítt um samkvæmis- lífið, af því að lienni finnist það vera svoddan tímaþjófur. Sam- kvæmislífið er gott lianda letingj- um, en fólk, en fólk með viti vill gera annað frekar með timann en að dansa alla nóttina. Jeg fyr- ir mitt leyti vil heldur vera iðinn verkamaður en að láta kveða að mjer í samkvæmum. Herbert Hoover hefir unnið siðan liann var litill drengur. Hann hefir sjálfur unnið fyrir hverjum doll- ar, sem hann á. Hann hefir kom- ist áfram sjálfur eins og Ahra- ham Lincoln. Svoleiðis ætla jeg líka að fara að þegar jeg verð stór. Og ef jeg græði peninga á þessari bók þá ætla jeg að geyma þá, þangað til seinna að jeg fer að læra, en líka ætla jeg að kaupa mjer skátaföt, því að jeg ætla mjer að verða skáti undir eins og jeg er orðinn 12 ára. Jeg dáist . að Herbert . Hoover vegna þess að liann seg- ir aldrei eitt mis- jafnt orð um mótstöðumenn sína, „demokrat- ana“ og mjer þykir vænt um hann af því að hann er bindind- smaður. Ileitasta ósk mína núna er sú, að sjá Hvíta húsið og hitta Hoover, manninn sem situr í æðsta heimin- sessi um“. „Já, hve und- ursamlegt hlýtur það að vera að verða forseti!“ andvarpar litli ritliöfundurinn að lokum. Ef svo er ekki, sem marga grun- ar, að einhver „smart spekú- lant“ hafi skrifað bókina í nafni drengsins, þá er tæplega fyrir það að synja, að nafnið William Marsh verði einhverntíma frægt í Bandaríkjunum. JEQ ER ALVEG flHISSA Chicagobúum þykir nóg um allar sögurnar sem ganga af því að borg- in sje mesta glæpamannastía í heimi og nú hafa þeir tekið sig til og gefið út hagskýrslu, sem á að sýna og sanna, að margar borgir sjeu verri, þegar reiknað er eftir fólksfjöldahlut- fallinu. Samkvæmt þeim skýrslum er borgin Memphis í Tennessee, bær á stærð við Stokkhólm, versta glæpa- bæiið í Ameríku og voru þar 66.8 morð á ári fyrir hverja 100.000 íbúa. í Chicago, sem er næststærsta borgin i Amríku voru framin „aðeins“ 401 morð árið 1929, eða ekki nema 12,7 á hverja 100.000. í New York voru framin 425 morð sama ár eða 7,1 morð á sama íbúafjölda. Hvað morð- in snertir er Chicago 33. bærinn í röðinni, segir skýrslan. ----x---- Amerikanski liðsforinginn Soucek setti nýlega heimsmet i hæðarflugi. Komst hann 13 kílómetra og 157 metra í loft upp á 130 mínútum. Frú Factor heitir amerikönsk kona, sem í sumar kom sjer til skemtunar á franska baðstaðinn Le Touquet. Ekki er þess getið að hún baðaði sig oft, en í spilabankann kom hún daglega og vakti bráðlega athygli. Hún vann sem sje altaf. Einn daginn komst gróðinn upp í tvær miljónir og skömmu siðar bætti hún við sig 800.00 frönkum. Þegar hún er að spila safnast fólk saman i lcringum borðið og veitir henni ná- kvæma athygli. Menn halda nefni- lega að henni hafi tekist að finna ákveðið kerfi til að fara eftir, þvi að hún hefir aldrei tapað nokkru spili. Og það þykir fullvist að hún beiti ekki brögðum. ----x---- í Bloomfield i Bandaríkjunum er bannað að selja „upp á krít“. Kaup- mannafjelagið þar hefir gert sam- þykt, er leggur 100 dollara sekt við að lána viðskiftavinunum, við næsta brot tvöfaldast sektin, þrefaldast við þriðja brot o. s. frv. ----x---- Pólverjinn dr. Sally Finkelstein er talinn besti reikningsmaður nútím- ans. Ilann er ekki nema 34 ára og er vátryggingamaður. — Vakti reikn- ingsgáfa hans eftirtekt áður en hann fór að kveða að en fyrir þremur ár- um varð hans heimsfrægur meðal vísindamanna fyrir minni sitt og flýti i útreikningum. Var þá sannað með tilraunum að Finkelstein legg- ur saman 6 stuttar tölur á litlu broti úr sekúndu og 15 tölur á tæplega hálfri sekúndu. Ennfremur reyndist hann kunna yfir 500 ártöl úr verald- arsögunni utan að. Undir 20 stórar tölur voru skrifaðar á blað og lagði hann þær saman á einni sekúndu. En þeir sem prófuðu samlagning- una voru 20 sekúndur að þvi, og voru það þó engir viðvaningar. Tæpa sekúndu var hann að margfalda töl- una 973 með 543. Geri aðrir beturl Lögmaðurinn í Hautmont í Norð- ur-Frakklandi gaf nýlega saman lítil hjón. Brúðguminn heitir Léon Deca- en og er 118 cm. á hæð og 70 pund á þyngd, þó hann sje orðinn 33 ára gamail. Brúðurinn var 28 ára og heit- ir Simone Flament. Hún er 106 cm. á hæð og 50 pund á þyngd. Var því ekki að furða þó lögmaðurinn bæði brúðhjónin að gera það fyrir sig að láta sig vita bæði um hæð og þyngd á fyrsta barninu þeirra þegar það fæddist. Þetta eru minstu hjónin sem nokkurntíma hafa verið gefin sam- an í Frakklandi. ----x---- í sumar var lokið skiftum í dán- arbúi spánsku drotningarinnar Maríe Christine, sem dó í febrúar 1929. Hljóp búið á 15 miljón krónur. Drotningin hafði verið talin miklu ríkari en þetta en það kom fram við skiftin að hún hafði keypt þýsk og austurrísk ríkisskuldabrjef fyrir of fjár og mist það alt við fjárhrunið sem varð i þessum löndum í stríðs- lokin. Erfingjarnir eru þrír: Alfons Spánarkonungur, Alfons prins af Bourbon og Ferdinand prins af Bay- ern. Fá þeir 5 miljón krónur hver í lófann. Þeim gaf sem þurfti. ----x—- Kona í Austurríki, sem hjet frú Scheineberg eignaðist 69 börn í hjónabandinu og öll með sama mann- inum. Þar á meðal voru fernir fjór- burar, sjö þríburar og sextán tví- burar. Þegar hún dó giftist maður- inn hennar i annað sinn. Hann lifir, ennþá og eignaðist 18 börn í siðara hjónabandinu. Það verða 87. En nú get jeg líkast til ekki eignast fleiril segir gamli maðurinn. Enda er hann orðinn 85 ára. Enski ættfræðingurinn Percival Boyd fór fyrir nokkrum árum að þjást af svefnleysi og einsetti sjer því að byrja á einhverju því verki, sem bæði gæti gert hann syfjaðan og þreyttan. Tók hann sig þá til og fór að semja skrá yfir öll hjóna- bönd í Englandi á árunum 1538 til 1837. Honum tókst ekki eingöngu að verða nægilega syfjaður á kvöld- in yfir þessu en líka að afkasta miklu starfi. Hjúskaparskrá hans er nú fullgerð; er hún í 139 bindum og nær yfir 1.400.000 hjónabönd. Fylgir henni registur svo hægt er að sjá í fljótu bragði hvenær þessi og þessi maður hefir gifst og hverjum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.