Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1930, Page 14

Fálkinn - 13.12.1930, Page 14
14 F A L K I N N Bestn Jólagjafimar koma frá Japan. Ef að þjer gefið vini yðar fallegt stykki frá Japan í jólagjöf, mun það verða kœrkomnasta jólagjöfin. Mesta og besta og smekklegasta úrvalið af fallegum vörum á landinu í Jólabúðinm »Hamborg% Laugaveg 45 Fötin yðar verða sem ný, ef þjer komið þeim til fagmanns. — Sjerstök deild fyrir kemiska fatahreinsun á allskonar karlmanna- og kvenfatn- aði, ásamt viðgerð og pressun (smá viðgerðir innifaldar i verðinu). Vinnan er framkvæmd með nýtísku vjelum og áhöldum, af æfðu starfsfólki. V. SCHRAM, klæðskeri, Frakkastíg 16. Sími 2256. Jeg verð strax að fara þaðan sem jeg er; jeg tek þetta herbergi, en getið þjer ekki fyrst um sinn, látið mig hafa annað, þó ekki sje merkilegt. Þau gengu aftur inn í stofuna, og hann nam staðar fyrir framan hjartarhöfuðið og horfði um stund á það. Það er til minningar um föður minn, sem var veiðimaður, sagði lconan og brosti vin- gjarnlega. — Eruð þjer frá Nuoro? — Já, jeg er fædd þar. Og jeg er fæddur í Fonni, sagði hann og horfði beint framan í hana. Já, jeg er fæddur i Fonni og heiti Anania Atonzu Derios. Hún leit ekki niður. „Nei, þetta er ekki hún“, hugsaði hann og fann til ánægju með sjálfum sjer. — í þennan hálfa mánuð skal jeg láta yður hafa herbergið mitt, sagði Obinu að lokum og hann tók boðinu. Hið litla herbergi hennar líktist einna helst klausturklefa. Litla mjóa rúmið, scm ilmaði af lavendel, minti á hinar látlausu hvílur í sumum patriarkabyggingunum á Sardiniu. Og eins og þar hjengu hjer á veggjunum röð af myndum og helgigrip- um, þrjú vaxljós og þrír krossar, oliv- kvistur og rósakrans, sem leit út eins og hann væri búinn til úr konfekti hjekk uppi yfir höfðalaginu.. t einu horninu hjekk dá- lítill lampi fyrir framan mynd af hreins- unareldinum, helgir menn voru teiknaðir með blákrit innan um rauðkrítarloga. Anania varð aftur gripinn efa. Hversvegna hafði Maria Obinu lánað honum herbergi sitt? Hversvegna var hún svona vingjarnleg við hann? Meðan hann var að koma fyrir bókum sínum barði húsmóðir hans á dyrnar og spurði án þess að koma inn hvort að hann vildi að slökktur væri lampinn fyrir fram- an helgimyndina. — Nei, sagði liann hátt, gerið svo vel og komið inn jeg ætla að sýna yður dálít- ið. Hún kom inn, föl og brosandi, það var eins og hún hefði þekt gest sinn lengi og vildi honum vel. Hann hjelt á litlum poka í hendinni, efni það sem hann var gerður úr var orðið ó- hreint og festin, sem hann var bundin við, svört af elli. Hann hengdi verndargripinn um háls sjer og mælti um leið: — Sjáið þjer, jeg er líka guðhræddur. Þetta er ricetta San Giovannis, hún ver okkur freistingum. Konan horfði á pokann. Alt í einu hætti hún að brosa, hjarta Anania barðist í brjósti hans. — Trúið þjer ekki á slikt? spurði María. Nú ef þjer ekki trúið því, þá gerið að minsta kosti ekki gys að því. Þetta er helg- ur gripur. Anania sat á rúminu, sem angaði af lav- endel og liugsaði um leyndarmál sitt. Ef Maria Obinu væri nú Olí? Ef það væri móðir lians, svona nærri og þó svo fjarlæg honum! Hvaða leyniþráður hafði fært hann til hennar, jafnvel að höfuðgerði því, sem hún líklega oft liafði grátið við, þegar hún mintist þess, sem hún liafði yfirgefið? En livað lifið er undarlegt! Hann hafði verið knúinn áfram af ein- hverju leyndardómsfullu afli, sem stýrt hafði sporum hans á hina rjettu braut. Nei, það gat ekki verið hún. Hvernig átti slíkt náttúrubarn og Oli var að geta tekið á sig slíkt yfirskin ókunnugleika? Ómögulegt, óhugsanlegt. Maria Obinu var rjett og sljett Maria Obinu, vingjarnleg kona, blíð og barnaleg kona, sem ekki hugs- aði um hlutina, sem meira af tilviljun en með eigin styrk hafði losað sig af skerj- unum. Það gat ekki verið hún. En svo datt lionum í liug fyrsta nóttin, sem hann var í Nuoro og hann minntist föður síns, sem var að stelast til að kyssa liann í laumi og hann hjelt á hverju augna- bliki að dyrnar myndu opnast, skuggi liði inn að rúmi hans og kossi yrði þrýst á enni hans, kossi, sem rjeði hina miklu gátu. „Og hvað ætti jeg þá að gera ef það kæmi fyrir?“ spurði hann sjálfan sig, full- ur geðshræringar. Hávaðinn á götunni fyrir utan þagnaði smátt og smátt. Anania heyrði gestina koma inn, siðan varð fullkomin kyrð í hús- inu, á götunni og i borginni. Hann var enn- þá vakandi. Ó ef til vill er það lampinn.. ? „Nú Nú slekk jeg á honum“. Hann stóð á fætur. Það lieyrðist skrölt fyrir utan, og eitt- hvert skrjáfur, voru dyrnar að opnast? Ó, guð minn góður. Hann kastaði sjer aftur upp í rúmið, lætur aftur augun og bíður. Hjarta hans berst um í brjósti hans, slær með ógn- ar hraða eins og hann væri með liitasótt. En dyrnar voru lokaðar, hann varð aftur íólegur og hló með sjálfum sjer. En lamp- ann slökti hann ekki. IV. „ Róm 1. júní. Margherita mín. Jeg var rétt núna að fá brjefið þitt og svara því um hæl. Jeg er dálítið utan við mig, jeg er alt að því tuttugu sinnum bú- inn að taka pennann til þess að skrifa þjer, en hef ekki getað það. Og þó hefi jeg svo mikið að segja þjer. Jeg hefi flutt mig. Nú bý jeg lijá sardinskri signoru, sem segist vera ættuð frá Nuoro; það er ágætis kona, vingjarnleg og ákaflega trúuð; hún hugsar um mig eins og jeg væri sonur hennar, hún lánar mjer meira að segja herbergið sitt á meðan jeg er að biða eftir því að ljóm- andi falleg ensk signora flytji úr því her- bergi sem jeg á að fá. Þessi miss er merkilega lík þjer; jeg ætla þó að biðja þig að verða ekki afbrýðisama, x) af því að jeg er viti mínu fjær af ást til ungrar stúlku í Nuoro, 2) af því að ung- frúin fer eftir viku! 3) af þvi að hún er bandvitlaus; 4) af því að hún er trúlofuð; 5) af þvi að jeg hefi til verndar mjer alla lieilaga himinsins engla hjerna á veggnum fyrir ofan rúmið mitt, svo jeg ekki nefni hina heilögu í hreinsunareldinum, sem alt- af eru lýstir upp með mariposa. Hjá hinni nýju húsmóður minni búa einnig fleiri útlendingar; sem koma og fara. Klæðskeri einn, mjög vel búinn og mentaður, umferðasali, sem með sögum sínum minnir mig á hinn hágöfuga herra Franziscu Carchide frá Nuoro, hinn ó- hamingjusama biðil þinn. Signora Obinu hefir gamla sardinska eldabusku í þjónustu sinni. Kona þessi hefir verið í þrjátíu ár í Rómaborg og ekki lært að tala ítölsku. Veslings gamla zia Varvara. Hún er lítil og svört, hún geymir í kistu sinni gamla þjóðbúninginn sinn, en gengur í hlægilegum búningi, sem hún hef- ir keypt á Campo di Fori. Oft fer jeg út í dimma og heita eldhúsið til að spjalla við hana; hún spyr mig um fólk í átthögum sín- um og heldur að altaf sje stormur á liaf- inu eins og í þetta eina sinn, sem liún hef- ir farið yfir það. I hennar augum er Róma- borg „staður þar se malt er dýrt“ og þar sem fólk á altaf á hættu að verða undir vögnum. Hún spurði mig að því hvort fólkið heima bakaði ennþá brauðið á lieim- ilunum; þegar jeg jankaði því fór hún að gráta við minninguna um allar þær á- nægjustundir, sem hún hafði átt við bakst- urinn heima hjá sjer. Svo spurði hún hvort hirðarnir sætu ennþá á akrinum í skugg- um trjánna. Hún andvarpaði þungan er liún mintist á páskaliátíð, sem liún hafði tekið þátt í fyrir fjörutíu árum síðan i fjár- rjettum einum í Goceano. Hjer er ákaflega heitt, en á kveldin verð- ur loftið venjulega svalara; jeg geng með- fram Tiber, stend annað slagið við til þess að horfa á fljótið og spyr sjálfan mig ýmsum gagnslausum spurningum. Þegar lygnt er í veðri er hið mikla fljót hvítt eins

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.