Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 28.03.1931, Blaðsíða 1
Um miðjan febrúar uar ekki annað sýnna en að alt mundi fara i bál og brand á Spáni og konungurinn velta af stóli. Var allsherjarverkfall þá gfirvofandi um alt land. Berenguer hershöfðingi áleit sjer ófært að sitja við völd áfram. En þá var reynt að mynda nýja samsteypustjórn, konungssinnaða, sem starfaði á lýðræðisgrundvelli og Ijetti af einveldinu, sem verið hefir á Spáni síðan de Rivera braust til valda forðum. Forsætisráðherra nýju stjórnarinnar heitir Aznar og er liann að- míráll. Ýmsir kunnir stjórnmálamenn erU i þessari nýju stjórn, Berenguer er hermálaráðherra hennar, Romanones utanrík- isráðherra og la Cierva ráðherra opinberra verka. Stjórnin Ijet það verða fyrsta verk sitt að lofa að taka aftur upp almenn- an kosningarjett og kalla saman þing. Þessi stjórnarmyndun hefir bjargað konungdæminu í bili. Hjer að ofan er mynd af Spánarkonungi og drotningunni ásamt tveimur dætrum þeirra á hátíð í Sevilla. ÓLGAN Á SPÁNI.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.