Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1930, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.12.1930, Blaðsíða 11
P A L K I N N 11 Yngstu lesendurnir Fingurbjörgin hennar ömmu. „Heyröu Lotta, hefirðu tekið fing- urbjörgina mína?“ spurði amma og leitaði i saumakörfunni. „Þú veist að jeg hefi svo oft sagt þjer að þú mátt ekki snerta hana“. En Lotta var komin út á svalirnar; sunnudagakjóllinn hennar, skærin og brúðan hennar, jómfrú Margrét, nýi tvinninn lá alt í ruglingi í hæginda- stólnum. Lotta hljóp út á tún, hún hafði setið og verið að sauma sunnudaga- kjól á brúðuna sína. Það átti nú að vera lcjóll í lagi með knipplingakraga og sex hnöppum að framan. Slíkan dýrgrip var ekki auðvelt að sauma án þess að liafa fingurbjörg, enda þótt það væri ekki neitt gaman að láta hana tolla á litlu fingrunum. Fallega fingurbjörgin hennar Lottu litlu með rauða steininum stóð í brúðustofunni hennar og átti að vera blómsturpottur, svo það mátti náttúr- lega ekki snerta liana og þessvegna tók Lotta litla fingurbjörg ömmu sinnar þrátt fyrir það þó henni hefði verið stranglega bannað það. En þessa fingurbjörg hafði mamma henn- ar ömmu gefið henni þegar hún var lítil stúlka eins og Lotta var núna, seinna ætlaði hún svo að gefa dótt- ur sinni hana, mömmu Lottu litlu og svo átti Lotta að fá hana þegar hún væri orðin stór og dugleg stúlka, en þangað til mátti hún ekki snerta hana, ekki snerta! Úti í garðinum var tunglsbirtan hvít og vofuleg, undir trjám og runnum lágu dökkir skuggar. Hjarta Lottu litlu barðist í brjósti hennar, ó, að hún skyldi nú hafa gleymt fingurbjörginni. Þarna hafði hún setið með jómfrú Margrjeti! Hún lagðist niður i grasið og leitaði og leitaði. Þarna var eitthvað, sem glitr- aði i tunglslsskininu. Húrra, nú var hún búin að finna hana. Hún rjetti hendina fram í ákafa, en það voru aðeins nokkrir daggardropar, sem glitruðu. Hún var rjett farin að gráta. „Ó, hvað það er leiðinlegt", heyrði hún að sagt var með hvellum rómi við hliðina á sjer, „mjer er lifsins ómögulegt að festa brúðarkrónuna mína og brúðkaupsgestirnir geta komið þá og þegar!“ Lotta horfði hrædd í kringum sig. Hún sá stóran frosk sitja rjett hjá sjer og vera að spegla sig i polli. Hann hafði festi úr blómum um hálsinn og reyndi nú af öllum mætti að koma fingurbjörginni hennar ömmu fyrir á höfðinu á sjer. Svo lítil mýsla var að reyna að hjálpa honum til. Skamt frá sat annar frosk- ur með harðan hatt og stift hálslín. Hann bar blómvönd á brjóstinu og hin stóru augu hans tindruðu í tunglsskininu. Hann sat og horfði á hinar árangurslausu tilraunir brúður sinnar til að koma fingurbjörginni fyrir á höfðinu á sjer. Hún skamm- aðist og ekkert gekk. Mýsla litla varð hrædd og hljóp i burtu. Þá gekk Lotta fram. „Vertu .ekki svona mikill kjáni“ kallaði hún, þetta er engin brúðar- króna þetta er fingurbjörgin hennar ömmu“. „Hvaða vitleysa, kvak, kvak, auð- vitað er það brúðarkróna“, sagði brúðguminn. Sjer til mikillar undr- unar sá Lotta nú að froskarnir voru jafnstórir og hún sjálf, og henni fanst ráðlegast að vera ekki að ýf- ast við þá. „Heyrðu“ sagði hún við brúður- ina „ ef þú vilt fá mjer aftur fingur- björgina, skal jeg lána þjer falleg- ustu kolluna hennar jómfrú Mar- grjetar“. En froskbrúðurin vildi ekki sleppa fingurbjörginni. „Ef jeg má ekki bera þessa fögru silfurkórónu vil jeg hreint ekki gifta mig“, hún sneri sjer að brúðgumanum, sem einnig var kominn i ilt skap. En honum stóð nokkurnveginn á sama. „Mín vegna skaltu ekki vera að hafa fyrir því. Jeg giftist litlu telpunni þarna. Hún hefir ljómandi fallegt ljósgult hár, en þú ert sköll- ótt. Auk þess á hún fingurbjörgina og þá þarf jeg ekki lengur að hlusta á allar þessar skammir“ sagði hann. Brúðurin hljóðaði upp yfir sig ör- væntingarfull. ,„Kæri vin, yfirgefðu mig ekki. Hvað ætli pabbi og mamma og sjöhundruð frænkur minar segi þá? En brúgumanum var alveg sama um sjö hundruð frænkur hennar. „Settu á þig krónuna kallaði hann til Lottu og svo reif hann blómstur- fljettuna af brúði sinni og kastaði henni um hálsinn á Lottu. Ó, hvað hendurnar á honum voru kaldar og rakar. Lotta hljóðaði upp yfir sig af hræðslu. Jeg vil ekki giftast þjer ógeðslcgi froskurinn þinn“, hrópaði hún, en froskurinn þrýsti fingurbjörginni niður á höfuðið á henni og þó merki- legt mætii virðast þá var hún alveg mátulega stór. Svo stakk hann slím- ugri hendinni í handarkrika hennar og svo átti að fara að gifta þau. í sama bili kom mýsla litla með dálítinn dverg. Hann horfði spyrj- andi á þau öll þrjú, sem fóru hvert í kapp við annað að skýra honum frá málavöxtum. En dvergurinn, sem var konungur yfir öllum dýrunum í garðinum, skaut horngleraugum sínum upp á ennið og hóf upp vísifingurinn. „Hver gerist svo djarfur að strá tunglskinsdögg í augun á þjer. Því það getur jafnvel brúnklukkan skil- ið, að það verður eitthvað sögulegt úr því. En bíddu svolítið, jeg skal hjálpa þjer!“ Og hann tók grasstrá og þurkaði með augun á Lottu litlu, og í sama vetfangi varð Lotta aftur stór, hún stóð uppi yfir froskunum með fing- urbjörgina i hendinni, dvergurinn var horfinn, og hún flýtti sjer inn í húsið. Hún fjekk mömmu sinni fingur- björgina. Hljóp inn í barnaherbergið og sótti fallegustu kolluna hennar jómfrú Margrjetar. Hún hafði lofað froskabrúðurinni henni. Lotta laum- aðist niður tröppuna, lagði kolluna i grasið og flýtti sjer inn aftur. Daginn eftir var kollan horfin, og Lotta var viss um að brúðurin hafði sótt hana og að hún hefði sæst við brúðguma sinn og haldið brúðkaup nteð brúðukolluna á höfðinu. Borð Brauð Kjöt Búr Tomat Kartöflu Ávaxta Smjör Osta Dósa Franskbrauðs Vasa Úrvalið mest. hnífarj ■ : : ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Verðið lægst. 3 Verslun Jóns Þórðarsonar. i ■ Þessi RAKBLÖÐ bita best — eru • endingargóð og ódýr. — Fást i j mörgum sölubúðum og í 2 Heildverslun ! Garðars Gislasonar. I M á I n i n g a -1 ■ ■ vörur ■ ■ Veggfóður ■ ■ ■ Landsins stærsta úrval. 5 »MÁLARINN« j ■ Reykjavík. I Versl. Goðafoss j Laugav. 5. Sími 436. ; Elsta verslun í borginr.i í s hreinlætisvörum. ■ ■ ■ ■ « Hefir ávalt fyrirliggjandi: ■ ■ ILMVÖTN . Houbigant 1 Crem Mouson j og Coty j Púður ■ Burstasett ■ Naglaáhöld Ilmsprautur Hálsfestar ■ ■ Eyrnarhringi og allskonar hreinlætisvörur. Best er að anglýsa i Fálkannm

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.