Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1931, Blaðsíða 7

Fálkinn - 28.03.1931, Blaðsíða 7
FÁLEINN 7 BRÚÐGUMINN sem svaf yfir sig. QAMANSAQA EFTIR WILH. HAGQUIST. Hann vaknaöi og leit á klukkuna. Það var komið mál að fara á fætur, ])vi að klukkan tíu átti hann að vera kominn á skrifstofuna. . . . nei, það var satt, ekki í dag. í dag ætlaði hann að gifta sig og hafði fengið leyfi á skrifstofunni. Gómurinn logaði af þorsta og hann helti vatni í glas og drakk með á- fergju. Öldurnar höfðu gengið liátt i gærkvöldi og hann ekki látið standa á sjer, að gera viðskilnaðinn við piparsveinastjettina sem áhrifa- mestan. Hann mundi ekkert hvernig það hafði endað. En vel höfðu þeir skemt sjer og eitt eða annað atvik, sem hann mintist frá kvöldinu kom honum til að hlæja. Annars leið honum alls ekki vel, og hausinn var eins og lirært hefði verið í heilabúinu. Hann teygði úr sjer og geispaði. Svo sneri hann sjer á hina hliðina og dró lakið upp yfir cjru. Hann gat hlundað ofurlítið iengur. Nógur var tíminn. Uti á götunni var lifið í fullu fjöri. Sporvagnarnir þutu framhjá og ljetu aðvörunarmerlcin hljóma í sífellu, en baul í bifreiðum blandaði klið- inn. Himininn var haustblár og heið- iir og trjen í Humlegftrden voru (Oiðin gullin í toppinn. Blómadísin var að kveðja ríki það, sem um stund hafði blómgvast undir gróðrar- sprota hennar, Berfættar skóla'telpur köstuðu á railli sín bolta á leikvellinum úti í (garðinum, strákarnir voru að róta sjer og minstu krakkarnir ljeku sjer í sandkistunum sínum. Og í Sturegat- an var unga fólkið á kreik og gaf hvert öðru hýrt auga. Flestir gluggar út að gölunni stóðu optiir, svo að næturloftið kæmist Út. Þetta var í öllu falli vottur um, að fólk værí heima. Aðeins á einum stað mátti sjá glugga, sem tjaldið hafði ekki veríð dregið frá. En það var ekki af því, að húsráðandi væri fjær- sladdur. Þarna var maður, sem svaf i'ram á brúðkaupsdagínn sinn, svaf þegar lífsgæfan beið hans. HerbJástur heyrðist og dynkir af trumbum. Það glitrar á silfurhjálm- ana. Riddarajífvörðurinn kemur í tjósblánm einkennisbúnihgum. Gluggatjaldið niðurdregna þýtur upp. Ungur maður í náttfötum opnar gluggann og glápír út óttasleginn. Lífvörðurinn gerir hann hræddari en þó að ófriður væri kominn í landið Hann hefir sofið yfir sig á brúðkaupsdaginn sinn. Hvernig á hann að verða tilbúinn í tæka tíð? Og hvernig átti hann að ná í lestina, sem hann hafði ætlað sjer, en líklega færu aðrar lestir — það var eins og druknandi maður gripi í hálmstrá. Bifreið átti að taka ú móti honum á stöðinni. Hann yrði að síma, en það tæki lika tima og hann varð að athuga járnbrautar- listann fyrst. Hann leit í spegilinn. Svei attan, hvað var að sjá hann. Rauðeygður og æðablár — og svo órakaður í tilbót. Hann varð að flýta sjer. Hann hjelt því fram, að allir heiðvirðir menn yrðu að raka sig með liníf og það gerði hann líka, en hann var óstyrk- ur og slcar sig. Mikil óhepni! Það var ómögulegt að stöðva blóðrásina og svo mundi skeinan sjást. Hversvegna hafði enginn vakið hann? Hvar var vinnukonan? Úti með börnin, vitanlega. Svona er að húa hjá fjölskyldu. Fólk hugsar ekki einu sinni út i þó að maður eigi að gifta sig. Loks var liann svo langt kominn að liann gat farið að liugsa lil hinna stærri verka. Það var simi i íbúð- inni, en.... Þetta að hafa sofið yf- ir sig á brúðkaupsdaginn var svo smánarlegt, að það mátti ekki vitn- ast. Hann einsetti sjer að klæða sig alveg og reyna svo að láta sem ekk- ert væri. Og þegar hann stóð fyrir framan spegilinn og skoðaði sjálfan sig i nýja brúðgumafrakkanum þá var hann vissulega tígullegur maður, enda þótt skráman væri þarna á kinninni á honum eins og endur- minning um, að það er óþægilegt að lála lífvörðinn vekja sig. Hann fór i •yfirfrakkann og setti upp gljá- strokna pípuhattinn en ljet hvitu brúðkaupshanskana liggja i vasan- um, og svo fór hann út. Blómvöndurinn brúðurinnar?.,.. Hann varð að atliuga það seinna. Það var liægt að kaupa hann á járn- Það var kvíði i rödd hennar og grát- stafir í kverkunum. „Elsku Axel, hversvegna kemurðu ekki? Jeg er alveg i öngum mínum“. Rödd Axels, brúðgumans titraði. Það eina, sem hann gat stunið upp úr sjer var, að hann hefði fengið samviskubit. „Samviskubit. .. . Hversvegna .. E..elskarðu mig ekki?“ „Jú, Elten, það geri jeg“. „Nei, nei... . þú elskar inig ekki. Vilt ekki giftast mjer.... Ó, jeg er svo ógæfusöm“. Hann heyrði að hún snökti. „Elsku Ellen. Þú misskiiur mlg. Jeg elska þig út af lífinu“. „Nei, nei.... þú elskar mig ekki. Ó, að þú hefðir sagt þelta fyr. En þú gerir það nú, þegar við eigum ganga i kirkjuna og allir hafa sjeð mig sem brúði. Ó, Axet, liversvegna gerðirðu þetta?“ Nú fór að losna um tunguna á Axel Hann hjelt langa ræðu um, að hann hefði brotið heilann um það i all- an morgun hvort það væri rjett af sjer að giftast stúlku, sem stæði liærra i mannfjelagsstiganum en hann og hefði miklu betri skilyrði til þess að verða gæfusöm. Það mundi ávalt verða sem skuggi milli þeirra, að það væri eins og hann hefði gifst í ábataskyni, enda þótt það væri aðeins af einlægum brenn- heitum kærleika. Hversu oft hefði hann ekki óskað þess, að Ellen væri fátæk eins og hann. Þá hefði aldrei Þaff var nær ómögulegt aff stöffva blóðrásina og svo myndi skeinan sjást. brautarstöðinni. Fyrst varð hann að síma. Hann fór inn á Anglais og fjekk brautarlistanna lijá dyraverð- inum. Það fór lest, sem hann gæti komist klakklaust með, ef — en það var ljótt ef — brúðkaupsgestirnir liiðu hálftíma eftir honum. En þetta var vitanlega hneyksli. Hann óskaði að liann liefði orðið fyrir bifreiðarslysi, svo að hann hefði haft einhverja afsökun. En að segja að hann hefði sofið yfir sig. Nei, hann varð að finna aðra afsök- un. Náfölur tók hann þá ákvörðun að hringja upp lieimili brúðurinnar og meðan hann beið eftir sambandinu biaut han heitann um, hvað liann ætti að segja. Nú var tilkynt að sambandið væri til. Iiann greip heyrnartólið. Hann heyrði að það var Ellen, konuefnið. þurft að koma til þessa. Hann varð inælskur og Ellen hætti að snökta. Og svo sagði hún: „Jeg vil trúa þjer, Axel, já, jeg trúi þjer. Þú ert göfuglyndur. En komdu nú livað sem þessu líður. Jeg ætla að tala við hann pabba“. Axel lofaði þessu, enda þráði hann ekkert fremur. Ilann náði í bifreið og tókst að komast i lestina í tæka tíð. Han var i vafa um hvort hann ætti að kaupa blómvönd handa brúð- urinni undir Jiessum kringumstæð- um en keypti þó einn, til vonar og vara. Bifreið beið hans á stöðinni og þegar hann ók heim að óðalssetrinu var þar ljós í hverjum glugga. Gest- irnir voru ófarnir enn og þar á með- al presturinn. Ellen sást ekki. Hún hafði farið úr lirúðarkjólnum og vildi ekki sýna sig í honum. Fríherrann, faðir henn- ar var þarna skartbúinn með ótat heiðursmerki og horfði rannsóknar- augum á tengdasoninn, ]iegar hann steig út úr bifreiðinni. Hann fór með hann gegnum örvahrið forvitinna augna, beina leið inn í einkaskrif- stofu sína. „Ellen segir mjer, að þú hafir fengið samviskubit“, sagði hann. „Já, þetta hjónaband veitir mjer svo margskonar persónuleg forrjett- indi, og jeg hefi ekkert að gefa i staðinn. Jeg veit ekki hvort þetta er rjett af mjer“. „Það liefðir ]iú átt að hugsa um fyr. Nú er það þegar orðið of seint, þegar búið er að afráða brúðkaupið“. „Jeg hefi oft hugsað um það, en jeg elska Ellen svo heitt, að jeg gat ekki staðist þetta“. „Þú elskar hana þá?“ „Já, innilegar en mjer hefir sjálf- um skilist. Jeg skildi það ekki til fulls fyr en nú, þegar jeg átti að fara að stíga þetta stóra skref. Hún er of góð handa mjer“. Gamli fríherrann sat hljóður um stund. Svo lagði hann höndina föð- urlega á öxt unga inannsins. „Þú ert ærlegur maður og tundhreinn umfram alt. Nú skulum við koma upp til Ellenar. Taktu blómin þín með þjer“. Axel tók blómvöndinn og elti tengdaföður sinn út úr stofunni, gegnum salinn þar sem gestirnir sálu í linöppum og pískruðu. „Hjerna er hrúðguminn", sagði liúsbóndinn. Honum seinkaði illilega. En hafði lögmæt forföll. Og nú get- ur hátíðin byrjað. Við ætlum upp að sækja brúðurina“. Og svo gengu þeir upp stigann, inn til Ellenar. „Hjerna er hann kominn“, sagði faðir hennar um leið og hann opn- aði dyrnar. „Þið hafið fimm mín- útur til ykkar afnota. „Svo ýtti hann brúðgumanum inn fyrir þröskuld- inn og lokaði hurðinni utanfrá. Þarna stóð Ellen ljómandi fögur í hvítum brúðarkjólnum. Hún leit á Axel sinn leiftrandi tárvotum augum, breiddi út faðminn og hann kom, Hann þrýsti henni fast að sjer cig kysti heitar kinnar hennar. „Hvað þú ætlaðir að gera mig ó- gæfusama“, sagði brúðurin, þegár þau höfðu jafnað sig eftir faðmlög- in. „Jeg vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Mjer fanst veröldin vera að falla i rústir í kringum mig“. „Elsku Ellen, öll sú gæfa, sem þú fairir mjer, er of mikil lil þess, að jeg geti tekið á móti lienni með köldu blóði“. Köldu blóði! Þú varst að lala um samviskubit". „Já, jeg hefi samviskubil". Hún horfði á hann og liló kesknis- lega. „Hefurðu samviskubit núna?“ „Jæja, eða vonda samvisku“. Hún varð aftur alvarleg. „Vonda samvisku? Elsku Axel, leynir þú mig einhverju?" „Já Ellen. Þegar jeg sje þig standa svona hreina og saklausa fyrir fram- an mig, þá. .. .“ Hann ætlaði að segja eilthvað meira, en dyrnar voru opn- aðar og rödd föður hennar lieyrðist fyrir utan. „Finun mínúturnar eru liðnar. Nú förum við niður“. Hann tók um handlegg brúðurinn- ar og leiddi hana ofan en brúðgum- inn kom lötrandi á eftir. Niðri biðu þeirra brúðarþernur og marskálkar og tvcir litlir brúðarsveinar. ASttingi brúðgumans tók liann við hönd sjer og nú var haldið í hersingu inn í stóra salinn, sem skreyttur hafði ver- ið með ljósum og altari eilis og kirkja. Svo fór hjónavígslan fram eftir því sem siður er til og fólk fór að safn- ast að langþráðum matarborðunum. Margar og hjartnæmar ræður voru haldnar. Brúðguminn fjekk að vita hve göfugur og góður maður hann Framhald á bts. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.